AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 75

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 75
Ekki er sama hvar sorphaugum er valinn staður. Gœta skal að áður en ráðist er í framkvœmdir á hálendinu. ráðast í gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið. Skipulags- °g byggingarlagafrumvarpið hafði verið sent út til umsagnar og er nú búið að vinna úr athugasemdum við það og semja ný drög sem að öllum líkindum verða lögð fyrir þingið í vetur. Það er nægilegt að líta á fyrstu grein frumvarpsins um markmið laganna til að átta sig á því að hér er á ferðinni mál sem nánast engum er óviðkomandi. Það hefur líka sýnt sig að þótt unnið hafi verið að því síðan árið 1986 að endurskoða skipulags- og byggingarlög og mörg frumvörp samin hefur ekki enn tekist að fá þau samþykkt á Alþingi. Það er rétt að taka fram að um frumvarp er að ræða en ekki lög en markmiðsákvæðin hljóða svo: ■ að þróun byggðar og landnotkunar á landinu verði í samræmi við vandaðar, faglegar áætlanir, sem hafi efna- hagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi. ■ að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúrufars og menningar- verðmæta og koma í veg fyrir mengun og umhverfisspjöll. ■ að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og bygg- ingarmála þannig að lögmætur réttur einstaklinga verði ekki fyrir borð borinn, þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi. ■ að tryggja vandaðan, faglegan undirbúning mannvirkja- gerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi, endingu, útlitsfegurð og hagkvæmni bygginga og annarra mannvirkja sé fullnægt. Þetta þarf allt að fara saman ef við ætl um að búa okkur það umhverfi sem við getum skilað komandi kynslóðum kinnroðalaust. Þegar við gerð lands-, svæðis-, aðal- og deiliskipulags- áætlanaþarf að metaumhverfisáhrif. Þannig þarf í greinar- gerð með skipulagsáætlun að koma fram hvaða kostir voru skoðaðir varðandi staðarval fyrir m.a. sorpurðun, verksmiðjur, vegi og háspennulínur, samanburður á ólíkum kostum með tilliti til umhverfisáhrifa og rök fyrir því hvers vegna sú tillaga sem auglýst er til staðfestingar var valin fremur öðrum. Mat á umhverfisáhrifum fer þannig fram á öllum stigum skipulagsgerðar og gerir það að verkum að þegar nálgast fullnaðarhönnun framkvæmdar er í raun búið að svara fjölda þeirra spurninga sem vakna, hagsmunaaðilar og allur almenningur veit við hverju mátti búast og undirbúningur endanlegrar ákvörðunar verður markvissari og óþarft verður að ráðast í veigamiklar grunnrannsóknir sem engu máli skipta. Þótt lögin um mat á umhverfisáhrifum hafi þegar tekið gildi koma þau ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. maí 1994 þar sem í þeim er bráðabirgðaákvæði sem segir að framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 séu ekki háðar mati samkvæmt lögunum. Þær framkvæmdir sem samkvæmt lögunum verða háðar mati á umhverfisáhrifum eftir 1. maí 1994 eru: 1. Vatnsorkuvirkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira eða vatnsmiðlanir þar sem meira en 3 km2 lands fara undir vatn vegna stíflumannvirkja og/eða breytinga á árfarvegi. 2. Jarðvarmavirkjanir með varmaafl 25 MW eða meira að hráorku eða 10 MW uppsett afl eða meira og önnur varmaorkuver með 10 MW uppsett afl eða meira. 3. Lagningháspennulínameð33KV spennueðahærri. 4. Efnistökustaðir (malarnám) á landi 50.000 m2 eða stærri að flatarmáli eða þar sem fyrirhuguð efnistaka er meiri en 150.000 m3. 5. Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn utan byggða. 6. Förgunarstöðvar fyrir eitraðan og hættulegan úrgang og almennar sorpey ðingarstöðvar þar sem skipuleg förgun eða urðun á sorpi og úrgangi fer fram. 7. V erksmiðj ur þar sem fram fer frum- eða endurbræðsla á steypujárni, stáli og áli. 8. Efnaverksmiðjur. 9. Lagning nýrra vega, járnbrauta og flugvalla. 10. Hafnir þar sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt. Til viðbótar þessum lista er sérstakur viðauki með lögunum samkvæmt tilskipun EB. Framkvæmdir sem þar eru taldar upp eru m.a. háðar mati á umhverfisáhrifum ef niðurstöður gátlista benda eindregið til þess að áhrif verði neikvæð og óafturkallanleg. Leiki vafi á því hvort þörf sé á mati á 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.