AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 33

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 33
Hönnun: Guðrún Margrét og Oddgeir. Framl. Brúnás innréttingar. Hönnun: David Wild. SKIPULAG OG ÚTLIT Samvera fólks á heimilinu er oft og tíðum styttri nú en áður. Þá stuttu stund sem allir eru heima vilja þeir gjarnan hafa félagsskap hver af öðrum og er því opna eldhúsið með rúmgóðri borðstofu orðið vinsæl lausn. Margir eru orðnir fráhverfir hefðbundnum eldhús- innréttingum og vilja ekki að þær myndi einhæfa og ópersónulega heild. Fleiri vilja hlýlegt og óformlegt umhverfi, mikið er lagt upp úr gæðum innréttinga og áhersla lögð á vinnuhagræði og að nýta rýmið sem best. Framleiðendur eldhúsinnréttinga hafa verið fremur íhaldssamir hvað varðar skipulag og útlit eldhúsa. Þetta er þó að breytast og við sjáum aukna fjölbreytni í útfærslum innréttinga. Reynt er að höfða til ólíkra hópa fólks með mismunandi línum innréttinga, klassískra, rómantískra, stflhreinna o.s.f. Meiri áhugi er á náttúrlegum efnum: steinn, viður, stál, gler, sem oft eru notuð á nýjan hátt með mismunandi áferðum og meðhöndlun. Þessum ólíku efnum og áferðum er nú mikið blandað saman í innréttingar á frjálslegri hátt en áður og ýmislegt gert til að ná fram andstæðum. I framtíðinni mun meiri áhersla verða lögð á að laga eldhúsið að ólíkum lífsstíl fólks sem margt virðist sækja til fortíðar. Allavega virðist sú framtíðarsýn sem menn höfðu fyrir nokkrum áratugum, að um aldamót yrði næring öll í pilluformi, ekki ætla að rætast. ■ Hönnun: Guðrún Margrét og Oddgeir. Framl. Brúnás innréttingar. 31

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.