Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 18

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 18
A GRASI GROINNI HÆÐ ORKUSPARNAÐUR OG UMHVERFIS- VINGJARNLEGAR BYGGINGAR JÓNS KRISTINSSONAR ARKITEKTS Á undanförnum áratugum hafa margir íslenskir arkitektar ekki fundið sér starfsvettvang á íslandi, en kosið þess í stað að hasla sér völl erlendis. Einn af þeim er Jón Kristinsson, en hann hefur rekið arkitektastofu með 16 samstarfsmönnum í Hollandi á þriðja áratug, Jón er fœddur í Reykjavík í maí 1936 og innritaðist árið 1956 í nám í húsagerðarlist við Tœkniháskólann í Delft í Hollandi. Að námi loknu kenndi hann um skeið byggingareðtisfrœði við sama háskóla. Mikið verk liggur eftir Jón Kristinsson og þá félaga sem ekki eru tök á að gera full skil að sinni. Hér á þessum blöðum gefur aðeins að líta nokkur af verkum Jóns. Teiknistofa Jóns í Deventer, þar sem hann vinnur með 16 samstarfsmönnum, er þekkt fyrir brautryðjandastarf á sviði orkusparnaðar og umhverfis- vingjarnlegra bygginga, þar sem sérstök áhersla er lögð á eðlisfrœði við hönnun þeirra. Fyrir þetta brautryðjandastarf hlaut hann „Gullna örninn",menn- ingar- og vísindaverðlaun fyrir brautryðjendastarf í orkusparnaði I byggingum í Hollandi og nýtingu sólarorku í sama skyni. Auk þessa hefur hann einkaleyfi á sérstakri aðferð við árstíðabundna varma- geymslu í jarðvegi; sólarhitunar- kerfi og gjörnýtingu afgangs- varma til upphitunar húsa. Allt eru þetta atriði sem við hér á íslandi œttum að láta okkur miklu varða. i húsum sem hann hannaði fyrir nokkrum árum í Schiedam var það sett að markmiði að þessi hús þyrftu sem minnsta orku til upphitunar. Á þessu sviði hefur Jón unnið mikið verk, en einnig hefur hann unnið talsvert við að breyta gömlum byggingum, t.d. skólum og opinberum bygging- um þannig að þœr eyði minni orku og verði hagkvœmari I rekstri. t . -Hjúpur Jarðar- oðH hlutanna: loft, UÓS. '4 vafmi. geislun, raki (ósýnilegt umhverfí) /v 'A co<£Vrrii°<, ,7. JJ - ÁmP* ' lú}/ -■ i; i ' / < I /m 4 AHt mannanna verk- tœknlmenning: smálfverur (mikro organismD plóntur dýr (grœnt hverfD />-attt jarðbundlð- dauðlr hlutin vatn jórð steinn hráefni málmar brennsluefni (grátt umhverfi) 16 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.