AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 69
í vaxandi samkeppni er nauðsynlegt að koma ferskum
fiski þangað sem besta verðið fœst fyrir hann eins fljótt
og frekast er unnt. Sú samskiptatœkni, sem Fang hf. og
samstarfsaðilar þess erlendis eru að þróa, gœti reynst
okkur mjög mikilvœg.
Tækjabúnaðurinn um borð samanstendur af loftneti á þaki
fiskiskips á stærð við kaffikönnu, sendi/móttökutæki í
stýrishúsi á stærð við stórt bílútvarp ásamt prentara. Hægt
er að tengja tölvu við sendi/móttakarann um borð til
gagnkvæmra samskipta. Samskiptakostnaður gegnum
Inmarsat C er hlutfallslega ódýr og er greitt fyrir gagna-
magn.
Fjarskipti gegnum Inmarsat C geta verið milli skips og
lands eða milli tveggja skipa. I báðum tilfellum fara
samskiptin gegnum LES, þar sem skipið sendir gögn frá
MES gegnum Inmarsat C hnött til LES. Ef móttakandi er
í landi sendir LES gögnin gegnum telex eða gagnanet
almenna símakerfisins til móttakanda. Sé móttakandinn
annað skip magnar LES sendinguna og sendir aftur til
MES viðtakanda í öðru skipi. Sendandi úr landi sendir
gögn til LES gegnum almenna símakerfið sem magnar
skeytið til viðkomandi skips eða skipa. Hægt er að senda
hópskeyti til margra skipa samtímis. Hvað gagnaleynd
varðar er kerfið mjög öruggt og má líkja við telex hvað það
varðar.
NÝTT ALÞJÓÐLEGT SLYSAVARNARKERFI, GMDDS
Hinn 1. febrúar 1992 tók gildi nýtt alþjóðlegt slysavama-
kerfi skammstafað GMDDS (Global Maritime Distress
and Safety System). Það byggir mjög á sjálfvirkni og
nýtingu Inmarsat gervihnatta fy rir hröð og örugg samskipti.
Nýja kerfið tekur við af eldra kerfi frá 1974, skammstafað
SOLAS (Intemational Convention for the Safety of Life at
Sea) sem byggði aðallega á Mors- loftskeytum á 500 Mhz
fyrir stærri skip og MF og VHF fyrir minni skip. Eldra
kerfið byggði á því að önnur skip væru í grennd vegna
skammdrægni senditækjanna og þar með að nauðsyn var
á stöðugri loftskeytavakt um borð. Þar sem nýja kerfið
byggir mjög á nýtingu Inmarsat má búast við að flest
úthafsskip verði búin Inmarsat C tækjum af öryggis-
ástæðum. Bara af þessum ástæðum má búast við hraðri
útbreiðslu Inmarsat C í úthafsskip, sem þá getur einnig
nýst til annarra nota. Fyrir liggur hjá íslenska sam-
gönguráðuneytinu tillaga að nýrri reglugerð tilbúinni til
samþykktar sem byggir á GMDDS. Þar er meðal annars
gert ráð fyrir sjálfvirkri tilkynningaskyldu um 3000
íslenskra skipa sem krefst mörg hundruð milljóna króna
fjárfestinga í nýjum samskiptabúnaði um borð, hvort sem
byggðar verða strandstöðvar fyrir minni skip eða ekki.
INMARSAT C TIL LANDHELGISGÆSLU
Mikill áhugi er nú á því hjá fiskveiðiyfirvöldum margra
ríkja að nýta Inmarsat C kerfið til að auka eftirlit með
veiðiskipum ílandhelgi og utan hennar. Upphaf samskipta
eigenda Fangs hf. og Inmarsat má rekja til áætlana Sjávar-
útvegsdeildar EB DGXIV að taka upp eftirlit með allt að
35.000 veiðiskipum bandalagsins með nýtingu Inmarsat
C kerfisins. Ikjölfarið leitaði Inmarsateftirsamstarfsaðila
við gerð hugbúnaðar til að nota við landhelgisgæslu sem
auk þess væri viðskiptahugbúnaður sem nýttist sjávarútvegi
til samskipta gegnum Inmarsat C kerfið. Frá því Inmarsat
C kerfið var tekið í almenna notkun um áramótin 1991-2
hafa tugir annarra nkja íhugað nýtingu Inmarsat C kerfisins
til að fylgjast með veiðiskipum í sinni landhelgi og sínum
veiðiskipum utan landhelgi. Þar má telja auk EB- landanna
Grænland, Japan, USA, Taiwan, Ástralíu, Nýja- Sjáland,
Papúa Nýju Guineu; Forum FA, Chile, Argentínu, Thai-
land og Iran og eru sífellt ný lönd að bætast í hópinn.
Samkvæmt áætlunum Inmarsat er gert ráð fyrir að um
75.000 fiskiskip verði búin Inmarsat C búnaði vegna
fiskveiðieftirlits um aldamót.
Á síðasta ári hóf Fang hf. hönnun á Marstar staðsetningar-
og samskiptakerfi sem í fyrstu er ætlað til landhelgisgæslu,
en einnig gæti nýst útgerðum til samskipta og eftirlits með
sínum fiskiskipum. Kerfið er unnið samkvæmt sam-
starfssamningi við höfuðstöðvar Inmarsat í London sem
styrkir gerð kerfisins. í staðinn fær Inmarsat að nota kerfið
í kynningum og tilraunaverkefnum víða um heim og var
Marstar FTS kerfið reynt í fyrsta sinn í Chile haustið 1992
til tilraunaeftirlits með 10 veiðiskipumþar. Meðfylgjandi
skjámynd úr kerfinu er frá því verkefni. Frá því í júní á
þessu ári hafa áströlsk fiskveiðiyfirvöld haft kerfið í
notkun og eru nú um 20 skip tengd við kerfið þar. Er
áætlað að kerfið nái þar til 600 skipa fullbúið. Nokkur
önnur ríki hafa óskað eftir að hefja tilraunir með kerfið eða
kaupa það. Auk þess er Fang hf. nú í viðræðum við
framleiðendur MES búnaðar og eigendur jarðstöðva um
að fá að taka kerfið til sölumeðferðar með sínum búnaði og
þjónustu. Stór útgerðarfélög í Asíu hafa einnig sýnt áhuga
á að taka upp kerfið til samskipta og eftirlits með sínum
veiðiskipum.
67