Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 77

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1989, Side 77
Tillaga þeirra Margrétar og Steve tekur til tveggja húsa og umhverfis þeirra, sem þau kalla hús Satúrnusar - minna húsið - og hús Delíu - stœrra húsið. Satúrnus, sem var guð landbúnaðar og rœktunar meðal Rómverja, er tákn fyrir fallvaltleikann, vöxt og þroska og síðan hrörnun, en Delía, sem er gyðja ungdómsins, orkunnar og heilbrigðisins og ekki síst skírlífisins, er svo tákn samtímans. Aðalbyggingin, hús Delíu, er íbúðarhús fjölskyldunnar og hefur meginstefnu norðvestur-suðaustur. Grunnflötur hússins er um 100 m2. Haeðir eru tvœr og kjallari að auki um 80 m2 og er þar af þílgeymsla um 40 m2. Kjallarinn er steinsteyptur en hceðirnar tvœr eru límtrérammar með þjálkagólfi milli hœða og klœddar timbri að utan, Þakið er tyrft með efni af lóðinni. Hús Satúrnusar snýr mœni í rétta norður-suður stefnu. Það stend- ur hcerra en aðalbyggingin og grunnflatarmál er um 25 m2. Þar er fyrirhugað gestarými en einnig bókasafn og afdrep frá skarkala aðalbyggingarinnar. Hús Satúrnusar er með veggjum úr léttsteypueiningum og ytra byrðið er sagaður rauður sand- steinn. Þakvirki og milligólf er borið uppi af sýnilegum eikarbjálkum en blý er á þaki. Frá garðinum við suðurmörk lóðarinnar liggur um 20 m langur stígur eða brú framhjá gestahúsinu að aðalbyggingunni. Þar tekur á móti gestum guðinn Janus, eða öllu heldur líkneski hans, en hann var frœgur fyrir dyravörslu meðal Rómverja til forna. Á meðfylgjandi uppdráttum af verðlaunatillögu þeirra Mar- grétar Harðardóttur og Steve Christer getur að líta nánar hugmyndir þeirra en hér hefur verið lýst. Um miðjan janúar 1990 verður opnuð í Frankfurt sýning á öllum tillögunum og verður sýningin í Galerie "z.B" Sýningin mun síðan ferðast til annarra borga í Þýskalandi og e.t.v. víðar. Vegna sýningarinnar verður gefin út tvítyngd (þýsk/ensk) sýningarskrá með öllum tillögunum og verður vœntanlega hið athyglisverðasta rit. Til að gefa örlítinn forsmekk birfum við hér verðlaunatillögu Studio Granda og jafnframt getur hér að sjá hugmyndir sem heilla alþjóðlegar dómnefndir. ■ ARKITEKTÚR OG SKIPULAG 75

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.