Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Side 20

Skessuhorn - 14.12.2022, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202220 Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar hefur um árabil staðið fyrir fjáröflun með sölu daga- tala í Grundarfirði. Í ár er engin breyting þar á en fjármunirnir sem safnast hafa nær eingöngu farið í uppbyggingu á tækjum og búnaði slökkviliðsins og öðrum tengdum málefnum. Til að mynda gaf starfs- mannafélagið reykskynjara til allra eldri borgara Grundarfjarðar- bæjar í samstarfi við bæjaryfir- völd sem sáu um kostnað við upp- setningu. Svo á dögunum keypti starfsmannafélagið eldvarnar- kerfi á Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði en kominn var tími á að endurnýja brunakerfið í hús- inu. Af þessu tilefni færði Hildur Sæmundsdóttir formaður stjórnar Fellaskjóls slökkviliðinu þakkarbréf fyrir ómetanlegan stuðning. tfk Í þriðja bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi er alltaf unnið með gamla tímann, en þá læra börnin til dæmis um hvernig fólk fór að áður en það hafði þá tækni sem við njótum í dag og um ýmsar hefðir og siði sem ein- kenna menningu okkar enn í dag. Í þriðja bekk er einnig unnið með barnasáttmálann og mikil áhersla lögð á að nemendur læri um réttindi barna og geri sér grein fyrir að því miður búa ekki öll börn við það að hægt sé að tryggja réttindi þeirra og velferð. Nú á haustmánuðum höfum við unnið mikið með barnasáttmál- ann og börnin hafa verið svo flott og rökföst í þessari vinnu. Í des- ember ákváðum við svo að byrja að vinna með gamla tímann, því hvað sýnir betur gamlar hefðir og siði en einmitt sjálf jólahá- tíðin okkar? Við ákváðum þó að tengja þetta tvennt svolítið saman, gamla tímann og barnasáttmálann. Við fjöllum um gamla tímann frá sjónar hóli barna og setjum svolítið á okkur barnasáttmálagleraugun og skoðum hvað var gott við það að alast upp í gamla daga og hvað var ekki gott fyrir börn. Þótti þeim ekki vænt um börnin sín? Þessir krakkar eru ótrúlega skýrir og ein fyrsta spurningin sem kom upp í hópnum var að ef það er svona slæmt fyrir börn að vinna og geta ekki farið í skóla t.d., af hverju létu foreldrar þeirra þau þá gera það? Þótti þeim ekki vænt um börnin sín? Svörin voru að í gamla daga vissum við hreinlega ekki jafn mikið um það hvað væri gott fyrir börn og við gerum í dag og þar að auki var lífið mun erfiðara í gamla daga því fólk þurfti að vinna flest verk með eigin aflsmunum því það voru ekki til vélar til að auðvelda þeim verkin eins og er í dag. Þess vegna þurftu börn að hjálpa mun meira til svo allir hefðu í sig og á. Þetta skildu þau vel og voru sam- mála um það að þau hefðu það mjög gott í dag að þurfa ekki að vinna. Hér á Akranesi erum við svo einstaklega heppin að hafa aðgang að okkar frábæra byggðasafni svo við höfðum samband við starfs- fólkið þar og spurðum hvort þau gætu aðstoðað okkur með þessa vinnu í tengslum við gamla tím- ann. Við áttum góðan fund saman, kennsluteymið og starfsfólkið á byggðasafninu og úr varð ljóm- andi gott samstarfsplan fyrir næstu mánuði. Við ætlum að vinna með kennsluáætlun um gamla tímann meðfram öðrum áætlunum alveg fram á vor. Einu sinni í mánuði förum við í heimsókn upp í Garða og vinnum með ákveðið þema tengt gamla tímanum, þar sem við kennararnir ásamt starfsmönnum safnsins verðum með alls konar fræðslu og áþreifanleg verkefni sem tengjast aðstöðu barna í gamla daga. Þar sem árstíðirnar stjórnuðu sannarlega lífinu hér á Íslandi fyrr á öldum þá er þema hvers mánaðar tengt árstíðinni sem er í gangi á hverjum tíma. Fengu fræðslu um ýmsar hefðir Fimmtudaginn 8. desember fórum við í fyrstu heimsóknina þar sem þemað var „jólin í gamla daga.“ Við tókum strætó upp eftir og börnin sungu fallega alla leiðina. Þegar við vorum komin var krökkunum boðið að setjast inn í baðstofuna í stóra safnhúsinu og fengu þar fræðslu hjá Tinnu Royal um ýmsar hefðir og siði sem fylgdu jólunum í gamla daga og gera jafnvel enn í dag. Einnig fengu nemendur að kíkja í heimsókn inn á Sanda, fallegt hús sem eitt sinn stóð við Krókatún, en er nú í nánast sinni uppruna- legu mynd á safnasvæðinu. Inni á Söndum var spjallað um hvað börn gerðu í gamla daga þegar ekki var rafmagn og of kalt og dimmt úti til þess að fara út að leika. Við fórum í innileiki eins og t.d. „Fagur fiskur í sjó“ og „Hún Þyrnirós var besta barn“ og skemmtu krakkarnir sér konunglega við þetta. Þessa leiki tengdum við svo líka inn í íslensku- áætlunina okkar því þar erum við að vinna með rím þessa dagana. Krakkarnir eru sammála um það að svona vísur og kvæði í leikjum rími vegna þess að það hjálpaði börnum að muna þau í gamla daga þegar ekki voru endilega til bækur til þess að fletta þeim upp í eða eins og við gerum í dag, „gúgla“ texta og allt annað sem við viljum vita. Skelltu sér á jólaball árið 1959 Að jólafræðslunni lokinni þá fengu krakkarnir óvæntan glaðning, en þeim var boðið í tímavél inni í stúkuhúsinu og skelltu sér á jólaball árið 1959. Starfsfólkið var búið að skreyta svo fallega og alveg í tíðar- andanum og á miðju gólfi stóð fal- legt jólatré. Gunnhildur Vilhjálms- dóttir kennari og foreldri hjá okkur í bekknum var svo elskuleg að koma til okkar sem sérlegur leynigestur og spila fyrir dansi á harmonikku. Við sungum öll klassísku jólaballa- lögin og þessi lög kunnu börnin vel. Þau óku hraustlega undir á meðan við gengum í kringum jóla- tréð og gerðum allar gömlu góðu hreyfingarnar og hnerruðum eins og tóbakskallar. Að dansi loknum borðuðum við hádegisnesti í stúkuhúsinu sem dásemdirnar í eldhúsinu í Brekkó höfðu útbúið fyrir okkur og svo fengu börnin jólasíríuslengju í eftir- rétt. Hádegisfrímínúturnar tókum við svo á safnasvæðinu og fórum í alls konar leiki og skemmtum okkur konunglega þar til það var komið að því að taka strætó aftur til baka upp í skóla. Algjörlega frá- bær dagur með litla fólkinu okkar sem fékk þarna tækifæri til að tengja reynsluheiminn sinn við líf barna fyrr á tímum og við öll ald- eilis fróðari um jólin í gamla daga. Við hlökkum mikið til næstu heim- sóknar en þá ætlum við að vinna með Þorrann og myrkrið. Tinna Steindórsdóttir, kennari í Brekkubæjarskóla Ljósm. vaks Þriðji bekkur í Brekkó hélt jólaball í Stúkuhúsinu Það var gaman hjá krökkunum á jólaballinu. Starfsmannafélag slökkviliðsins gaf eldvarnarkerfi Guðmundur Reynisson varðstjóri og Óskar Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri taka hér við þakkarbréfinu frá Hildi Sæmundsdóttur síðasta miðvikudag. Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2005 og er tekin í Borgarnesi af vinningshöfum í smásagna- og ljóðasamkeppni Grunnskólans í Borgarnesi í tilefni af degi íslenskrar tungu. Krakkar á Garðaseli komu við og fengu sér kakó og piparkökur í kuldanum. Á leið á jólaballið í stúkuhúsinu. Þessar voru ánægðar með hressinguna eftir jólaballið. Gunnhildur spilaði og söng fyrir dansi á harmonikkuna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.