AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Blaðsíða 60
ERU HUSAGERÐ OG LANDSLAG ÓSÆTTANLEG í MANNLEGU SAMFÉLAGI? Með tilkomu vélvæðingarinnar höfum við sagt náttúrunni stríð á hendur og erum þar með í sífelldri togstreitu. HALLDÓRA ARNAR LISTFRÆÐINGUR Iþessari grein, sem frekarmætti nefnahugleiðingu, þá berst hugurinn milli stríðandi strauma. Það er að segja strauma sem tengjast náttúrunni og húsagerð. Hvaða tengsl eru og geta verið milli bygginga og náttúrlegra forma og efnis hér uppi á Fróni? Geta og eiga arkitektar okkar þjóðfélags að leiða hugann að formum náttúrunnar og túlka þau í mótun byggingar- efnisins? Nú á tímum rísa sífellt fleiri hús og byggingar sem ekki viðurkenna tilvist umhverfis síns. Hvorki hvað varðar form né efnisval - grá steinsteypan hefur verið ráðandi byggingarefni þó oft sé hún máluð, timburhúsum fer fækkandi þó á tímabili væri nokkuð byggt úr því efni, bárujárnið er ekki heldur náttúrleg afurð þó aðlaðandi sé í samspili við veðrabrigðin. Ef litið er aðeins lengra en út fyrir bæjarmörkin og yfir til fjalla, kemur í ljós að gnótt er af ýmiss konar steinefnum og sandtegundum sem henta vel til húsagerðar. Þessi steinefni auka blæbrigðamun og auðga umhverfið með lit sem tónar við náttúruna. Jarðlitir mynda jafnvægi sín á milli í tónavali sem ber sig einstaklega vel hér á landi ef veðráttan er höfð í huga. Veturnir eru kaldir og snjóalög mikil. Af því leiðir að mest ber á hvítum lit meirihluta ársins. Það veldur því að litir á húsum eru nauðsynlegir til þess að gera þau áberandi. En áferð skiptir einnig máli. Hún skerpir augað með því að mynda fjölbreytileika og spila saman andstæðum. Vissulega á náttúran stóran sess í huga þess fólks sem býr í þessu harðbýla landi. Hún er svo nálæg manninum og áhrif hennar verða sterkari með veðrum og vindum. Annars vegar eru yfirþyrmandi fjöll og hins vegar víðlendi og hrjóstrugt landslag hálendisins. Fjöllin faðma fólkið að sér og veita því vernd og skjól frá því sem óvitað er og ekki vænst. Þó eru ummæli þessi ekki einhlít. Fjöllin verka á mannfólkið hvort tveggja í senn vemdandi og þrúgandi. Hvað býr að baki fjallanna og hver býr inni í þeim? Tröll og forynjur og/eða álfar og huldufólk sem hafa áhrif á hlutskipti manna. Fjöllin hafa oft þau áhrif að manninum finnst hann verði að vinna á þeim og vera þeim yfirsterkari. En þessi tilfinning á ekki einungis við um tilfinningar mannsins til fjallanna. Ár og aðrir vatnsfarvegir hafa einnig mótandi áhrif á náttúruna og endurspeglast í mannshuganum. Vatnið mótar dali og sprungur, hengiflug í gervi fossa og ólgandi hreyfingu. Vatnið er uppspretta lífsins og viðheldur hringrás þess sem lifandi er. Náttúran sér fyrir sínum á nauðsynlegan hátt, engu er ofaukið eða vanrækt. Hún leyfir oft afkvæmum sínum að leika lausum hala í uppvexti sínum en grípur þó í taumana þegar þörf þykir og viðheldur aðhaldi. Þegar fjallað er um húsagerð er um allavega þrjá grunn- hagsmunahópa að ræða. Það er í fyrsta lagi alþýða manna eða þjóðfélagið í heild, í öðru lagi arkitektar og að lokum stjórnmálavitringar. Skipting þessara hópa getur síðan leiðst út í það óendanlega. Hvaða hagsmuna þurfa þessir hópar að gæta á sviði arkitektúrs? Hver er hugsjón þeirra og von? Eða eru þær ekki lengur til í núverandi efnahags- og einstaklingsbundna þjóðfélagi? Beinist meðvitaður vilji manna ef til vill til afla náttúrunnar? Að falla henni í geð og bindast henni faðmlögum eða á hinn bóginn að storka henni eins og fjöllunum og spyrna gegn fastheldni hennar og takast á við þjóðfélagslegar hugsjónir og hugleiða tilgang arkitektúrs? Er ef til vill hvorug leiðin farin og hentistefna látin ráða ferðinni? Allar þessar spurningar eiga nauðsynlegan rétt á sér við uppbyggingu, ekki aðeins byggða á efnahagslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, heldureinnig á spumingunni, hvers konar menning byggi þetta land. Hér ætla ég þó ekki að fara út í aðrar listgreinar en einbeita mér að húsagerð. Ástæðan er sú að hvar sem við erum, inni eða úti, í borg eða bæ og jafnvel úti í sveit þá verðum við ætíð vör við hið byggða form. í hugum margra, sérstaklega almennings, markast gildi húsagerðar af því hvaða tákn og stöðu hún býr yfir - tákn valds og virðingar eins og þinghúsið eða nýja ráðhúsið. Þessar byggingar eru mjög ólíkar í formi og lögun enda reistar af mismunandi arkitektum og á mjög ólíkum tímum. Þó má segja að þær séu báðar einfaldar að útlitsgerð. I því framhaldi vakna upp spurningar. Hvert sækja arkitektar hugmyndir sínar og hverju vilja þeir koma á framfæri til notenda sinna? Eins og fram hefur komið höfðar náttúran til margra. Engin húsagerð er þó meiri félagi hennar en gamli torfbærinn og burstirnar sem einkenna hann. Form þeirra, og ekki aðeins byggingarefni, ber vitni um tengsl torfbæjarins við náttúruna. Burstimar eru mótaðar bæði af hvössum fjöllum og árfarveginum sem gerir skorur í fjöllin og myndar dalina. Má því að nokkru leyti segja að frumbýli okkar hér á Islandi hafi verið háð náttúrunni og veðurfari þar sem burstirnar tóku 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.