Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.11.1981, Side 29
29
I
3
Videre op gennem Rádhusstræde krydser man Parallelvej med holde-
plads for bybussen - formet som et butikstorv. Der etableres ha-
stighedsdaanpning i belægningen, sáledes at fodgængere kan færdes
i sikkerhed. Pá skitsen ses trappe og rampeanlæg, som ferer frem
til Rádhustorvet. Rádhuset ses i baggrunden.
Gár man ind i Rádhuset og op pá den averste etage, kan man opleve
.udsigten mod bycenteret. I forgrunden ses trappe og ramp«anlæg
^ mellem Rádhustorvet*og Parallelvej, hvorfra man kan forrsætte
^ til Danmarksgade acUHadhusstræde. Bybussen holder og vgfHer pá,
at fodgamgere kryiiser Parallelvej.
l* . V*
Umræðutillaga að miðbæ í Frederikshavn
Einnig var það athyglisvert hve mikil og almenn samstaða virðist ríkja um
gildi þessara mála og hvað Danir byggja þar á gamalli menningarhefð.
Erindin sem flutt voru á ráðstefnunni og fleiri gögn liggja frammi á
Skipulagsstofunni fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mál frekar.
Hugmyndasamkeppni um skipulag i Sogamýri
Síðastliðið vor efndi Reykjavíkurborg til hugmyndasamkeppni um skipulag í
Sogamýri með það að markmiði að kanna byggingarmöguleika svæðisins. 1 aðal-
skipulagi frá 1965 er svæðið ætlað til útivistar. Ekki lá fyrir ákvörðun um
að breyta nýtingu þess, heldur var samkeppninni ætlað að "kveða nánar á um
mörk hugsanlegrar byggðar og húsagerð. Einnig að fá nokkuð glögga hugmynd um,
hvernig hugsanleg byggð kynni að falla að svipmóti borgarinnar séð frá hinni
gamalgrónu innkomuleið í Reykjavík/ Ártúnsbrekkunni".
1 hugmyndasamkeppninni, sem var opin almenningi til þátttöku, komu fram 20
tillögur flest allar frá arkitektum eða nemum í arkitektúr. Dómnefnd,
(Hrafnkell Thorlacius, arkitekt, formaður, Hilmar Ólafsson, arkitekt, Sigurður
Harðarson, arkitekt, Sturla Sighvatsson, arkitekt og Haukur Morthens, söngvari)
setti fram keppnislýsingu um eftirfarandi aðalatriði sem leggja bæri áherslu á
við mat úrlausna:
• • Heildaryfirbragð nýrrar byggðar og innra samræmi.
• • Lega nýrrar byggðar gagnvart umferðarskarkala.
• • Aðkoma að svæðinu og innra gatnakerfi.
• • Göngu og reiðhjólastígar um svæðið, umhverfi þeirra og
tenging við Laugardal og Elliðaardal.
• • Útivistarsvæði til almennra nota, mótun þeirra og lega gagnvart
umferðarskarkala og tengsl við aðliggjandi gönguleiðir.
• • Aðkoma að Steinahlíð og hvernig það svæði tengist byggð, göngu-
leiðum, og almennum útivistarsvæðum.
• • Hvernig tillit er tekið til stofnlagna á svæðinu.
• • Hvort tillagan felur í sér að mati nefndarinnar verulega mögu-
leika til frekari úrvinnslu.
Niðurstaða dómnefndar varð sú að fyrstu verðlaun hlaut tillaga eftir arki-
tektana Ormar Þór Guðmundsson og Örnólf Hall. í dómnefndaráliti segir m.a.
að markmið höfundar sé að ljúka við byggðina við Gnoðarvog og skapa byggð
borgarhúsa sem er í samræmi við núverandi byggð. Auk þess að leggja eftir sem