Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 53

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Síða 53
GARÐAR AÐ VETRI Það skýtur kannski skökku við að fara að skrifa um garða að vetrarlagi. Ef við hugsum um garða nú sér maður fyrir sér grænar grundir og gróinn völl og fer ósjálfrátt að leiða hugann að næsta sumri. Vettvangur þessara skrifa er ekki garðurinn að sumarlagi heldur garðurinn nú í dag, á miðjum vetri. Hvemig lítum við á garðinn og umhverfi okkar í tieild að vetri til? Svæðiídvala, ánlífs. Kannski á fyrsta augnabliki. Viðerum vönþví að tímabilið frá september fram í apríl sé tímabil sem við gefum garðinum lítinn gaum, annað en að við lítum út um gluggann og hugsum með okkur hvað það sé hráslagalegt úti. Það efast þó enginn um það að garðurinn hefur margar hliðar jafnvel á vetuma. Frosnar greinar eftir dimma vetramótt sem að morgni þiðna upp og ljóma í vetrarsólinni, eða vetramótt í heiðskíru veðri og fullt tungl, skuggaspil greina á frosinni grund. Ég ætla þó ekki að gleyma gráköldum hverdagsleikanum með 6 vindstigum að norðan og 8 stiga frosti en málið er að fá tilfinninguna og upplifa umhverfið... í GARÐINUM ALLT ÁRIÐ Gerum við okkur grein fyrir því að þegar garðurinn er skipulagður þá emm við alltaf að hugsa um hvemig við ætlum að nota hann í sumar, til sólbaða, hvemig sprettan verði o.s.frv. En það kostar lítið að leiða hugann að því hvemig hann kemur okkur betur að notum allt árið. Hvað varðar umfjöllun um garða þá getum við lesið okkur til um þá víða í greinarskrifum allt frá því að laukamir fara að stinga upp kollinum að vori fram að því að síðasta laufblað er fallið til jarðar, en u.þ.b. 6 mánuðir þar á milli era sem lokuð bók. Það er samt ekki auðvelt að skipuleggja garð með þetta í huga. Við höfum ekki úr svo miklu að spila miðað við úrval iðgrænna sumarplantna. Því ber að vinna úr því sem við höfum og hugsa til þess að það þarf ekki svo mikið til í öllum tilfellum. ARKITEKTUR OG SKIPULAG Gróðurinn og þá sérstaklega tré og runnar era meginuppistaðan í þessu samhengi. Þegar við veljum tré og ranna í garðinn er það sérstaklega sumarútlitið sem við lítum til. Runnamuran (Petentilla fruticosa) blómstrar allt sumarið. Geisla- sópurinn (Cytisus decumbens) skartar sínu fegursta um vorið. Fáir hugsa um það hvemig útlit gróðursins er á vetuma. Mörg tré og rannar hafa útlit sem er sérstakt og ættum við að notfæra okkur það meira en við geram. Sumar tegundir hafa meira skraut- gildi en aðrar, má þar nefna vaxtarlag eða vaxtarform, en einmitt vaxtarlag og bygging trjáa og ranna sést mun betur á vetuma þegar laufblöðin hylja ekki greinar. Litur stofna og greina og áferð eru mjög mismunandi eftir tegundum og aldri, allt frá vanalegum brúnum og gráum tónum í rauða og græna tóna. Tré og rannar bera oft ávexti sem standa langt fram eftir vetri, eða hafa laufblöð sem detta ekki af fyrr en ný spretta fram að vori. Þá hefur ekki verið minnst á þær fjölmörgu tegundir barrtrjáa sem oft eru meginuppistaða í vetrarskrúða garðsins. AÐKOMAN MIKILVÆG Huga þarf vandlega að staðsetningu trjáa og ranna í garðinum. Á vetuma getur snjór takmarkað svo umferð okkar, að einungis vissar gönguleiðir eru opnar, s.s. aðkoman að bflskúr, að innganginum og að sorpinu. Þetta eru því þau svæði sem við förum mest um. Einnig þarf að huga að því hvaða svæði það era sem við sjáum best frá gluggum hússins og út í garðinn. Þetta eru einmitt svæðin þar sem gera á ráð fyrir meiri fjölbreytni í plöntuvali og leggja áherslu á vetrarútlitið. Aðkomugarðinn sjá allir, bæði við sem föram þar um daglega en einnig nágrannar og gestir. Er hægt að gera eitthvað til að bæta þar um? Við getum hugsað um þann stað sem er mest áberandi þegar við komum að húsinu eða förum frá húsinu. Hvemig væri að koma fyrir aðkomutré við innganginn og gróðursetja fjallafura sem undirgróður eða koparreyni við póstkassann? VETURINN ER LANGUR OG DIMMUR. VIÐ BÍÐUM SUMARS MEÐ SÓL OG BIRTU EN ÞEGAR BETUR ER AÐ GÁÐ NJÓTUM VIÐ EKKI VETURSINS Á VISSAN HÁTT? LJÓS í SKAMMDEGINU í skammdeginu er það oft svo að farið er að heiman í myrkri og komið heim í myrkri. Þetta gefur svo sannarlega tilefni til þess að við ættum að vinna meir að garðlýsingu en við gerum. Það er nauðsynlegt að lýsa upp aðkomuna að húsinu en einnig má ná fram skemmtilegu skugga- og ljósaspili með því að koma fyrir lýsingu víðar við aðkomuna, t.d. innan um rannaþyrpingu. Lýsing ígarðinum á réttum áherslustöðum getur haft þauáhrif að litið er frá glugga innandyra virðist rýmið eitt. Gæta verður þó að ofhlaða garðinn ekki með lýsingu, því ekki er ætlunin að eyða fegurð myrkursins. ■■■■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ■ HEITT VATN Sérstaða okkar með heitt vatn hefur komið æ sterkar að notum og eru flestar innkeyrslur sem nú era gerðar á hitaveitusvæðum með snjóbræðslukerfi. Hvað varðar garða að vetrarlagi þá býður heitt vatn upp á marga möguleika aðra en þá að hita upp stéttir. Möguleikamir liggja í upphitun jarðvegs til þess að lengja vaxtartíma gróðurs en þetta hefur ekki verið mikið athugað með skrautgróður. Heitt vatn má hafa í tjöm sem opin er allt árið, að ekki sé talað um heita potta og laugar, er nú orðið algengt. Allt þetta má nota við að auka fjölbreytni og nýtingu garðsins á vetuma. Auðvitað má fjalla frekar um notkun garðsins til vetrarleikja, eða hvemig við aukum líf í garðinum með því t.d. að gefa fuglum að vetri til. Utlitið eða fagurfræðin hafa verið vettvangurinn að þessu sinni enda gegnir hún því hlutverki að vera rammi um myndina. ■ Pétur Jónsson 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.