AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 35
VAXANDI KYNSLOÐIR OG ISLENSKAR BYGGINGAR Bréf til íslenskra hönnuða og framleiðenda innréttinga. EFTIR ÞÓR SIGFÚSSON HAGFRÆÐING Fyrir nokkru kom fram í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu að íslendingar væru að meðaltali nokkru hærri en aðrir Evrópubúar. Þá kom fram að íslendingar eru enn að stækka. Þó svo Islendingar séu hærri að meðaltali en aðrar Evrópuþjóðir virðist sem í hönnun íslenskra bygginga sé ekki tekið fullt tillit til þessarar sérstöðu okkar. Ekki áþað síst við um nýjar opinberar byggingar sem gegna eiga hlutverkisínuímargaáratugi. Kostnaðarsamar breytingar þurfa að eiga sér stað á þessum húsakynnum innan fárra áratuga til að mæta breyttri meðalhæð íslendinga. I þessu sambandi má nefna opinberar byggingar eins og Flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar sem hæð frá þröskuldi, ef hann er til staðar, upp að lægsta punkti á hurðargati er ca. 196-198 sentimetrar. Agætar undantekningar eru á þessu í opin- berum byggingum eins og Arnarhváli sem reistur var fyrir stríð en því miður eru of mörg dæmi um hið gagnstæða. Ekki vil ég fullyrða að hönnuðir eða framleiðendur innréttinga séu undir meðallagi í vexti og þess vegna séu t.d. hurðir í ýmsum byggingum hérlendis þetta lágar. Astæðuna má án efa rekja til þess að t.d. margar hurðir eru innfluttar frá ríkjum þar sem meðalhæð fólks er minni og því lægri staðlar. Þá má líka kenna um seinvirkni í þróun byggingarstaðla. Þó svo reikna megi með að einungis 2-3% Islendinga, aðallega karlmenn, eigi við þetta vandamál að stríða er ljóst að vandinn eykst eftir því sem árin líða. Hér verður að eiga sér stað breyting þannig að hávaxnasta þjóð heims refsi ekki „útvörðum“ sínum með því að láta þá þurfa að beygja sig undir hurðarkarma í opinberum byggingum. Enda þótt við Islendingar sjáum ekki fram á verulegan vöxt í efnahagslífinu á næstu árum er engin ástæða fyrir okkur að teikna byggingar og innréttingar okkar eins og öll þjóðin samanstandi af lítilmennum á nýrri öld. Það veldur bæði óþægindum og skaða fyrir hávaxið fólk um leið og breytingar á byggingum til að mæta þörfum „vaxandi“ kynslóða geta verið mjög kostnaðarsamar. Eg hvet þá sem málið varða að koma þessum málum í farsælla horf. ■ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.