Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Page 34

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Page 34
BORGARLEIKHUSIÐ Höfundar: Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt FAÍ Ólafur Sigurðsson arkitekt FAÍ Þorsteinn Gunnarsson arkitekt FAÍ og leikari Bygging og nú opnun Borgarleikhússins í Reykjavík er vissulega einn hinn allra merkasti atburðuríbyggingarlist okkaríslendinga. Þó að við séum búin að lifa með byggingunni um allmörg ór sem hluta af borgarumhverfinu, fer ekki hjá þv! að nú beinast augu okkar að henni í ríkari mceli, og þá einkum vegna þess að nú fáum við að skyggnast inn fyrir dyr og kynnast húsinu sem umgjörð um einn veigamikinn þátt í lífi okkar, leiklistina. Vel á annan áratug höfum við fylgst með byggingu þessa húss, séð þaðtaka á sig form. Veltfyrirokkuráhrifum þessá umhverfið, borgar- útlitið. Velt fyrir okkur útgeislun hússins og ásýnd sem musteris listar, í þessu samhengi rifjast upp, að margt er nú öðruvísi en þegar iínur voru lagðar um útlit og gerð Borg-arleikhússins. Skipulagið, sem menn héldu að byggt yrði eftir, var síðar lagt til hliðar. í raun hefur skipulag húsa umhverfis Borgarleikhúsið verið að breytast allt fram á þennan dag. Flér má líklega finna ástœður þess að staðsetning leikhússins gengur einhvern veginn ekki nœgilega vel upp. M.a.falla nálœgverslunarhúsekkivelað leikhúsbyggin- gunni. Þauerubœðiofstórogof nálœg. Aukþessvirðistfrágan- gur þeirra ekki munu verða af þeim gœðum sem samboðin eru granna Borgarleikhússins. Þá vakna einnig spurningar um fyrirhuguð opin svœði austan hússins og tengsl þeirra við innganga þess. En snúum okkur nú að húsinu sjálfu. Um það leyti, sem hönnun þess var að fara af stað, spruttu upp umrœður meðal leikra og lœrðra um það hvers konar leikhússkyldi byggja. Leikfélagsfólkið virtist hafa á hreinu hvert stefna skyldi. Ég hef ekki spurt höfunda Borgarleikhússins hvert hafi verið þeirra grundvallarviðhorf við hönnunarvinnuna. En eftir að hafa skoðað húsið hátt og lágt finnst mér það hafa verið þetta: Að skapa af smekkvísi hófsamt, en traust og tœknilega fullkomið Borgarleikhús. Þetta var áreiðanlega sameiginlegt markmið leikhúsfólksins sjálfs, stjórnar leikhússins, arkitektanna og annarra hönnuða. Ella hefði ekki tekist svo vel, sem raun ber vitni, að láta þessi viðhorf endur- sþeglast í nœr allri gerð þess bœði að utan og innan. Leyfilegt er að spyrja, hvort þessi markmið hafi að öllu leyti verið réttmœt. Ég tel að leikhúsfólkið og arkitektarnir hafi sett sér réft markmið. Leikfélag Reykjavíkur erí hugum okkar borgarbúa lítill hópur metnaðarfulls leikhúsfólks, sem vill þjóna lista gyðjunni og okkur. Og þannig á það að vera áfram. ímyndin er lítið leikhús. Þakhjálmurinn og ytra mót hússins, þar sem hvergi eru mjög langar línur eða hliðar, þjónar vel þessari ímynd. Að mínu áliti hefur tekist að láta húsið sýnast verulega minna en það raun- verulega er. Litaval utanhúss er ef til vill óþarflega dauft, sem einkum rœðst af þakinu. Val ólitaðs máimþaks úr sérstakri álblöndu, sem telja verður nœr algerlega viðhaldsfrítt, er hagkvœmt og rökrétt, en gefur tilefni til hressara litavals á veggjum. í heild erform hússins! góðu jafnvœgi, þó sérstœtt og eftirminnilegt. Þegar inn kemur blasir við látlaus, rúmgóður forsalur, allhár til lofts, í gráum tónum en með sterkum litaáherslum. Allar hurðir í húsinu eru í sterkum bláum eða grœnum litum. Inngangar í áhorfendasali eru þannig sérstaklega litmerktir. Forsalurinn hefur þó yfir sér fremur sþartanskan blœ, en allt er vel vaiið og fyrir komið. T. d. eru fatahengin, sem oft eru til lýta í leikhúsum, hér fallega leyst og þœgileg í notkun. Lýsing í forsal vekur spurnin- gar, enda mun hún ekki komin í endanlegt form. Inn í stóra áhorfendasalinn má ganga frá báðum hliðum og frá palli eða svölum ! forsal. Þegar inn kemur blasa við bláar, bogamyndaðar, nokkuð brattar scetaraðir ! einni samfellu. Umgjörðin er í látlausum grágrcenum tón, en í loftinu eru glitrandi 32 ARKITEKTÚR OG SKIPULAG

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.