Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Page 16

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Page 16
ARKITEKTAFÉLAG ÍSLANDS 50 ÁRA „Byggingarlist og umhverfi“ Verkefni í grunnskólum landsins MARKMIÐ. Helstu markmið AÍ á afmcelisárinu eru: 'frœða almenning um gildi byggingarlistar og mikilvœgi hennar í daglegu llfi fólks *efla umrœðu um byggingarlist og tengsl hennar við náttúruna 'kynna störf arkitekta Með þessi markmið að leiðarljósi þótti mikilvœgt að ná til yngstu kynslóðarinnar sem er framtíðin í landinu. AÐDRAGANDI. Að beiðni Arkitektafélags íslands tók skólaþróunardeild Menntamálaráðuneytisins að sér að standa aðverkefniígrunnskólum landsins um byggingarlist og umhverfi, þ.e. manngert og náttúrlegt umhverfi. Akveðið var að leita til 4. bekkjar varðandi þátttöku, Fulltrúar Arkitektafélags íslands unnu drög að verkefnislýsingu í samráði við fulltrúa skólaþróunardeildar. Arkitektafélagið naut stuðnings Umhverfismálaráðs Reykjavíkur og lagði það m.a. til verðlaun. Verkefnið var í samkeppnisformi og var pað sent til skólanna í janúarbyrjun 1989 en skilafrestur var til 15. mars 1989. Öllum skólum í landinu var boðið að taka þátt í verkefninu. Dómnefnd skipuðu: Helga Bragadóttiy arkitekt FAÍ, Sigurður Einarsson arkitekt FAÍ,f.h. Arkitektafélagsíslands. ÞórirSigurðsson myndmenntakennari og Þorvaldur Örn Árnason náttúrufrœðikennari, f.h. skólaþróunardeildar. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkur, f.h. Umhverfismálaráðs Reykjavíkur. VERKEFNIÐ. Verkefnið byrjar á stuttum texta sem útskýrir hugtakið „arkitektúr" og því fylgja veggspjöld til skýringa og innblásturs. Verkefnið fjallar um „byggingarlist og umhverfi". Markmið: Megintilgangur verkefnisins er að fá þátttakendur til að skynja, skilja og gagnrýna umhverfi sitt með því m.a. *að gera þá meðvitaða og gagnrýna á umhverfi sitt ‘að skynja tengsl milli manngerðs og náttúrulegs umhverfis ‘að lcera að bera virðingu fyrir umhverfi sínu í borg og I sveit *að gera þeim Ijóst að þeir eru hluti af stœrra samhengi ‘að vekja forvitni þeirra og fá þá til að spyrja, „af hverju"? *að höfða til allra skynfœra, að hlusta, skoða, preifa og lykta *að efla sköpunargleði og skilning þeirra *að velta fyrir sér áhrifum veðurfars á umhverfi, umhverfismótun og notkunarmöguleika umhverfisins Framkvœmd: Verkefnið er tilvalið samstarfsverkefni ýmissa námsgreina, s.s. myndmennta-, samfélags-, náttúrufrceði- og íþróttakennslu. Dœmi um vinnuferil: 1. að upplifa umhverfið við að fara I gönguferð/hreyfa sig í því, þreifa á því, lykta, skoða 2. skrásetja, mœla, Ijósmynda, teikna, gera líkan, skrifa 3. skilgreina umhverfið, hvað er gott/slœmt, af hverju? rœða um það, skrifa um það 4. niðurstöður, hvað er hœgt að gera til úrbóta? 5. úrlausn, sem send er inn Mikilvœgt er að rœða verkefnið í hópum strax í byrjun þannig að sem flest sjónarmið og hugmyndir komi fram varðandi verkefnið. Síðan er hœgt að vinna verkefnin á ýmsan hátt sem einstakl- ingsverkefni eða hópverkefni. Áhersla skal lögð á að ekki er œtlast til að nota arkitektateikn- ingar sem bakgrunn verkefnisins heldur að öll vinna sé framkvœmd á þann hátt sem börnum er eðlilegur. Nemendur geri eigin gagnagrunn af völdu verkefni, t.d. skólalóð, útfrá eigin athugunum við að mœla með málbandi, eða skrefa út, þreifa, lykta, Ijósmynda, teikna og /eða gera módel. Dœmi um verkefni: Skólaumhverfið - skólastofan - skólalóðin -sameiginleg rými úti/inni - skólaleiðin. Ennfremur eru settar fram spurningar/ hugleiðingar kennurum tii aðstoðar. Flestir völdu skólalóðina sem verkefni. Hana sjá allir og nota, er þvl nœrtœkt að byrja á henni. Verkefnin eru margvísleg og mjög athyglisverð, hvert á sinn hátt o_g mjög erfitt að gera upp á milli þeirra. Út úr þeim má lesa hugmyndaauðgi nemenda og það hve mikilvœgu hlutverki kennarar gegna til að virkja nemendur og 14 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.