Fréttablaðið - 21.03.2023, Síða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 21. mars 2023
Páll Óskar Hjálmtýsson skemmtir í
Þróttarheimilinu í Laugardal.
gummih@frettabladid.is
Í dag er alþjóðlegi Downs-
dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar
lýstu því formlega yfir árið 2011
að 21. mars væri alþjóðadagur
Downs-heilkennis. Tilgangurinn
er að vekja almenning til vitundar
um fólk sem fæðist með þetta heil-
kenni, þarfir þess, óskir, drauma
og vanda sem það þarf að glíma
við en eitt barn af hverjum sjö
hundruð sem fæðast í heiminum
er með Downs-heilkenni. Talið er
að 5–6 börn fæðist með Downs-
heilkennið á Íslandi á hverju ári.
Downs-heilkenni, stundum
nefnt heilkenni þrístæðu 21, er
litningafrávik sem veldur þroska-
hömlun. Fólk með Downs-heil-
kenni hefur þrjú eintök af litningi
21 eða alls 47 litninga. Heilkennið
er kennt við enska lækninn John
Langdon Down sem árið 1886
benti á lík einkenni einstaklinga
með þroskahömlun. Árið 1959
sýndi franski prófessorinn Jéróme
Lejeune að fólk með Downs-heil-
kenni hefði aukalitning í frumum
sínum.
Páll Óskar tekur lagið
Félag áhugafólks um Downs-heil-
kenni á Íslandi ætlar að halda upp
á daginn með skemmtun í Þróttar-
heimilinu í Laugardal frá klukkan
17 til 19. Tónlistarmaðurinn Páll
Óskar Hjálmtýsson mætir á svæðið
og syngur nokkur lög eins og
honum er einum lagið og f lottar
veitingar verða í boði. n
Alþjóðlegi
Downs-dagurinn
Tvíburasysturnar Lovísa (t.v.) og Anna Marta eru samrýmdar og öflugt teymi. Saman reka þær matvælafyrirtækið Önnu Mörtu ásamt eiginmanni Önnu.
Mynd/anna Marta
Rétt hugarfar bætti lífsgæðin
Matarfrumkvöðullinn Anna Marta Ásgeirsdóttir deilir uppskriftum að fallegum og nær-
ingarríkum réttum í kvöldmatinn, í desert og á fermingarborðið. 2
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is