Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Qupperneq 22

Skessuhorn - 14.12.2022, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 202222 Síðastliðinn sunnudag blésu Íbúa- samtökin á Hvanneyri til jólagleði í þorpinu sínu. Gamla bæjartorfan var ljósum prýdd og fjölmenni sem mætti til að fanga hinn eina og sanna jólaanda. Í hlöðu Halldórsfjóss var handverk og matur úr héraði boðið til sölu. Þar söng einnig Kirkjukór Borgarness jólalög og jólasveinar komu og vöktu mikla kátínu. Utan dyra var hægt að kaupa jólatré frá Oddsstöðum. Á Hvanneyri Pub og í Skemmunni voru veitingar á boðstólnum og Eyjólfur Krist- jánsson spilaði og söng fyrir gesti í Skemmunni. Í íþróttahöllinni tók Gunnhildur Lind ljósmyndari fjöl- skyldumyndir. Landbúnaðarsafnið var opið, sem og Ullarselið. Í kirkj- unni hélt Sr. Hildur Björk jóla- hugvekju og var mikið sungið. Slökkvilið Borgarfjarðar var með opið hús þar sem slökkviliðsmenn kenndu m.a. hvernig slökkva á eld með eldvarnarteppi. mm Jólagleði á Hvanneyri Stekkjastaur og Gluggagægir mættu í Halldórsfjós og vöktu mikla gleði. Það var margt um manninn í Kaup- félagi Borgfirðinga við Egilsholt síðastliðið fimmtudagskvöld, en þá var boðið upp á jólakvöld. Inni voru lifandi tónar þar sem Þóra Sif Svansdóttir söng við undir- leik Halldórs Hólm. Starfsfólk í verslun inni bauð upp á ilmandi vöfflur og heitt súkkulaði og ýmis jólatilboð voru um búðina. Slökkvi- lið Borgarbyggðar kom á svæðið á bílum sínum, hélt m.a. sýni- kennslu í notkun eldvarnarteppa og seldi dagatöl sem nýkomin eru úr prentun. Stemningin var fín og margir sem gerðu sér ferð til spjalls og verslunar á aðventunni. Fleiri verslanir í Borgarnesi voru einnig með lengdan opnunartíma sama kvöld. Blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni og við leyfum myndum að tala sínu máli. mm Kaupfélagið bauð til veislu Bætt á eldinn. „Hvort passar betur heima hjá okkur?“ Guðmundur Freyr kynnti og seldi vörur frá Háafelli, en fjölmargir aðrir söluaðilar voru á ferð og seldu undir samnefnaranum Beint frá býli. Þeir voru fimir jólasveinarnir og kenndu krökkunum hvernig taka á gleðihoppið ef einhver er ekki í nógu góðu skapi. Mesta furða hvað Stekkjastaur kemur fimur af fjalli. Rita Freyja sýndi réttu tökin á rokkinn.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.