AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 40
 Útlitsteikning af húsi móður sjálfsmorðingjans. A einni hliðinni er gægjugat, hurð á annarri. Þakið er gert af lóðréttum þríhyrndum kubbum, oddhvössum með smá- opum á endanum. (Honum þótti gaman að sjá ljósgeislana dansa um veggi og gólf.) Dyrnar eru innsiglaðar með rafsuðu. HUGMYND Sjálfsmorð í lifanda lífi var hann heillaður af Cézanne. Hann hélt því fram að bændunum hefði yfirsést mikilvægir grundvallar- eiginleikar hjá Cézanne. Hann hafði á tilfinningunni að Cézanne óskaði ekki eftir snertingu. Sjálfsmorðinginn gat meira að segja vel ímyndað sér að Cézanne, þegar hann var einsamall, væri í hvítum hönskum, sem væru hnepptir á innanverðum úlnliðnum. Hann vissi að Cézanne vann með frumhvatir: morð, nauðganir, sifjaspell, ótta, sýnir, nautnasýki, sjálfsmorð, kynlíf og hinar þöglu ógnir náttúrunnar. Sj álfsmorðinginn hafði rannsakað verk Ingers ýtarlega og var fær um að sjá samband milli Cézannes og Ingers. Það vakti athygli hans, að allar mannsmyndir Ingers voru með hendur sem líktust klóm. Mannsmyndir með klær sem minntu á skjaldbökuklær. Landslagsmyndir Cézannes voru hjúpaðar ótta, sérstaklega landslagið með klettum og furutrjám. Skógar Cézannes voru fullir af yfirnáttúrlegum töfrum og göldrum. Honum fannst myndin af Cézanne og Pissaro vera án fjarlægðar. Ennþá skildi hann ekki kyrralífsmyndirnar. Þær vöktu hjá honum undrun. Honum fannst eins og þær fengju tímann til að stöðvast. Þær voru án lífs og tíma. Ávaxtaskálarnar komu úrútskornum glerskápum, þar sem hillurnar voru klæddar útsaumi. Hangandi tjöld voru sótt í lokuð þurrkherbergi þar sem kistur látinna ættingja sugu í sig sólarhitann og dagsljósið. Hnífar voru áberandi í kyrralífsmyndunum, einnig lokaðar eldhússkúffur. Ávextirnir vom hjúpaðir mjúkum mosa. Hann velti vöngum yfir geggjun Cézannes, tómleika og fjarrænu. En það sem olli mestumóttavaróbreytileiki myndannaaf Cézanne 40 ára og af Cézanne 67 ára. Hann fann ekkert samhengi og komst að þeirri niðurstöðu að það væri eitthvað yfirnáttúrlegt við þær. í viðbót við þennan „opinbera“ texta, skrifaði John Hejduk á vinnuskitsu af Hús sjálfsmorðingja: „Málmflísar af meðvitund". Setninguna má lesa sem ímynd þess nístandi sársauka, sem þeir sem eru háðir tímanum hljóta að bera í brjósti til þeirra sem eru óháðir honum. Þegar John Hejduk talarumHúsi sjálfsmorðingja, vísarhann til eigin áhuga á Cézanne og tekur fram, að verkið sé undir áhrifum af þeim áhuga, að hugmyndin að verkinu sé sótt í samnefnt málverk eftir Cézanne. Málverk Cézannes lýsir ekki landfræðilegri staðsetningu, heldur „frystu“ eilífu andartaki og verk Hejduks brúar bilið yfir í þrívíddina; frá málverki til arkitektúrs. Hin óendanlega sekúnda, þar sem sjálfsmorðinginn skilur við lífið og „frystir“ það (kyrralíf; Iffleysi), yfirgefur og stöðvar tímann (tímaleysi), er í málverki Cézannes og verki Hejduks fest í tíma. Hús móður sjálfsmorðingja varð til vegna ákveðins atburðar. Þegar Tékkóslóvakía, eftir innrás Sovétmanna 1968, var aftur um það bil að gleymast á alþjóðlegum vettvangi, ákvað 19 ára gamall tékkneskur stúdent, Jan Palach, að brenna sig til bana - sjálfsmorð sem, ef skilið er milli „atburðar“ og „hetjudáðar", tilheyrirþví síðara. Með orðum Antoine de Saint-Exupérrys: „Sumir geta sætt sig við að deyja fyrir alla aðra, svo framarlega sem dauði þeirra er ekki tilgangslaus“. En það er hann aldrei, því aðrir þroskast, fá skýrari hugsun og víðari sjóndeildarhring. Sjálfsmorð Jans Palachs brennir sig inn í vitund alls heimsins og verður alþjóðlegt tákn fyrir þær hörmungar sem gengu yfir tékknesku þjóðina og tákn þjóðarinnar um baráttuhug og sjálfstæðisvilja. Undir áhrifum af dauða Jans Palachs orti ljóðskáldið David Shapiro: 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.