Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 29

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 29
í fyrsta lagi myndi slík kennsla vera stuðningur við arkitektastéttina og „akademíska” umræðu um umhverfi okkar, verksvið og stöðu í samfélaginu. I öðru lagi myndi slík kennsla auka skilning og þekkingu arkitektanna sjálfra á því samfélagi sem þeir lifa og starfa í og þar með auka möguleika þeirra á því að hafa áhrif á samfélagið sem aftur gæti leitt til betri bygginga og umhverfis bæði listrænt, tæknilega og til notkunar. I þriðja lagi myndu aukast möguleikar á vísindastörfum á þessu sviði. í fjórða lagi gæti kennsla leitttil aukins skilnings og þekkingar hjá þjóðinni á þeim menningararfi, sem fyrir er í landinu á þessu sviði. í fimmtalagi myndi skólastofnun auðveldaþaðaðsérþekking, sem nú þegar hefur byggst upp hér á landi, m.a. hjá hinum ýmsu arkitektum, t.d. á sviði efnismeðferðar og ýmissa tækni- legra úrlausna, bærist áfram og nýttist þeim sem yngri eru og óreyndari. Þá er átt sérstaklega við úrlausnir, sem byggjast á því að leysa verkefni út frá þeim sérstöku aðstæðum sem hér eru t.d. hvað snertir úrkomu, vind, hitasveiflur, jarðskjálfta o.s.frv. í sjötta lagi verður að huga að því að á komandi árum getur orðið æ erfiðara að komast inn á erlenda arkitektaskóla vegna þeirra takmarkana, sem óðum er verið að setja á upptöku útlendinga inn á skólana. Ef litið er á þau atriði, sem mæla gegn arkitektakennslu hér á landi, koma eftirfarandi atriði upp í hugann: Fyrst og fremst er um að ræða hættuna sem stafar af því hversu fá við erum og einangruð og gæti leitt til þess að kennslan stæðist ekki samanburð viðerlenda skóla. Beint samstarf við viðurkennda skóla á þessu sviði ætti að geta komið í veg fyrir þetta atriði. Þá þarf einnig að huga að kostnaði. Þó virðist það atriði ekki vera mjög óaðgengilegt, þegar betur er að gáð og kostnaður af skólahaldi hér borinn saman við núverandi fyrirkomulag þar sem menn verða að fara upp á von og óvon til annarra landa til náms. Þegar bomir eru saman kostir og gallar þá er ekki vafi á því að kostimir eru mun þyngri á metunum en ókostimir. Að vísu skal viðurkennt að það er mjög þroskandi og mikilvægt fyrir arkitekta að hleypa heimdraganum og kynnast hinum stóra heimi, kynnast löndum og þjóðum. Slíkt er reyndar öllum hollt. Skóli á Islandi á sviði byggingarlistar myndi að sjálfsögðu ekki útiloka arkitekta frá því að ferðast og fræðast erlendis. Hins vegar má benda á, að það er mikill skaði fyrir íslenskt samfélag að missa úr landi allt ungt fólk, sem hefur hug á að nema byggingarlist, á sama tíma og aðrir hópar, t.d. þeir sem hyggja á iðn- og tækninám, verkfræðinám o.s.frv., geta fengið sína menntun hér heima og mótað umræðuna meðal jafnaldra sinna, án íhlutunar arkitektanemanna. Þeir kynnast því ekki okkar sjónarmiðum á þessu mikilvæga mótunarskeiði. Ef litið er á hvert íslenskir arkitektar hafa sótt menntun sína á undanfömum áratugum kemur í ljós að þeir hafa numið í 14 þjóðlöndum. Nú síðari árin hafa flestir íslenskir arkitektar numið í Danmörku. Nú er talið að fjöldi íslenskra arkitekta sé um225,þar af starfa25erlendis.Þaðferekkihjáþvíaðþessi geysilega breidd í menntun hefur leitt til þess að við höfum á ■■■■■■■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ■ vissan hátt þurft að kynnast þegar heim var komið og leitast við að samræma viðhorfin. Þetta atriði ásamt vanþekkingu á aðstæðum hefur að mínu mati oft á tíðum veikt samstöðu stéttarinnar og leitt til þess að við höfum ekki náð eins góðri fótfestu í íslensku samfélagi og æskilegt hefði verið bæði fyrir okkur sjálf og eins fyrir samfélagið sjálft. Námsárið 1987- 1988 sóttu 113 námsmenn um námslán til Lánasjóðs íslenskra námsmanna vegna náms í arkitektúr, þar af fékk 101 lán. I áliti því, sem nefndin, sem fyrr um getur, skilaði til ráðherra í desember 1988, er gengið út frá því að þörf sé fyrir 3% fjölgun og 3.3% endumýjunarhlutfall í stéttinni árlega á næstu árum. Þetta þýðir að fjöldi þeirra, sem leggja stund á bygging- arlistina gæti verið um 100-110 á ári eða svipuð tala og nú er í námi. I stuttu máli var nefndin sammála um eftirfarandi tillögur: í fyrsta lagi, að hafin verði kennsla sem fyrst í byggingarlist á Islandi. Skipulagt verði þriggja ára fyrrihlutanám og miðað við allt að 20 nemendur í hverjum árgangi. Iöðru lagi, að kennslan verði skipulögð sem sjálfstæðeining í tengslum við sjónlistarkennslu á háskólastigi. I þriðja lagi, að leitað verði eftir beinu samstarfi við erlenda skóla um seinnihlutanám fyrir íslenska nemendur í bygging- arlist. Alitinu var sem fyrr segir skilað til menntamálaráðherra í desember 1988. Þaðan fór það beint til nefndar, sem vinnur að mótun tillagna um listaháskóla. Umræða um málið hefur haldið áfram í röðum okkar arkitekta. M.a. lýsti stjómarfundur norrænu arkitektafélaganna, sem hér var haldinn í júní mánuði s.l. stuðningi við niðurstöður nefndarinnar. Lýstu menn sig reiðubúna til samstarfs um málið m.a. á sviði nemenda- og kennaraskipta. A sama fundi var einnig samþykkt að vinna í sameiningu að samnorrænni eftirmenntun arkitekta í þeim tilgangi m.a. að styrkja menningarsamstarf landanna. Akveðið var að snúa sér til Norðurlandaráðs með þetta erindi. Þávar íjúll s.l. haldinn hér á landi fundur fulltrúa arkitekta, sem hafa með höndum kennslu á þessu sviði bæði í Evrópu og í USA. Þeir lýstu einnig yfir stuðningi við þetta mál og undirstrikuðu í sínum málflutningi nauðsyn á íslenskri menntastofnun á þessu sviði, sem m.a. gæti styrkt okkar sjálfsvitund en einnig verið traustur grunnur að mörgum öðrum störfum á sviði umhverfismótunar og hvati að nýrri iðnframleiðslu byggðri á innlendum efnivið. Að mínu mati er mikilvægt að þessu máli verði fylgt eftir. Slíkur skóli þarf mikinn undirbúning sem vel þarf að vanda til. Ef litið er til þess að íbúðarhús ásamt byggingum og mannvirkjum hins opinbera nema um helmingi árlegrar fjármunamyndunar þjóðarinnar, þá er óskiljanlegt að ekki skuli fyrir löngu vera kominn hér á laggimar arkitektaskóli. Aðstöðuleysi íslenskra arkitekta á þessu sviði er þjóðinni dýrkeypt. Við getum ekki haldið áfram á þeirri braut sem við erum nú á, að vanmeta mikilvægi öflugrar og samstiga arkitektastéttar, sem almennt hefur hug á því að takast með ábyrgum hætti á við íslenskt umhverfi og samfélag. Arkitektaskóli verður að koma hér, ef við ætlum að teljast menningarþjóð. ■ Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.