Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Page 6

Skessuhorn - 14.12.2022, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 20226 Lauk doktorsnámi BORGARFJ: Dr. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson lauk á dögunum doktorsnámi við University of Kent í Bretlandi þegar hann varði doktorsrit- gerð sína í stjórnmálasálfræði. Bjarki er stúdent frá Mennta- skóla Borgarfjarðar og á nú sæti í stjórn skólans. Að loknu námi í MB útskrifaðist Bjarki með bakkalárgráðu í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lauk svo meistaragráðu við University of Kent árið 2018. Doktorsverkefni Bjarka fjallar um sameiginlegan narsiss- isma (e. collective narciss- ism) og hvernig slíkur narsiss- ismi tengdist viðhorfum um Covid-19 faraldurinn í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bjarki starfar nú við Háskól- ann á Bifröst og sinnir meðal annars rannsóknaverkefnum á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vestur landi. -vaks Nýr badminton- þjálfari til ÍA AKRANES: Badminton- félag Akraness hefur ráðið nýjan þjálfara til félagsins. Hann heitir Advait Vanarse og kemur frá Indlandi. Hann er með BA gráðu í sálfræði og mastersgráðu í íþróttasálfræði og hefur þjálfað badminton í nokkur ár, bæði í Bretlandi og á Indlandi. Advait byrjaði að þjálfa hjá félaginu á mánu- daginn og mun sjá um æfingar allra flokka. Félagið hefur einnig ráðið inn aðstoðarþjálf- ara í 2. og 3. flokki og munu þau Aníta Sif Flosadóttir og Hilmar Veigar Ágústsson skipta því á milli sín. -vaks Breytingar á snjómokstri BORGARB: Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að gera breytingar á fyrir- komulagi snjómoksturs í dreif- býli. Sveitarfélaginu verður skipt upp í sjö svæði og gerður samningur við verktaka á grundvelli verðfyrirspurnar um hverja leið. Gerður verður samningur til eins vetrar í senn, með möguleika á fram- lengingu. Fram kemur á vef Borgarbyggðar að nú hafa verðfyrirspurnargögn verið send í tölvupósti á fjölmarga aðila sem hugsanlega hafa tök á að sinna þessari þjónustu og gert ráð fyrir að búið verði að semja um allar leiðir fyrir ára- mót. -vaks Umferðarmet á Hringvegi í nóvember LANDIÐ: Umferðin á Hringvegi (1) í nóvember í ár var ríflega 11% meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Vega- gerðarinnar. Þar segir að lík- legt þyki að einkar gott veður- far í nóvember þetta árið hafi leitt til aukinnar umferðar. Umferð hefur aukist á öllum vikudögum miðað við nóvem- ber í fyrra. Þá er mesta aukn- ingin á fimmtudögum, um 6%, en minnst á mánudögum, um 2%. Mest er ekið á föstu- dögum og minnst á laugar- dögum. Nú þegar aðeins tæpur mánuður er eftir af árinu stefnir í að umferðin á hringveginum í ár verði um 4% meiri en hún var á síðasta ári. -gbþ Jólasveinar á þvælingi STYKKIS: Í ár hefur Þjónustu miðstöðin í Stykkis- hólmi sett upp jólasveina- ratleik. Nú gefst bæjar- búum kostur á að arka um Stykkishólm og leita að jóla- sveinunum þrettán sem eru þar í ýmsum erindagjörðum fyrir jólin. Sveinarnir munu birtast hér og þar um bæinn, einn af öðrum og hófst ratleik- urinn með komu Stekkjar- staurs síðasta mánudag. Í dag, miðvikudag, er því um að gera að fara út og leita að Stúfi en hann geymir svo vísbendingu um hvar megi finna bróður hans, Þvörusleiki. -gbþ Heildarútkall var á Slökkvilið Borgarbyggðar um klukkan tíu síðast liðinn fimmtudagsmorgun þegar kviknað hafði í út frá kamínu í sumarhúsi í Hvammslandi niður við Skorradalsvatn. Eigandi hússins var einn í húsinu og tókst honum, að sögn Heiðars Arnar Jónssonar varaslökkviliðsstjóra, að halda eldinum í skefjum og brást hár- rétt við með því að loka gluggum og hurðum svo sem minnst súrefni kæmist að eldinum. Þá sprautaði hann á eldinn með garðslöngu. Það tók því einungis örfáar mínútur að slökkva eldinn eftir að slökkviliðið kom á staðinn og var útkallið aftur- kallað um klukkustund síðar. Ljóst er að töluverðar reykskemmdir urðu í húsinu en eigandi þess slas- aðist ekki. gbþ/ Ljósm. mm Í síðustu viku lauk Lúðvík Helga- son, smiður og fyrrum húsvörður í Grundaskóla á Akranesi, við að byggja nýjan og glæsilegan útipall við skólann. Pallurinn er sunnan megin við skólann og mun í fram- tíðinni hýsa útikennslu og vinnu- aðstöðu fyrir nemendur skólans. Einnig er möguleiki á að ganga út úr mötuneytinu og borða úti á góð- viðrisdögum. Pallurinn er allur hin mesta listasmíð og hluti af þeirri markvissu uppbyggingu sem unnið er að í Grundaskóla um þessar mundir, segir í frétt á heimasíðu skólans. vaks Nýr útipallur við Grundaskóla Eldur út frá kamínu í sumarhúsi Nýi útipallurinn er hin mesta listasmíð. Ljósm. grundaskoli.is Hér má sjá þegar Sigurður Arnar skólastjóri þakkaði Lúðvík fyrir frábæra vinnu og tók formlega við verkinu fyrir hönd Grundaskóla.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.