Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.03.2023, Qupperneq 6
Það reyndist happaskref að hefja hjartaaðgerðir á Íslandi fyrir tæpum 40 árum. And- staða var við áformin af ótta við að íslenskir spítalar réðu ekki við svo flóknar aðgerðir. Ný rannsókn sýnir að sá ótti var óþarfur. ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Hjartaaðgerðir á Íslandi standast fyllilega erlendan samanburð hvað árangur varðar til lengri tíma litið. Þetta er meginniðurstaðan í dokt- orsritgerð Tómasar Andra Axels- sonar sem hann varði við lækna- deild Háskóla Íslands í síðustu viku, en hún fjallar um árangur krans- æðaveituaðgerða sem er algengasta hjartaskurðaðgerðin á Íslandi. „Þetta eru afgerandi niður- stöður,“ segir Tómas Andri, „bæði hvað bráðaaðgerðir varðar og aðrar hjartaaðgerðir,“ bætir hann við, en lífslíkur sjúklinga hér á landi séu þær sömu og í samanburðarlönd- unum og það sama eigi við um tíðni fylgikvilla eftir uppskurð. Hátt í fjörutíu ár eru frá því fyrsta opna hjartaaðgerðin var gerð hér á landi, en hún var framkvæmd á Landspítalanum 16. júní 1986 og markaði kaflaskil í læknisþjónustu hjá fámennri þjóð sem þá taldi aðeins 242 þúsund sálir. „Það var mikið happaskref þegar þessar aðgerðir hófust hérlendis,“ segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem var í læknisnámi á þessum tíma, en hann var leiðbeinandi Tómasar Andra í doktorsverkefninu. Tómas man vel eftir fyrstu hjartaaðgerðinni. „Hún var gerð í skjóli nætur, svo lítið bar á, og það var ekki sagt frá henni fyrr en ljóst var hvernig sjúklingnum reiddi af,“ segir Tómas. Ástæða þessa var að talsverð and- staða var á miðjum níunda áratug síðustu aldar við þá ákvörðun heil- brigðisyfirvalda að hefja hjarta- aðgerðir hér á landi. „Það voru stjórnmálamenn sem guldu varhug við þessum áform- um, en þeir höfðu ekki trú á því að læknavísindin hér á landi réðu við svona f lóknar aðgerðir,“ segir Tómas. En annað hefur komið á daginn. Frá því 1986 hafa liðlega fjögur þús- und hjáveituaðgerðir verið gerðar hér á landi og næstum annað eins af öðrum hjartaaðgerðum, með árangri sem er á pari við það sem best þekkist á erlendum hátækni- spítölum, eins og doktorsrannsókn Tómasar Andra vitnar um. „Það er alls ekki sjálfgefið að geta boðið upp á þessa læknisþjónustu í samfélagi sem enn er með þeim allra fámennustu í álfunni,“ segir Tómas Guðbjartsson og bendir á að Færeyingar og Grænlendingar verði, svo dæmi sé tekið, að sækja slíka þjónustu til Kaupmannahafnar. „Það eru margir sjúklingar sem lifa ekki slíkan f lutning af,“ segir Tómas. Nafni hans segir þá félaga hafa unnið að rannsókninni með hléum í réttan áratug. „Í doktorsverkefninu hafa ýmsar hindranir verið á vegi okkar, eins og heimsfaraldurinn og á stundum snúnir samstarfs aðilar erlendis, en þetta hafðist,“ segir Tómas Andri Axelsson. n Í bókuninni kemur fram að umrætt félag virðist hafa verið afskráð í bókum Ríkis- skattstjóra árið 2007. Þetta eru afgerandi niðurstöður, bæði hvað bráðaaðgerðir varðar og aðrar hjarta- aðgerðir. Tómas Andri Axelsson, doktor í lækna- vísindum FUNDARBOÐ AÐALFUNDAR LANDSSAMBANDS VEIÐIFÉLAGA 2023 Aðalfundur Landssambands veiðifélaga verður haldinn 21. og 22. apríl 2023, að Landhóteli í Landsveit, og hefst dagskrá kl. 11:30 föstudaginn 21. apríl. Þátttaka á aðalfundi Óskað er eftir því að aðildarfélög sendi framkvæmdastjóra Landssam- bandsins tilkynningu um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en 7. apríl nk. Vinsamlegast sendið tilkynninguna á netfangið gunnar@angling.is. Nánari upplýsingar um dagskrá og þátttöku á fundinum er að finna á vef Landssambandsins á www.angling.is. Dagskrá Föstudagur 21. apríl kl. 11:30-16:45 1. Hádegisverður. 2. Setning fundar um kl. 12:30. 3. Kjör fundarstjóra og fundarritara. 4. Kosning kjörbréfanefndar. 5. Ávörp gesta. 6. Ávarp formanns og skýrsla stjórnar LV. 7. Ársreikningur 2022 lagður fram til staðfestingar. 8. Álit kjörbréfanefndar. 9. Umræður um skýrslu formanns og afgreiðsla reikninga. 10. Erindi gestafyrirlesara. 11. Skipan starfsnefnda aðalfundar. 12. Drög að ályktunum fundarins kynnt og þeim vísað til nefnda. 13. Tillögur aðildarfélaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. samþykktar LV. 14. Fundi frestað, nefndarstörf. Laugardagur 22. apríl kl. 10:00-12:00 15. Nefndir skila áliti. Umræður. 16. Ályktanir afgreiddar. 17. Stjórnarkjör. Kjör stjórnarmanna frá Vestur- og Austurlandi. 18. Kjör skoðunarmanna reikninga. Aðalmaður og varamaður til tveggja ára. 19. Önnur mál. 20. Fundi slitið. kristinnpall@frettabladid.is ÍSafjöRÐuR Bæjarráð Ísafjarðar- bæjar samþykkti tillögu um að segja upp samningi við Flugáhuga- mannafélagið á Ísafirði, um styrk að fjárhæð fasteignagjalda hvers árs á f lugskýli á Ísafjarðarflugvelli á nýjasta fundi sínum. Flugáhugamannafélagið stóð um árabil fyrir uppákomum á vegum sveitarfélagsins sem kröfð- ust notkunar lítilla flugvéla en eftir að menningarmálanefnd tók fyrir notkun flugvéla við karamelluregn á hátíðum var ekki talin þörf fyrir áframhaldandi samstarf. Samkomulagið hefur verið í gildi í 27 ár en á nýjasta fundi menningar- málanefndar Ísafjarðarbæjar kom fram að óánægja ríkti með notkun flugvélanna á skíðavikuviðburðum og 17. júní. Óútreiknanlegt veðurfar hafi leitt til þess að breytingar hafi átt sér stað á síðustu stundu með til- heyrandi óánægju hjá börnum. Þá hafi verið horft til þess að ákveðin hætta fylgi því að fljúga lít- illi f lugvél lágt yfir byggð og mann- fjölda. Starfsfólk hefur leitað annarra leiða til að viðhalda hefðinni og skoðað möguleikann á að kaupa konfettisprengju eða -byssu. n Karamelluregni úr flugvélum linnir Tómas Guðbjartsson man vel eftir fyrstu hjartaaðgerðinni á Íslandi. „Hún var gerð í skjóli nætur, svo lítið bar á, og það var ekki sagt frá henni fyrr en ljóst var hvernig sjúklingnum reiddi af.“ MYND/RagNaR Th. SiguRðSSoN Hjartaaðgerðir hér á landi hafa staðist prófraunina Umhverfismat framkvæmda Ákvörðun um matsskyldu Stækkun Seyðisfjarðarhafnar, Múlaþingi og Endurnýjun vindmylla í Þykkvabæ, Rangár- þingi ytra Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að ofangreindar fram- kvæmdir skuli ekki háðar umhverfismati samkvæmt lögum nr. 111/2021. Ákvarðanirnar er að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 21. apríl 2023. benediktboas@frettabladid.is   fanGELSISMÁL Enginn kynsegin einstaklingur hefur afplánað refs- ingu í fangelsi á Íslandi. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni, þing- manni Pírata, um kynsegin fólk í fangelsum. Hvorki eru til, né hafa verið útbúnir, sérstakir verkferlar er varða móttöku kynsegin einstakl- inga í fangelsum landsins, segir enn fremur í svarinu. Þó hafa verið gerð- ar tilteknar breytingar á lögum um fullnustu refsinga sem varða þetta málefni og eru þær mikilvægur leið- arvísir fyrir fangelsismálayfirvöld. Nýverið fengu allir starfsmenn skrifstofu Fangelsismálastofnunar og starfsmenn fangelsanna fræðslu frá Samtökunum ‘78 þar sem fjallað var um málefni kynsegin fólks. Fangelsismálastofnun fékk leyfi til að hafa samband við Samtökin ef upp kæmu álitamál tengd afplánun kynsegin einstaklinga til að unnt sé að gæta sem best að hagsmunum þeirra í afplánun. n Löghlýðnir kynsegin einstaklingar Allir fangar hefja afplánun sína í fangelsinu á Hólmsheiði, óháð kyni. 6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.