Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 8

Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 8
8 9 með nýjum lögum um þjóðkirkjuna nr. 77/2021 og brottfalli eldri þjóðkirkjulaga frá árinu 1997 frá sama tíma. Auk þess átti sér stað umfangsmikil lagahreinsun úreltra og gamalla réttarheimilda á sviði kirkjumála. Áður hafði kirkjulöggjöf verið breytt tvívegis eftir undirritun framangreinds samnings og tóku veigamestu breytingarnar gildi í ársbyrjun 2020. Þá tók kirkjan m.a. við starfsmannamálum sínum og fjármálum og lauk þar með afskiptum ríkisins af þeim málum. Svonefnd framtíðarnefnd kirkjuþings sem kosin var á kirkjuþingi árið 2019, vann allar nauðsynlegar breytingar á starfsreglum kirkjuþings, bæði aðlögun gildandi starfsreglna að nýjum lögum en vann einnig að samningu nýrra starfsreglna t.d. um fjármál þjóðkirkjunnar. Nefndin lauk störfum árið 2020. Árið 2018 var samþykkt var ný fræðslustefna, þar sem sérstök áhersla er lögð á skírnarfræðslu og einnig persónuverndarstefna, svo og stefna um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Þá var ný jafnréttisstefna samþykkt á kirkjuþingi 2019 og endurskoðuð fasteignastefna árið 2020. Umhverfismál Kirkjuþing hefur látið umhverfismál til sín taka og hafa verið samþykkar ýmsar ályktanir á því sviði á starfstíma þingsins, auk þess sem sérstök áhersla er á fræðslu um umhverfismál í fyrrnefndri fræðslustefnu. Ný úthlutunarnefnd styrkja og kjaranefnd þjóðkirkjunnar Sett var á laggirnar sérstök úthlutunarnefnd kirkjunnar árið 2020 sem hefur tekið við því hlutverki sem kirkjuráð hafði áður að annast um úthlutanir til sókna (áður Jöfnunarsjóður sókna) og verkefna sem Kristnisjóður hafði áður styrkt. Enn fremur var stofnsett sama ár kjaranefnd þjóðkirkjunnar sem annast viðræður við þau stéttarfélög sem gæta hagsmuna starfsmanna þjóðkirkjunnar. Gengið var frá kjarasamningi milli þjóðkirkjunnar og Prestafélags Íslands 21. júní 2021 (sólstöðusamningurinn). Ný stjórnskipan yfirstjórnar kirkjunnar Aukakirkjuþing 2021 samþykkti á grundvelli nýrra þjóðkirkjulaga ályktun um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Yfirstjórn kirkjunnar er skipt upp í tvö ábyrgðarsvið sem starfi náið saman. Biskup gætir einingar kirkjunnar, hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og vígðri þjónustu og ber ábyrgð á öllu því er lýtur að þessari grunnþjónustu þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing kýs framkvæmdanefnd úr röðum kirkjuþingsfulltrúa sem hefur í umboði kirkjuþings eftirlit með fjárhag og rekstri þjóðkirkjunnar og fylgir eftir ákvörðunum og áætlunum samþykktum af kirkjuþingi. Starfrækt skal rekstrarskrifstofa þjóðkirkjunnar í umboði kirkjuþings. Framkvæmdastjóri rekstrarskrifstofu þjóð- kirkjunnar, ráðinn af fram kvæmdanefnd í umboði kirkjuþings, heyrir undir nefndina og fylgir eftir lögbundnu hlutverki kirkjuþings að því er varðar fjárstjórn, stefnumótun í rekstri og áætlanagerð. Rekstrarskrifstofa sinnir jafnframt allri almennri þjónustu við yfirstjórn þjóðkirkjunnar sem og við starfseiningar á ábyrgðarsviði biskups, eftir því sem við á í samræmi við þau verkefni og sérfræðiþekkingu sem er innan vébanda skrifstofunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.