AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 32
ELDHÚS FRAMTÍÐARINNAR
Guðrún Margrét Ólafsdóttir INNANHÚSSARKITEKT
Oddgeir Þórðarson INNANHÚSSARKITEKT
1
— * «
Lóðrétt tengsl eldhúss við stofu ó efri hœð. Hönnun Guðrún Margrét og Oddgeir. Framl. Brúnás innréttingar.
ú tekur ekki eftir breytingum í lífi þínu dag frá
degi, en einn daginn sérðu að eldhúsið þitt er
ekki lengur í takt við tímann. Þjóðfélagið
hefur breyst og gamla eldhúsið getur ekki
lengur þjónað sínu hlutverki. Aukin tækni hefur áhrif á
daglegt líf okkar og í mörgum nýjum húsum hefur gamla
herbergjaskipulagið tekið miklum breytingum.
Staðsetning og skipulagning eldhússins hefur breyst frá
því að vera lokaður vinnustaður í að vera hluti af stærri og
fjölbreyttari íverustað. Hefðbundna eldhúsið verður hluti
af þjónustumiðstöð þar sem hægt er að borða, lesa, skrifa,
hlusta á tónlist og horfa á sjónvarp. Það þarf að geta þjónað
ólíkum uppákomum hvort sem um er að ræða skyndimál-
tíðir yfir sjónvarpinu eða veislur með tilheyrandi ser-
móníum.
Fjölskyldumynstrið hefur breyst, færri eru í heimili en
áður, einstakir meðlimir fjölskyldunnar eru sjálfstæðari
en áður og fleiri velja að búa einir. Eldhús sem er skipulagt
út frá óskum og þörfum hvers og eins verður áfram hjarta
hússins.
MATUR
Eitt og sama eldhúsið þarf að geta þjónað fjölskyldu-
meðlimum með ólíkt mataræði og ólíka matartíma. Ahugi
á matreiðslu og almenn þekking um áhrif mataræðis á
heilsufar fer vaxandi. Stóraukið úrval matsölustaða leiðir
af sér færri máltíðir á heimilinu og mikið framboð á
skyndiréttum gefur möguleika á að eyða minni tíma í eld-
húsinu. Matvælaframleiðendur eru sífellt að auglýsa
ferskari, hollari og auðveldari rétti sem hægt er að matreiða
á nokkrum mínútum. Þennan möguleika nýtir fólk sér í æ
ríkara mæli, en aftur á móti gefur það sér tíma í matreiðsluna
sem oft er áhugamál og býður fjölskyldu og vinum í mat.
TÆKNI
Eldhúsið er sífellt að verða sjálfvirkara. Tækjafram-
leiðendur taka meira tillit til umhverfismála, tækin verða
hljóðlátari, nákvæmari, auðveldari í notkun, eyða minna
rafmagni, vatni, hreinsiefni o.s.f. Fleiri valmöguleikar í
stærðum og útliti tækja gefa kost á að sníða eldhúsið betur
að smekk og þörfum hvers og eins.
30