AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1993, Side 47
Myndin sýnir upplýsingaflœði í gœðakerfinu. Hún er kunnugleg þeim sem hafa kynnt sér reglunartœkni. Kanna þarf hvort ástandsstærðir eru mælanlegar og þá hvernig mæla skuli. Kanna þarf einnig hvernig breyta skuli umhverfi og vinnubrögðum fyrir jákvæðan og neikvæðan mun sem fram kann að koma í hverri ástandsstærð. Einnig þarf að ákveða hve oft skal mæla þannig að kerfið geti ekki leitað verulega út fyrir leyfileg mörk án þess að upplýsingar um það berist með mælingunum. IV. HVERNIG MÆLA SKAL Eins og áður var á drepið voru ástandsstærðirnar valdar þannig að þær lýstu öllum helstu þáttum sem hafa áhrif á hæfni deildarinnar til að uppfylla óskir viðskiptavinarins en þó þannig að um metanleg, ef ekki mælanleg, atriði væri að ræða. Þeim atriðum sem ekki er hægt að meta til talna verður að gefa einkunn „að bestu manna yfirsýn" og hafa til hiiðsjónar það sem gott er talið í líkri starfsemi annars staðar. Hér verður lagt til hvernig hugsanlega mætti mæla þær ástandsstærðir sem fyrr er getið. 1. Samræmi milli mennfunar og verkefna Starfsmenn fara yfir þáttöku sína í verkefnum frá síðustu mælingu og meta það hvort starfsmaður af öðru fagsviði hefði líklega fullnægt þörfum viðskiptavinarins betur í þeim mæli að gagnsemi niðurstaðna verkefnis fyrir viðskiptavininn hefði aukist. Starfsmenn meta í sameiningu hlutfall vinnutíma þar sem misræmis gætti í ofangreindum skilningi. Ef hlutfallið er: 0-5% telst ástandið vera gott, 5-15% telst ástandið vera slakt, yfir 15% telst ástandið vera slæmt. 2. Hlutfall tíma í þekkingaröflun Hérmá styðjastviðtímaskýrslur,liðinn„Öflunupplýsinga“ og finna hlutfall þess liðar af heildarvinnutíma starfsmanna. Einkunnir eru gefnar sem hér segir: 0-3%: Alltoflágt. 3-5%: Lágt. 5-7%: Mátulegt. Yfir 7%: Ofhátt. 3. Framsögn og fundargögn Leitað verði álits a.m.k. tveggja aðila utan deildarinnar og þeir látnir meta frammistöðu starfsmannsins með einkunnunum: slæm, slök, góð eða óþarflega góð - ásamt vísbendingum um það sem betur mætti fara. Þetta á við alla sérstaka fyrirlestra og framkomu í sjónvarpi eða áþekk tækifæri. Miða skal við það sem gengur og gerist. 4. Útlit og mólfar prentaös efnis Efni sem gefið hefur verið út síðan síðast var mælt er skoðað og kannað hvort það stenst samanburð við það sem gengur og gerist í miðlum af sama tagi og um sama efni. Ritnefnd eða almennir lesendur gefi einkunnirnar slæmt, slakt, gott eða óþarflega gott. 5. Alit viðskiptavina ó þjónustunni Viðskiptavinir sem fengið hafa lokaniðurstöður síðan síðast var mælt eru einfaldlega spurðir hvernig þeim hafi líkað þjónustan. Þeir eru beðnir að nota orðin slæmt, slakt, gott eða óþarflega gott. Viðmiðunin er þeirra eigin en óskað eftir rökstuðningi. Þetta á við um þau verkefni sem starfsmenn tæknideildar annast að mestu leyti. 6. Raunveruleg lok verkefna Kannað er hvernig tímaáætlanir standast á deildinni, sérstaklega áætlanir þeirra verkefna sem lokið hefur verið viðsíðansíðastvarmælt. Einkunnagjöfin: almenntáeftir, almennt á tíma eða almennt á undan miðast - við 20% skekkjumörk, af eða á. 7. Hagnaður eða tap Hér eru það sjóðir stofnunarinnar sem eru „viðskipta- vinurinn“ því á þeim lendir tap og of mikill gróði ber vott um misnotkun á markaðsaðstöðu eða trausti hins eiginlega viðskiptavinar. Einkunnagjöfin: almennt tap, almennt á núllieðaalmennthagnaður- miðastvið 10% skekkjumörk, af eða á. 8. Fyrirspurnir Því fyrr sem almennri fyrirspurn er svarað, þeim mun betra. Þess vegna er óskgildið „strax“. Starfsmenn skrá hjá sér fyrirspurnir sem varða almennan fróðleik á fræðasviði stofnunarinnar, hverjir spyrja og hvers eðlis fyrirspurnin er, enda er fróðlegt að vita hverju viðskipta- vinirnir eru að velta fyrir sér. Síðan er skráð hvenær loka- svöreru gefin. Þrjár og tíu vinnustundir skilja milli einkunn- anna strax, allfljótt og seint. 9. Svör um verkefnavinnu Eðlilegt er að nokkurn tíma taki að kanna hvort tími, aðstaða og ntannafli eru fyrir hendi til þess að vinna verk sem viðskiptavinurbiður um. Skrá skal slíkarfyrirspurnir og hvenær svör hafa verið gefin. Einkunnirnar: of fljótt, mátulega fljótt og of seint- miðast við að mátulega fljótt sé á bilinu 6-16 vinnustundir eftir umfangi verksins. Mælitíðnin þarf að vera næg til þess að mikilvægar upplýsingar glatist ekki en þó ekki svo mikil að of mikið amstur hljótist af. Hér er lagt til að mælt sé tvisvar á ári, t.d. umsólstöður. Glöggurlesandihefurlíkaáttaðsigáþví að hér er hringlað með það hvort mæld er frammistaða deildarinnar í heild eða einstakra starfsmanna og dreifing mælinga milli starfsmanna ekki skoðuð. Hér þarf að hafa í huga að deildin samanstendur af starfsmönnum og mat á frammistöðu deildarinnar felst í mati á starfsmönnunum. V. VIÐBRÖGÐ VIÐ FRÁVIKUM Otalmargt hefur áhrif á hæfni deildarinnar til að skila 45

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.