AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 64
En ekki má gleyma tilhneigingu arkitekta til að koma sér
í umfjöllunarnefndir um byggingarmál, þ.e. byggingar-
nefnd og skipulagsnefnd, því ýmsir húsbyggjendur töldu
að vænlegra væri að eiga samskipti við arkitekta í þeirri
stöðu. Þessi árátta arkitekta er enn í fullum gangi, en leiðin
í nefndir liggur í gegnum flokkana. Þetta kerfi náði þeirri
fullkomnun einu sinni að af tveim eigendum einnar stofu
sat annar í skipulagsnefnd og hinn í byggingarnefnd. En
segja mátti að þá þætti ýmsum nóg um útsjónarsemina."
Var arkitektafélag starfandi á þessum tíma?
„Húsameistarafélag Islands var starfandi, nafni þess var
síðar breytt í Arkitektafélag Islands. Það er fróðlegt að
skoða nafnbreytinguna, því hún segir manni svolítið um
aðlögun erlendrar þekkingar okkar að íslenskum stað-
háttum. Eg og fleiri ungir menn sóttum nafnbreytinguna
fast, svo komið yrði í veg fyrir að menn væru að rugla
saman húsameisturum og húsasmíðameisturum, eins og
nokkuð barááþeim tíma. Sigurðurheitinn Guðmundsson
benti okkur á að orðið „arkitekt“ gæti ekki verið til sem
karlkynsorð í íslensku máli. Orðið yrði annaðhvort að
vera arkitektur eða arkitekti, og bætti við að sennilega væri
betra að hafa það arkitekti því það beygðist eins og asni.
Sigurður gat verið ansi napur. Frændur vorir Færeyingar
hafa lagað sig að reglum málsins og segja „arkitektur",
Finnar hafa einnig lagað sig að eigin málkerfi með sitt
arkkitehti. Viðhorfið hefur oft sagt til sín í annarri meðferð
byggingarmála.
En félagsandinn var góður og menn rnættu vel á fundi.
Þeir voru ekki alltaf að spekulera í því hvað þeir gætu haft
gott af félaginu.1'
Ertu ósáttur við félagsandann í Arkitektafélaginu?
„Ég tel að það hafi verið óþurftarspor sem stigið var þegar
farið var að skipta félaginu upp í launþega og vinnu-
veitendur, enda sýndi það sig að forvígismenn skiptingar-
innar voru fljótir að gufa upp úr röðum verkalýðsins."
Nú veit ég að þú fylgist injög vel með því sem er að
gerast í faginu. Hvað finnst þér um stöðu arkitekta og
íslenskan arkitektúr í dag?
„Ég fylgist því miður ekki nógu vel með, það er að segja
hver gerir hvað. Hitt má segja að mér er mjög vel ljós
niðurlæging fagsins í dag og umkomuleysi arkitekta. Það
er dapurlegt að sjá hvemig nokkrar verkfræðistofur hafa
lagt undir sig vissa þætti verksviðs okkar. Á ég þar við
þessa sjálfskipuðu byggingastjóra sem hafa mjög haft sig
í frammi án sýnilegra hagsbóta fyrir byggingarnar eða
pyngju byggjandans. Hins vegar má benda á vissa fylgni
milli umsvifa þeirra og hærri byggingarkostnaðar. Þeir
geta þá kannski skákað því fyrir sig að um hafi verið að
ræða mjög flókin og tímafrek mannvirki.
En í öllum þeim byggingaathöfnum sem hér eru í gangi
verður maður lítið var við að arkitektar hafi eitthvað til
Miðbœjarmarkaðurinn, útsýni frá Ingólfstorgi.
Silfurteigur 4, Rvk. Hannes Kr. Davíðsson. 1946.
málanna að leggja, samfélaginu og byggingarlistinni til
hagsbóta.“
Finnst þér að arkitektar fái of litlu að ráða um mótun
umhverfis?
„Því er vandsvarað en sennilega er almenna reglan sú að
þeir heimta mest ráðin sem óhæfastir eru og er stjórnendum
rnikill vandi á höndum í þeim efnum.
Hér skal ég segja þér frá hvernig umhverfi getur þróast í
höndum arkitekta. Það var fyrir 1950 að Einar heitinn
Sveinsson bæjararkitekt var með tillögu um garðgötu
sunnan fráTjöm og norður í Hafnarstræti. Breiða parkgötu
er skyldimarkast við Aðalstræti aðvestan. Landsímahúsið
var af hendi Guðjóns Samúelssonar hugsað og teiknað við
þá parkgötu, allt til Kirkjustrætis. Þetta „projekt“ Einars
kallaði á niðurrif gömlu timburhúsanna við Aðalstræti og
þar með Gildaskálans, sem þá hét. Lóðarhafi sneri sér til
eins af nefndararkitektum bæjarins og kom á framfæri því
viðhorfi að parkstræti hlyti eðlilega að fylgja „pavillion"
62