Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Side 19

Skessuhorn - 14.12.2022, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2022 19 Nú í haust hófst stór rannsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga en þá þurftu nemendur að rannsaka glæp sem framinn var í einni af Breiða- fjarðareyjum, nánar tiltekið Vestur- eyjum. Rannsóknin er hluti af saka- málaáfanganum LÍFF2SA05 og er hann kenndur í samkennslu tveggja kennara af náttúru- og raun- vísindabraut og félags- og hug- vísindabraut. „Um daginn kom Hinrik Kon- ráðsson lögreglumaður í heimsókn og var með smá kynningu fyrir nemendur,“ segir Árni Ásgeirs- son kennari í samtali við Skessu- horn. Lokaverkefni í áfanganum var svo þannig framsett að nem- endur fengu þrautir og gátur úr öðrum áföngum skólans til að leysa en hver lausn vísaði svo á næstu vís- bendingu. Gáturnar voru til dæmis úr íslensku, stærðfræði, erfðafræði, tölfræði og efnafræði og með hverri lausn færðust nemendur skrefi nær sjálfum glæpavettvanginum. „Sein- asta vísbendingin leiddi nem- endur niður í kjallara skólans þar sem við kennararnir gátum gefið þeim upplýsingar um fórnarlambið og mögulega sakborninga,“ segir Árni. „Vettvangurinn var afgirtur og framkvæmdu nemendur frum- skoðun, söfnuðu vísbendingum og framkvæmdu blóðferlarannsókn.“ Allar mælingar og vísbendingar sem nemendur fundu komu þeim svo á bragðið um mögulegan sak- borning. „Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og unnu vel og skipulega,“ segir Árni að lokum. tfk Síðastliðinn fimmtudag komu tveir „gamlir“ nemendur Grundaskóla á Akranesi í heimsókn í skólann og ræddu við nemendur og kennara. Hér voru á ferð Ísak Bergmann Jóhannes- son og Hákon Arnar Haralds son en þeir eru báðir atvinnuknattspyrnu- menn hjá FC Köbenhavn í Dan- mörku. Þeir félagar héldu skemmti- legan fyrirlestur á sal, ræddu við nemendur um líf sitt sem atvinnu- menn í knattspyrnu og um mikil- vægi þess að standa sig sem einstak- lingar og að gera ávallt sitt besta. Að þeirra sögn næst árangur ekki nema að vera góður vinur, koma vel fram við aðra, stunda nám og starf af metnaði og vera heiðarlegur. Einnig er mikilvægt að borða holla fæðu, sofa vel og hugsa jákvætt. Fram kemur á vef Grundaskóla að Ísak og Hákon hefðu rætt við nemendur í ólíkum bekkjum um allt á milli himins og jarðar og fóru síðan út á fótboltavöll og stýrðu leikjum í frímínútum. Einnig færðu þeir skólanum sínum að gjöf árit- aðar landsliðstreyjur með þökk fyrir samfylgd og góðan tíma. „Hér eru sannar fyrirmyndir á ferð sem vildu miðla af reynslu sinni til þeirra sem yngri eru og styðja öflugt skólastarf í Grunda- skóla. Nemendur og starfsmenn þakka þeim félögum fyrir óvænta en afar ánægjulega heimsókn.“ segir í fréttinni á grundaskoli.is. vaks Efnilegir réttarmeina- fræðingar í FSN Nemendur við rannóknarvinnu á glæpavettvangi í kjallara skólans en þarna er verið að rann- saka blóðugt skófar og blóðslettur á gólfinu. Kennararnir Árni Ásgeirsson og Birta Antonsdóttir við glæpavettvanginn. Góðir gestir í heimsókn í Grundaskóla Ísak og Hákon eru sannkallaðar fyrirmyndir. Ljósm. grundaskoli.is                                             ­€  ‚­€ƒ   „­€ƒ  ­…†­                          ‚­‡ƒ  „­€€ƒ  ‚­€††   ­€  „­€††   „­€€  ‚­€ƒ  „­€‡   „­€€  „­€‡€ˆ„­€‡ˆ„­€‡ƒ   „­€‡ˆ„­€‡€ˆ„­€‡ˆ„­€‡ƒ  ‰  ­Š­­‹

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.