Fréttablaðið - 21.03.2023, Síða 20
Helgi Fannar
Sigurðsson
helgifannar@
frettabladid.is
Við eigum
að gera
kröfur á
íslenska
landsliðið í
komandi
leikjum,
sem og í
undan-
keppninni
allri.
Líklegt er
að leikur-
inn gegn
Bosníu
verði
sannkallað
stríð á
erfiðum
velli og því
dýrkeypt
að missa
menn eins
og Aron og
Sverri út
þar.
Það líður senn að stóra prófi
landsliðsþjálfarans Arnars
Þórs Viðarssonar. Á fimmtu-
dag hefur íslenska karla-
landsliðið leik í undankeppni
Evrópumótsins 2024 þegar
það heimsækir Bosníu og
Hersegóvínu í Zenica. Liðið er
nú komið saman til æfinga í
München.
helgifannar@frettabladid.is
Fótbolti Arnar Þór Viðarsson
hefur haft í nægu að snúast frá því
hann tók við sem þjálfari íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta í lok
árs 2020. Framan af voru margir af
lykilmönnum liðsins fjarverandi
af utanaðkomandi ástæðum. Nú
hefur Arnar hins vegar endurheimt
marga af lykilmönnum Íslands
frá gullaldarskeiðinu svokallaða.
Koma þeir inn í hóp spennandi
ungra leikmanna sem fengu kallið
í landsliðið skömmu eftir komu
Arnars og í ljósi alls þess sem gekk
á utan vallar. Það má því segja að
Arnar hafi aldrei verið með sterkari
íslenskan hóp í höndunum en nú
þegar líður að undankeppni EM
2024 í Þýskalandi.
Auk Íslands og Bosníu eru í
undanriðlinum Portúgal, Slóvakía,
Lúxemborg og Liechtenstein, en
Strákarnir okkar mæta einmitt
síðastnefnda liðinu á sunnudag í
öðrum leik sínum í undankeppn-
inni. Tvö efstu lið undanriðilsins
fara beint á EM í Þýskalandi og
því ljóst að íslenska liðið á góðan
möguleika á að komast þangað ef
allt er eðlilegt.
Eitt af því sem margir velta fyrir
sér í aðdraganda verkefnisins er
það hvernig Arnar kemur til með
að stilla upp byrjunarliði Íslands.
Vantar lykilmenn í Bosníu
Þó að hópur Arnars nú sé sterkur
hafa skörð verið höggvin í hann í
aðdraganda komandi leikja. Lands-
liðsfyrirliðinn Aron Einar Gunn-
arsson missir af leiknum gegn Bos-
níu þar sem hann er í banni. Sverrir
Ingi Ingason missir bæði af leikj-
unum á fimmtudag og sunnudag.
Líklegt er að leikurinn gegn Bos-
níu verði sannkallað stríð á erf-
iðum velli og því dýrkeypt að missa
menn eins og Aron og Sverri út þar.
Óvissa með vörn og miðju
Sem fyrr segir má búast við erf-
iðum leik í Bosníu þar sem baráttan
verður í fyrirrúmi. Líklegt er að
Arnar velji töluvert varnarsinnaðra
byrjunarlið þar en gegn Liechten-
stein á sunnudag.
Það verður áhugavert að sjá
hvernig landsliðsþjálfarinn stillir
upp vörn og miðju sinni í ljósi
fjarveru Sverris og Arons. Sverrir
er lykilmaður í hjarta varnarinn-
Hausverkur Arnars fyrir stóru stundina
skrifar frá Munchen
Arnar Þór
Viðarsson,
landsliðs-
þjálfari Íslands,
hefur að mörgu
að hyggja
fyrir fyrstu leiki
liðsins í undan-
keppni EM 2024.
fréttablaðið/
Getty
1
2
3
Þrjár mögulegar útgáfur af byrjunarliði Íslands gegn Bosníu
Rúnar Alex
Guðlaugur Victor - Daníel Leó - Hörður Björgvin - Davíð Kristján
Jóhann Berg - Aron Elís - Hákon Arnar
Arnór Sigurðsson - Alfreð Finnbogason - Jón Dagur
Rúnar Alex
Alfons Sampsted - Guðlaugur Victor - Hörður Björgvin - Daníel Leó
Jóhann Berg - Stefán Teitur - Hákon Arnar
Arnór Sigurðsson - Alfreð Finnbogason - Jón Dagur
Rúnar Alex
Alfons Sampsted - Daníel Leó - Hörður Björgvin - Davíð Kristján
Ísak Bergmann - Guðlaugur Victor - Hákon Arnar
Jóhann Berg - Alfreð Finnbogason - Jón Dagur
ar. Aron hefur einnig spilað þar
í undan förnum leikjum en er að
upplagi miðjumaður.
Guðlaugur Victor Pálsson gæti
leyst stöður Arons og Sverris. Frá
því að hann kom til DC United
í Bandaríkjunum síðasta sumar
hefur hann spilað sem miðjumað-
ur, miðvörður og hægri bakvörður,
en hann hefur töluvert spilað í
bakverðinum með íslenska lands-
liðinu. Það er nær hægt að full-
yrða að Guðlaugur Victor verður í
byrjunarliði Íslands í Bosníu. Það
verður hins vegar áhugavert að sjá
hvar Arnar mun stilla honum upp.
Hvað sóknarlínuna og markvarð-
arstöðuna varðar er einfaldara að
giska á hvaða leikmönnum Arnar
teflir fram. Það er þó aldrei hægt að
ganga að neinu vísu í þeim efnum.
Alfreð Finnbogason er snúinn aftur
í landsliðið og hefur verið að standa
sig vel með Lyngby. Það má búast
við því að hann leiði sóknarlínu
Íslands í Bosníu. n
Eins og fram kemur hér ofar á
íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu mikilvæga leiki fyrir hönd-
um í undankeppni Evrópumótsins
í Þýskalandi, sem fram fer á næsta
ári.
Það verður að segjast eins og er að
riðill Íslands er ákjósanlegur. Ísland
er í dauðafæri á að komast aftur á
stórmót. Landsliðsþjálfarinn, Arnar
Þór Viðarsson, og aðstoðarþjálfar-
inn Jóhannes Karl Guðjónsson hafa
heldur ekki farið leynt með það.
Portúgal mun án nokkurs vafa
hlaupa burt með þennan undan-
riðil en annað sætið gefur þátt-
tökurétt á EM og við ætlum okkur
að taka það. Landslið Slóvakíu
og Bosníu og Hersegóvínu fara
klárlega með sama hugarfar inn í
keppnina. Á okkar degi eigum við
hins vegar að geta haft betur gegn
þessum liðum.
Íslenska landsliðið nú er frábær-
lega samsett. Ungir leikmenn hafa
öðlast reynslu undanfarin ár eftir
að þeir komu inn í liðið á miklum
hraða og nokkrir af reynslumeiri
mönnunum eru komnir inn á ný.
Vissulega er sárt að vera án lykil-
mannanna Arons Einars Gunnars-
sonar og Sverris Inga Ingasonar í
fyrsta leik undanriðilsins gegn Bos-
níu. Þessi leikur hefði hentað þeim
báðum frábærlega. Þrátt fyrir það
ættum við að geta tef lt fram mjög
Gerum kröfur en leyfum spennandi landsliði að njóta vafans
Utan Vallar |
svo samkeppnishæfu byrjunarliði
þar ytra og freistað þess að ná í hag-
stæð úrslit.
Eftir viðureignina við Bosníu
ferðast íslenska liðið svo til Liech-
tenstein og mætir þar heima-
mönnum. Sá leikur á að vera algjört
formsatriði fyrir Strákana okkar að
klára og væri allt annað en sann-
færandi sigur þar vonbrigði.
Við eigum að gera kröfur á
íslenska landsliðið í komandi
leikjum, sem og í undankeppninni
allri. Kröfurnar koma til þar sem
leikmenn liðsins eru margir hverjir
að standa sig vel úti um allan heim
og liðið er vel samsett.
Við eigum líka að vera spennt
fyrir þessu landsliði, vera jákvæð í
garð þess og hvetja það til dáða.
Arnar Þór hefur átt erfitt upp-
dráttar frá því hann tók við sem
landsliðsþjálfari af ýmsum ástæð-
um. Margar voru þær vegna ein-
hvers sem hann hafði enga stjórn á.
Það hefur vissulega gengið brösug-
lega að vinna fótboltaleiki undan-
farið en nú er komið að stóra prófi
hans. Það eru komandi leikir og
undankeppni sem skipta máli.
Við vitum ekki hvernig fer í
komandi leikjum gegn Bosníu og
Liecht enstein eða hvernig liðið mun
spila. Þangað til annað kemur í ljós
skulum við hins vegar leyfa því að
njóta vafans. n
16 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 21. mARs 2023
þriÐJUDAGUr