AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 46
HUGLEIÐINGAR UM GÆÐAKERFI OG REGLUNARTÆKNI ÁRNI GEIRSSON VERKFRÆÐINGUR Á RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er í hópi margra fyrirtækja sem vinna þessa dagana að undirbúningi fyrir faggildingu á ýmsum þáttum starfseminnar. Við sem störfum hjá stofnuninni höfum því undanfarið tekið þátt í umfangs- mikilli vinnu við gæðahandbækur og fleira sem nauðsynlegt er til undirbúnings. Hverri deild hefur m.a. verið falið að setja sjálfri sér gæðastefnu og móta kerfi sem leiðréttir frávik frá stefnunni. A tæknideild starfa aðallega verk- fræðingar og þegar rætt var á deildinni hvernig að skyldi farið komu fljótlega upp vangaveltur um verkfræðilegar hliðar verkefnisins. Niðurstaðan varð sú að gæðakerfið væri eins konar reglunarkerfi, þ.e. því væri ætlað að halda föstum gefnum eiginleikum sem eru annars dýnamískir eða breytilegir (samanber t.d. termóstat). Því var ákveðið að kanna nánar hvað læra mætti af samsvörun við hefðbundin reglunarkerfi og niðurstaða þeirra vangaveltna er kynnt hér í von um að einhver sem er í sömu sporum og við sjái vandamálið frá nýju sjónarhomi. I. ÁSTANDSSTÆRÐIR OG MÆLINGAR Fyrsta skref við greiningu dýnamískra kerfa er að ákveða hverjar ástandsstærðir kerfisins eru. Astandsstærðir lýsa á einhlítan hátt ástandi hins dýnamíska kerfis þannig að engra frekari upplýsinga er þörf. Til þess að kanna ástand kerfisins, í þessu tilfelli gæðakerfisins, eru einhverjir eiginleikar þess mældir og þess gætt að mælingamar feli í sér upplýsingar um ástand kerfisins. Eðlilegast er að gæðastefnangefitilkynnahverjarástandsstærðinareruog hvaða gildi þær skuli hafa. Vandinn sem þá kemur upp er að meta til talna huglægar stærðir til þess að þær megi mæla og ákveða þau viðbrögð sem færa ástandsstærðirnar í rétt horf ef út af hefur brugðið. Hér má fara þrjár leiðir: 1. Velja aðeins þau gæðaeinkenni sem auðvelt er að meta til talna en fórna hinum. Kosturinn er sá að unnt er að ganga lengra í stærðfræðilegri greiningu á kerfinu og hanna það til þeirrar hlítar sem tíðkast í vélrænum kerfum en gallinn er sá að ekki er verið að regla réttu eiginleikana. 2. Fóma mælanleikanum en taka öll einkenni með sem máli skipta. Þannig er örugglega fjallað um réttu eiginleikana en þær verkfræðikúnstir sem þróaðar hafa verið fyrir efnisheiminn koma að litlu gagni. Hætt er við að gæðakerfið verði sveigjanlegt og ekki afgerandi þegar á þarf að halda. 3. Hugsanlega er unnt að fara millileið sem felst í því að mæla alla eiginleika sem máli skipta en færa niður- stöðuna ekki til talna heldur lýsa henni á kerfisbundinn hátt með þeim orðum sem almennt eru notuð og þá gengið eins langt og hægt er í að skilgreina merkingu orðanna. Þetta fyrirkomulag dregur dám af þeirri aðferðafræði sem notuð er allvíða nú orðið við hönnun stýrikerfa og nefnist „Fuzzy Logic“. Þessi leið verður reynd hér á eftir. II. GÆÐASTEFNA Eftirtalin atriði eru talin skipta máli fyrir gæði þeirrar vinnu sem Tæknideild innir af hendi: 1. Öflun þekkingar. Tryggja þarf að fagþekking starfsmanna falli að þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna og að þeir verji tíma sínum í hæfilegum mæli til viðhalds þekkingar sinnar. 2. Miðlun þekkingar. Leitast er við að setja upp- lýsingar fram á skýran og aðgengilegan hátt, með áherslu á gott málfar og útlit. 3. Stjórn verkefna. Mestu skiptir að verkkaupi telji sig hafa fengið fagmannlega þjónustu innan tilsettra tímamarka og fyrir umsamda fjárhæð. 4. Fyrirspurnir. Viðskiptavinurinn vill fá kurteisleg og áreiðanleg svör sem fyrst. III. GÆÐASTÝRING Nú er ljóst hverju stýra skal og þá rétt að glöggva sig á því hvemig fara skal að. Enn erreglunartækni höfð til hliðsjónar og hugmyndir þaðan fengnar að láni. Myndin efst á næstu síðu sýnir hver leikfléttan er. Sett eru fram óskgildi ástandsstærðanna um hæfni deildarinnar til að þjóna viðskiptavininum. Þær upplýsingar koma inn í kerfið lengst til vinstri á myndinni. Þessi óskgildi eru borin saman við mælda hæfni til að uppfylla óskir viðskiptavinarins. í hefðbundnum reglunarkerfum eru mæligildin dregin fráóskgildunum. Ef munurkemurfram á óskgildum og mæligildum er þörf á leiðréttingu. Upplýsingar um þennan mun eru því notaðar til þess að breyta umhverfi deildarinnar og vinnubrögðum starfs- manna til þess að gæðahæfni deildarinnar færist nær óskgildum. Hér kemur ýmislegt til skjalanna sem huga þarf að nánar. 44

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.