Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 39

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Qupperneq 39
HUSIÐ ER GLUGGI ÉG veit ekki hvort nokkur hugsuður hefur sagt að húsið, sem maðurinn reisir sér, sé gluggi að innri byggð hans. Ég œtla að hœtta á að svo sé ekki og setja það á mitt nafn. Af öllum þeim listaverkum, sem maðurinn gerir, er húsið það eina sem hann getur lifað í, bceði andlega og tíkamlega. Það er hœgt að lifa og hrcerast andlega 1 Ijóði eða tónlist, en engum hefur tekist ennþá til að mynda að elda, horfa á sjónvarp, sofa eða eignast fjölskyldu í Ijóði eða tónverki. Aftur á móti er algengt að fólk geri þetta í þeirri höggmynd sem húsið er. Þegar vel tekst til við gerð húss er tiltölulega auðvelt að sjá í því allar hinar listgreinarnar, auk þess sem það er nytjahlutur, sem ekki verður án komist nema maður vilji hverfa aftur í hella og holur jarðar. HÚS ERU EKKIBARA SKJÓL Hús eiga að vera alhliða uppfylling óskanna, en geta samt tekið endalaust við nýjum. Menn og hús eru fylling og tœming hvort annars. Þau eru hvort tveggja í senn, felustaður og útsýnisturn. Þau byrgja fyrirsól og birtu, um leið og þau hleypa hvorutveggja inn. Hús er hœgt að opna, og það er jafn auðvelt að loka þeim, ef dyrnar eru í lagi. Það er hœgt að anda í húsum og kafna í þeim líka. En það sem gerir húsin yndislegust eru giuggarnir. Gluggarnir eru það dularfyllsta á húsinu. Þeir eru eins konar veggur, en um leið andstœða veggjarins. Vegna þeirra finnst manni að hann sé úti i náttúrunni þótt hann sé inni. LANG DULARFYLLSTER SAMT GLERIÐ Ef komið er inn í hús í smíðum, en það vantar gierið í gluggana, er miklu kaldara í því en úti. Þetta finnur maður enn betur í yfirgefnu húsi, ef allar rúður eru brotnar. Og það er alltaf meira rok eða súgur inni en úti, meiri hráslagi og einhver uggur. Um leið og glerið er komið í gluggana breytist allt: húsið fœr kynlegt líf, þótt það sé autt. Osjálfrátt fer maður að skynja nálœgð einhverra manna, sem eru þar ekki. Herpingur kemur í augun, óró í fœturna. Það er engu líkara en öll fortíðin og framtíðin liggi í leyni í andrúmsloftinu. SVONA ERU HÚSIN Ógnvœnlegust voru timþurhúsin, þegar þurffi að taka glugga úr, til að koma líkkistu út eftir húskveðju. Húsið oþnaðist í ólýsanlegri sorg. Það grét hvítu aflöngu tári. Inni íþví, í rökkrinu, voru hlutirnir á hillum og kommóðum, algerlega tilfinningarlausir og hrœrðust ekki þótt hinn látni hefði umgengist þá í einn mannsaldur en vœri nú að fara fyrir fullt og allt og mundi aldrei snerta þá framar. Um stund grét húsið einum mannsaldri út um gap í stað giugga. Þegar glugginn var kominn aftur í og glerið, sást ekki lengur nein sorg á húsinu. Það var hlutlaust á grunninum. SVONA ERU HÚSIN Nú eru gluggar ekki teknir úr húsum ef einhver sem hefur þúið í þeim deyr. Dyr eru orðnar svo stórar að inn um þœr kœmust fílar, hvað þá líkkistur. En um leið eru þau ekki kvödd. Húskveðjur ARKITEKTÚR OG SKIPULAG þekkjast ekki lengur. Það þarf enginn að kveðja fínu, stóru, uþþhituðu húsin. $á sem útrýmir sorginni býr að einhverju ieyti á andlegum víðdvangþHann á sér ekkert hús íraun og veru. Að kveðja hvern hlut er helgiáthöfn. En þótt hús séu orðin svo hversdagslegur hlutur hjá okkur íslendingum, að við kveðjum þau ekki um leið og lífið með vissri þakkargjörð, þá er eitt gott við nútímahúsin: STORU GLUGGARNIR Glerið er eins og eðli okkar: uþþhafið, stökkt, gœtt gagnsœjum felum, þrá eftir því óáþreifanlega í efninu, og iöngun eftir takmarkalausu útsýni, þrátt fyrir þröngsýnina sem við þúum við kannski í andanum. Enginn eða fáir hafa lýst íslenskum nútímagluggum jafn vel, með hliðsjón af sínum innra manni, og sœnska skáldið, Tomas Tranströmer, í þessu Ijóði: íslenskt fárviðri Enginn jarðskjálfti heldur himinhrina. Turner hefði getað málað þetta, samtvinnað. Einmana hanskiþýturframhjá í hvelli, langt frá hendi sinni. Ég verð að rnjaka mér á móti vindi að húsinu hinum megin við grundina. Ég baksa í fárviðrinu. Ég er sem gegnumlýstur, beinagrindin leggur inn lausnarbeiðni sína. Skelfingin vex meðan ég slaga, ég ferst, ég sekk og drukkna á þurru landi! En hvað allt er þungt sem ég verð skyndilega að dröslast með, hvað það er erfitt fyrir fiðrildi að vera með pramma ítogi! Loksins er náð fram. Við dyrnar er síðasta glíman. Oginn erkomið. Innernúkomið. Á þak við stóru glerrúðuna. Enhvað glerið er undarleg og stórfengleg uppgötvun - það að vera nœstum laus við barning... Uti þýtur sœgur af gegnsœjum spretthlaupurum í tröllslíki yfir hraunsléttuna. En ég baksa ekki lengur. Ég sit á bak við glerið, kyrr, mín eigin andlitsmynd. Allir íslendingar kannast viö ámóta baks móti storminum. Við könnumst viö þann mikla létti þegar komið er úr honum inn I hús. Eftir að í hlýjuna er komið horfir hinn veðurbarði út um gluggann á sviðsverk himins og jarðar, hreyft af vindi. Um leið sést kyrrlát andlitsmynd manns sjálfs í skuggsjá rúðunnar og kannski eitthvað lengra: innímannseiginleynd. Til þess þarf enginn að þekkja stríðið við útidyrnar og hurðina í Norrœna húsinu, þar sem alltaf er strekkingur. Því miður er þar inni stöðugt meiri kurteis skandinavísk deyfð. En það eru ekki öll hús hér á landi jafn fögur í útliti og Norrœna húsið. Ætli það yrði ekki anda íslenskra lista eitthvað til þóta, og strekkingurinn minni við horn lífsins, ef arkitektúr þeirra tvinnaðist þetur saman í samleiknum: Maður, hús og andi? ■ Guðbergur Bergsson 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.