Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 30

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 30
Nýbygging á lóð Háskóla íslands, tekin í notkun 1988. Arkitekt, Ormar Þór Guðmundsson. Al-verktaki istak ht. ALÚTBOÐ- ALVERKTAKA Almennur inngangur: Alútboð er að verða einhvers konar tískuorð, eitthvert töfrahugtak, sem leysa á allan vanda við byggingar- framkvœmdir. Það er engu líkara en að þorri manna trúi því, að þegar mannvirkjaframkvœmdir séu boðnar út samkvœmt alútboði, fái þeir ekki aðeins ódýrari - heldur betri lausnir. Það er staðreynd að fleiri og fleiri verkkaupar, sérstakiega sveitarfélög, virðast telja þetta fýsilegan kost við mannvirkjaframkvœmdir. Samtímis telja margir arkitektar og ráðgjafaverkfrœðingar að fullrar aðgátar sé þörf. Alverktaka er vel þekkt fyrirbrigði í íslenskum byggingariðnaði. Einkum þegar einstakir byggingarmeistarar eða verktakafélög láta hanna og byggja atvinnuhúsnœði og/eða íbúðarhúsnœði (einkum fjölbýlishús), sem síðan er selt á markaði. Byggin- garmeistararnir eru í þessu tilfelli bœði verkkaupar og verktakar. Þeir semja sjálfir forsögn hönnunar, ákvarða gœði og kröfur um efnisval og ráða svo hönnuð til pess að útfœra nauðsynlegar teikningar, Verktakarnir sjá síðan sjálfir um framkvœmd verksins. AI(verktöku)útboð eru hins vegar tiltölulega nýtt fyrirbœri I 28 íslenskri mannvirkjagerð. Nokkur sveitarfélög hafa valið þessa leið við mannvirkjaframkvœmdir á seinni árum og alútboðum virðist fjölga. Reykjavíkurborg reið á vaðið og hefur haft þennan hátt á í nokkrum tilfellum. Verkefnin hafa einskorðast við skólahúsnœði og dagvistarheimili. Hafnarfjarðarbœr fór að dœmi Reykjavíkur við framkvœmd nýs dagvistarheimilis, við framkvœmd íþróttahúss FH á Kaplakrika og nú nýverið við fyrirhugaðar framkvœmdir við nýjan grunnskóla á Hvaleyrar- holti. Þá var sami háttur hafður á við útboð Tœknigarða á vegum m.a. Háskóla íslands. Ég hef sem arkitekt átt þátt í tilboðsgerð vegna nokkurra alútboða og hef, að fenginni reynslu, miklar efasemdir um ágœti þeirra. Grein þessari er œtlað að skýra muninn á alútboðum og hefðbundnum útboðum, auk þess að gera grein fyrir minni reynslu og sjónarmiðum, varðandi tilhögun alútboða. Fyrst er rétt að gera grein fyrir nokkrum grundvallar-hugtökum. Skv ÍST 30 er framkvœmd mannvirkjagerðar í megindráttum skipt í þrjá flokka: 1. Hliðar- eða fagverktaka, þar sem sjálfstœður verktaki vinnur ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.