Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Síða 2

Skessuhorn - 14.12.2022, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20222 Jólablað í næstu viku VESTURLAND: Jóla- blað Skessuhorns kemur út næstkomandi þriðjudag, 20. desem ber. Vinnsla blaðsins er nú vel á veg komin og verður blaðinu lokað um næstu helgi. Þeir sem vilja koma á framfæri efni eða auglýsingum í Jóla- blaðið er bent á að tryggja sér pláss í þessari viku, eða eigi síðar en fyrir hádegi nk. föstu- dag. Efni sendist á: skessu- horn@skessuhorn.is en aug- lýsingar á netfangið auglys- ingar@skessuhorn.is Fyrsta blað á nýju ári kemur út mið- vikudaginn 4. janúar. -mm Leiðrétt Í myndatexta sem fylgdi með frétt um uppskeru hátíð Markaðs setningu ábyrgra matvæla af Snæfellsnesi (MÁMS) í síðasta blaði mis- ritaðist eitt nafn. Hún Olga Sædís, einn af eigendum Bjargarsteins Mathúss, er Einarsdóttir. Leiðrétt- ist það hér með og beðist er velvirðingar. -mm Hver er Vestlendingur ársins? VESTURLAND: Skessu- horn stendur nú í 25. skipti fyrir vali á Vestlendingi ársins, þeim íbúa landshlutans sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr á árinu og verðskuldar sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2022. Skilyrði er að við- komandi hafi búsetu á Vestur- landi. Íbúar landshlutans geta sent tilnefningar á ritstjórn Skessuhorns um Vestlending ársins á netfangið: skessu- horn@skessuhorn.is eigi síðar en 19. desember nk. Ritstjórn mun vinna úr ábendingum en tilkynnt verður 4. janúar 2023 um niðurstöðuna. Gott er ef ábendingunum fylgi rök- stuðningur í einni setningu eða svo. -mm Dvalargjöld fyrir skólahóp DALIR: Á fundi sveitar- stjórnar Dalabyggðar á morgun, fimmtudaginn 15. desember, verður borin fram tillaga um að fella niður vistunargjald elsta árgangs- ins í leikskóla, svokallaðs skólahóps. Sveitarstjórn barst tillaga þess efnis 27. nóvem- ber sl. frá Ragnheiði Páls- dóttur, íbúa í Dalabyggð og samþykkti byggðarráð á fundi sínum 12. desember að tekjur vegna dvalargjalds á leikskóla í fjögurra ára fjárhagsáætlun, 2023-2026, yrðu lægri vegna þessa. Í samtali við Skessuhorn segir Björn Bjarki Þorsteins- son sveitarstjóri að sveitar- stjórn taki málið til form- legrar afgreiðslu á morgun en hann á ekki von á öðru en að samstaða náist um að ráðast í niðurfellinguna. -gbþ Til minnis Fram undan eru frosthörkur víða um land og um að gera að klæða sig afar vel ef farið er út. Á svona dögum eru innidagar vinsælir og alveg upplagt að fá sér heitt kakó með rjóma og kannski smákökur með. Þá er tilvalið að njóta með fjölskyldunni hvort sem um er að ræða sjónvarpsgláp, spila- mennsku eða bara gott spjall. Veðurhorfur Á fimmtudag er gert ráð fyrir norðlægri átt 5-13 m/s og éljum á norðanverðu landinu, en létt- skýjað verður syðra. Frost 5 til 14 stig. Á föstudag eru líkur á fremur hægri, breytilegri átt og lítils- háttar éljum um landið norðan- vert, annars víða bjart, en austan 8-15 m/s og snjókoma syðst. Frost 4 til 20 stig, mest í lægðum í landslagi. Á laugardag má búast við allhvassri eða hvassri norðaustlægri átt og snjókomu víða, einkum á Austurlandi, en þurrt suðvestan til. Frost 1 til 7 stig seinni partinn. Á sunnu- dag og mánudag er útlit fyrir norðan hvassviðri eða -storm með snjókomu eða skafrenningi, en úrkomulítið sunnan- og suð- vestan til. Herðir aftur á frosti. Vestlendingur vikunnar Sigvaldi Arason er stofnandi Borgar verks í Borgarnesi og fagnar á sunnudaginn 85 ára afmæli sínu. Af því tilefni býður hann til veislu og samtímis verður opnuð ljós- myndasýning á myndum Silla sem sýnir framkvæmdir og þróun í Borgarnesi og nærsveitum. Sigvaldi er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Í tilefni 80 ára afmælis Akranes- kaupstaðar á þessu ári munu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og frú Eliza Reid eiginkona hans koma í opinbera heimsókn á Akranes á morgun, fimmtudaginn 15. desem- ber. Tekið verður á móti forseta- hjónunum við Hvalfjarðargöng og þeim fylgt í bæinn. Fyrsti áfanga- staður verður aðsetur bæjarskrif- stofunnar að Dalbraut 4 þar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúar munu taka á móti þeim ásamt fleirum. Fram kemur á vef Akraneskaup- staðar að dagurinn verði þétt- skipaður og munu forsetahjónin meðal annars fara í sjósund, heim- sækja Skagann 3X, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða, líta inn í nýja leikskólann á Garðaseli og hitta þar elstu árganga leikskóla- barna á Akranesi. Heimsókn í Þekj- una, frístundaheimili Brekkubæjar- skóla, er einnig á dagskrá, skoðuð verður aðstaðan í nýja fimleikahús- inu og einnig er áætlað að heim- sækja Heilbrigðisstofnun Vestur- lands og Nýsköpunarmiðstöðina á Breið. Heimsókninni lýkur svo með hátíðardagskrá í tengslum við 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar í Nýsköpunarmiðstöðinni Breið þar sem bæjarbúum er boðið að hitta forsetahjónin og þiggja veitingar með þeim í tilefni afmælis ins og heimsóknarinnar. Hátíðardag- skráin hefst klukkan 16.30 og stendur til klukkan 18. Akraneskaupstaður hvetur fólk og fyrirtæki til að skreyta og flagga íslenska fánanum og fjölmenna svo í Nýsköpunarmiðstöðina klukkan 16.30. vaks Útlit er fyrir að langbylgju- sendingum frá Gufuskálum á Snæ- fellsnesi og Eiðum á Austurlandi verði brátt hætt og þar með verði ekki lengur þörf á langbylgju- möstrum á þessum stöðum, en þau hafa í áratugi tryggt útvarps- sendingar í gegnum FM dreifi- kerfið. Þetta kom fram í svari Stef- áns Eiríkssonar útvarpsstjóra við fyrirspurn Austurfréttar. RÚV hefur rekið tvö langbylgju- möstur, annars vegar á Gufu- skálum og hins vegar á Eiðum. Um útvarpsöryggissendingar er fjallað í þjónustusamningi ráð- herra og RÚV en að sögn Stef- áns hafa þær verið til skoðunar í þó nokkurn tíma. Á undanförnum árum hafi orðið margvíslegar tæknibreytingar, einna stærstar þær að Íslendingar eigi almennt ekki lengur viðtæki sem taka við lang- bylgjusendingum, hvorki útvarps- tæki á heimilum né ökutækjum. Þá séu bæði möstrin og útsendinga- kerfið komið á aldur og fyrirséð að endurnýjun verði dýr. Þess vegna hafi RÚV í samvinnu við almanna- varnadeild ríkis lögreglustjóra, Neyðarlínuna og Isavia greint framtíð útvarps öryggissendinga. Niðurstaðan hafi verið sú að FM kerfið taki við öryggishlutverkinu á næstu árum. Þessi uppbygging er hafin því síðustu misseri hefur verið unnið að því að þétta FM dreifikerfið og byggja upp varaafl þannig það geti gegnt öryggishlutverki sínu um allt land. Stefán segir í samtali við Austurfrétt að þessi vinna sé langt komin á Austurlandi og því svæði sem langbylgjunni á Eiðum sé ætlað að ná til. Staðan verði nánar kynnt þegar framkvæmdum sé lokið. Nánari dagsetningar liggi ekki fyrir en þetta sé fyrirhugað í vetur. Aðgerðir á Gufuskálasvæð- inu komi síðar. mm Langbylgjusendingar frá Gufuskálum og Eiðum heyra brátt sögunni til Forsetahjónin væntanleg í heimsókn á Akranes Forsetahjónin Guðni og frú Eliza Reid. Ljósm. af akranes.is Í gær var undirrituð viljayfir lýsing á milli Dalabyggðar, f.h. Silfur- túns, og Heilbrigðisstofnunar Vestur lands, sem byggir á að kann- aður verði grundvöllur þess að hefja undirbúning að samþættingu þjónustu við aldraða í Dalabyggð. Þau Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE og Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dala- byggðar undirrituðu svohljóðandi viljayfirlýsinguna: Á grundvelli neðan greinds gera Dalabyggð, kt. 510694-2019, og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, hér eftir kallað HVE, kt. 630909- 0740, með sér viljayfirlýsingu um að kanna grundvöll þess að hefja undirbúning að samþættingu þjón- ustu við aldraða í Dalabyggð. Aðilar tilnefna hvor um sig tvo aðila til þess að vera í undir búnings- hóp sem hefja mun störf um ára- mót og skila skal af sér tillögu að frekara skipulagi þessa samstarfs- verkefnis fyrir lok apríl 2023. Um verði að ræða tilraunaverkefni sem kynnt verði heilbrigðisráðherra og heilbrigðisráðuneyti og jafnframt leitað stuðnings frá fagráðuneytinu þessum áformum til stuðnings. Þjónusta við aldraða á Íslandi er á höndum bæði ríkis og sveitar- félaga. Ríkið sér öldruðum fyrir heilsugæslu og sinnir heimahjúkrun. Sveitar félög sjá fólki fyrir félagslegri heima- þjónustu og reka mörg hver hjúkr- unar- og dvalarheimili líkt og Dala- byggð gerir með rekstri Silfurtúns. Rekstur hjúkrunar- og dvalarheim- ila er þannig uppbyggður að ríkis- sjóður greiðir daggjöld til stofnana sem reka hjúkrunar- og dvalarrými, óháð rekstrarformi, samkvæmt metinni þörf fyrir rýmafjölda í hverju heilbrigðisumdæmi. Þær kannanir sem gerðar hafa verið á viðhorfi aldraðra sýna að þeir óska í flestum tilfellum að dvelja á eigin heimili til æviloka ef heilsa leyfir. Umræðan um sjálfræði aldraðra og einstaklingsmiðaða þjónustu við þennan þjóðfélags- hóp verður sífellt meiri. Ljóst er að á næstu árum mun öldruðum fjölga hlutfallslega hraðar en öðrum þjóðfélagshópum vegna hækkandi lífaldurs og lækkandi fæðingar- tíðni. Markmið þessarar viljayfir- lýsingar er fyrst og fremst að skapa grundvöll að sem skilvirkastri sem og hagkvæmastri öldrunarþjónustu í Dalabyggð og nærsveitum árið um kring, alla daga ársins. Einnig að brúa bil milli þjónustuaðila því nánari samvinna mun stuðla að heildstæðari þjónustu sem ætti að fækka „gráum svæðum“ og mögu- legum hindrunum í kerfinu.“ mm Viljayfirlýsing um samþættingu þjónustu við aldraða í Dalabyggð Eftir að viljayfirlýsingin var undirrituð. F.v. Þura Björk Hreinsdóttir, Þórunn B. Einarsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.