Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Blaðsíða 43
Jón Haraldsson
arkitekt lést hinn 28. maí síðastliðinn
Hann fœddist í Reykjavík 17. október driö 1930, sonur hjónanna
Haralds Björnssonar leikara og konu hans, Júlíönu Friðriksdóttur
hjúkrunarkonu. Hann lauk stúdentsprófi frd Menntaskólanum í
Reykjavík áriðl950og prófiítannlœkningumfrá Háskólaíslands
áriö 1956.
Að pví loknu hélt hann til náms í því fagi, sem hugur hans hafði
lengst af staðið til, húsagerðarlist, við Tœkniháskólann 1 Þránd-
heimi, og lauk þaðan prófi árið 1960. Eftir það var hann við nám
og störf í skipulagsfrceðum í Finnlandi í eitt ár, vann á teiknistofu
Haldor Gunnlaugsson og Jörn Nielsen í Kaupmannahöfn 1961-
1962, en hélt síðan heim til íslands og rak eigin teiknistofu í
Reykjavík frá árinu 1962.
Á tœplega þrjátíu ára starfsferli teiknaði Jón Haraldsson fjölda
bygginga, bœði á höfuðborgarsvceðinu og úti á landi. Má
þar m.a, nefna: Félagsheimili stúdenta við Hringþraut,
Krýsuvíkurskólann, skrifstofu- og verslunarhús Smith og Norland
hf. í Reykjavík og kirkju í Stykkishólmi, auk heilsugœslustöðva,
félagsheimila, embcettisbústaða og fjölda annarra bygginga,
t.d. mörg mjög athyglisverð einbýlishús, en slík verkefni eru oft
mun meira krefjandi en þau sem stcerri eru að rúmmáli.
Byggingar hans bera allar mjög sterkt persónulegt svipmót, og
skera sig úr vegna ákveðinnar og sterkrar formuppbyggingar,
sem oft minnir ekki síður á höggmynda- en húsagerðarlist.
Myndirnar af kirkjunni 1 Stykkishólmi sýna þetta vel. Oft er
heildarformið fyrst mótað í leir, hinn hefðbundna tjáningarmiðil
myndhöggvara, eftir
grófu rissi, en síðan
útfcert nánar í pappa
eða balsa, jafnhliða
þvi, sem teiknivinna fer
fram.
Jón vann einnig að
ýmsum skipulagsverk-
efnum, m.a. við skipu-
lag miðbcejar Hafnar-
fjarðar, en hann fékk
fyrstu verðlaun 1
samkeppni um það
verkefni árið 1962, auk
skipulags Dalvíkur og
íbúðarbyggða á Sel-
tjarnarnesi og við Meist-
aravelli í Reykjavík. Hann var vel máli farinn og ritfcer, en það
kom sér oft vel, ef verja þurfti heiður og hag húsagerðar-
listarinnar, er honum ofbauð niðurlceging hennar í landi
bókmenntanna, landi þar sem unnt er að fara gegnum öil
skólastig, allt frá barnaskóla upp í háskóla, án þess að heyra
nokkurn tíma minnst á arkitektúr, landi þar sem það er jafnvel
talin dyggð, sem verðlauna þurfi sérstaklega, að koma próflaus
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
41