Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Side 23

Skessuhorn - 14.12.2022, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2022 23 Félagið hóf störf á Vesturlandi 2018 og hefur síðan farið eins og þeyti- vinda um Vesturland að sinna villi- og vergangskisum. Einnig aðstoðað við leit að týndum kisum og þannig komið þeim aftur heim. Deildin hefur fengið endalausan stuðning frá almenningi, sem stendur þétt við bakið á okkur og á endalaust hrós og þakklæti skilið. Án þess stuðnings væri þetta starf erfiðara en það er. Það þýðir þó ekki að allt sé dans á rósum. Þrátt fyrir frábæran stuðn- ing almennings, vantar félaginu bráðnauðsynlega almennilegt hús- næði undir starfsemina, en hingað til hefur verið notast við skrif- stofugám á Akranesi sem félagið fékk að gjöf frá Stálsmiðjunni. Það hefur reynst félaginu vel og hafa ófáir kettir fengið aðstoð þar, en gámurinn er kominn til ára sinna og þarf að ditta að mörgu til að notagildi hans verði sem lengst. Þetta er ekki endanleg lausn á húsnæðisvanda félagsins og hefur félagið sent ákall til bæjaryfirvalda á Akranesi um aðstoð. En hingað til hefur ekkert orðið úr slíkri aðstoð, en við höldum í þá von um að eitt- hvað úrræði sé í boði. Villingar í koti Núna nýlega kom það upp að ekk- ert rafmagn var á kotinu og þurfi því að ráðstafa öllum þeim köttum sem þar voru annað. Voru það sjálf- boðaliðar félagsins sem stukku til og sjá nú um ketti félagsins á sínum heimilum. Þetta vandamál hamlar starfinu svakalega, þar sem ekki er möguleiki á áframhaldandi vinnu ef ekkert húsnæði er til boða. Hefur félagið ítrekað leitað eftir aðstoð bæjaryfirvalda, en engin lausn fundist ennþá. Villikettir vinna eftir TNR, en það stendur fyrir Trap-Neuter-Re- turn, eða fanga-gelda-skila. Þetta á við um alla þá villiketti sem koma inn hjá félaginu. Þá eru þeir fang- aðir, hlúð að þeim eins og þarf, fressir geltir og síðar meir skilað aftur á þeirra heimaslóðir ef kostur er á. Annars er fundið annað fyrir- komulag fyrir kettina. Vergangskettir eru kettir sem orðið hafa úti af einhverri ástæðu. Félagið tekur þá inn og mannar þá upp á nýtt, en eftir langa úti- veru er oft traust til mannfólksins takmarkað. Fjöldi vergangskatta hefur margfaldast síðustu ár og eru þeir hlutfallslega fleiri en vill- ingarnir sem koma inn. Það er því ekki óalgengt að ungir kettir rati í hendur félagsins. Það má segja frá því að Villikettir Vesturlands eru nú með þrjá vergangsketti sem eru í mönnun og bíða eftir tækifæri á nýju heimili. Þar sem fleiri og fleiri vergangs- kettir koma inn eru þeir að ílengjast hjá félaginu, þar sem mönnunar- tímabilið er jafn misjafnt og kettirnir eru margir. Án almenni- legs húsnæðis hamlar þetta frekari vinnu hjá félaginu, þar sem enda- laust er af köttum sem þurfa aðstoð félagsins, en ekkert pláss er fyrir þá. Eina sem deildin getur gert er að fylgjast með þeim og gera allt sem það hefur tök á þar til möguleiki er að koma þeim inn. Villikettir Vesturlands hafa sinnt 57 köttum innan bæjarmarka Akra- ness frá byrjun árs 2018, en allt í allt hefur félagið komið að 108 köttum víðsvegar á Vesturlandi á einn eða annan hátt. En sú tala gæti verið margfalt hærri ef félagið hefði almennilegt húsnæði til að sinna starfinu í. Félagið vonar að lausn á þessum vanda komi sem fyrst, því það er hrikalegt að hugsa til allra þeirra katta sem þurfa á okkur að halda og maður getur ekkert gert. Eins og komið hefur fram hefur deildin okkar leitað til Akranes- kaupstaðar oft í von um aðstoð, en engin svör fengist. Það er því komið að Akraneskaupstað að koma til móts við okkur, þar sem bæjarbúar standa þétt við bakið á okkur en bæjaryfirvöld látið oftar afskipta- laus. Án þeirra aðstoðar stendur starfið örlítið í stað, þar sem litla kotið okkar er ekki endanleg lausn og getur félagið ekki tekið inn ketti sem því er bent á og hrannast því upp verkefnin. Villikettir er sjálfboðaliðastarf og treystir félagið á styrki til að geta hlúð að öllum þeim köttum sem koma inn, en margir þurfa auk þess aðstoð dýralækna, sem getur verið kostnaðarsamt. Félagið er með styrktarreikninga sem allir sem vilja og hafa tök á geta lagt inn og þannig stutt við starfið. Sjúkra- sjóður fer óskertur í að hlúa að öllum köttum félagsins á landsvísu: R.nr: 0111-26-73030 Kt: 710314-1790 Svo er Villikettir Vesturlands líka með reikning, en hann fer alfarið í uppihald núverandi kots og kostnað sem fylgir kisunum. Eins er félagið að safna fyrir almennilegu húsnæði. R.nr: 0133-26-005536 Kt: 710314-1790 Loks má geta þess að Villikettir Vesturlands verða með jólamarkað helgina 17.-18. desember og á Þor- láksmessu í gamla Nínu húsinu við Akratorg. Hvetjum við alla til að koma og sína félaginu stuðning. -fréttatilkynning Frá félaginu Villiköttum Vesturlands Íbbi var fyrsti kötturinn sem Villikettir Vesturlands tóku inn. Vergangskisi sem fékk heimili. Skari var lengi á vergangi á Akranesi áður en félagið náði honum inn. Undir sjúskuðu útliti leyndist algjör bangsi. Skari heitir í dag Óskar og nýtur þess að vera heimilisprins með manneskjunni sinni. SK ES SU H O R N 2 02 2 Opinber heimsókn forseta Íslands og 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar Hátíðardagskrá 15. desember, 16:30–18:00 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn á Akranes þann 15. desember næstkomandi. Akurnesingum er boðið að koma í Breið nýsköpunarsetur og þiggja veitingar ásamt forsetahjónunum og einnig í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar. Akraneskaupstaður hvetur jafnframt fólk og fyrirtæki til að skreyta og flagga með íslenska fánanum þennan dag. Skipulagslýsing vegna hafnarsvæðis við Skipavík Þann 8. desember sl. samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafells- sveitar að kynna skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna. Skipulagslýsingin er til sýnis á vef sveitarfélagsins og á bæjarskrifstofunni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta kynnt sér efni hennar. Hún var til kynn- ingar á opnu húsi 9. desember sl. í Amtbókasafninu í Stykkishólmi og verður aftur kynnt á opnu húsi 14. desember kl. 12-17 á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Stykkishólms. Lýsingin er jafnframt send Skipulagsstofnun og öðrum aðilum til umsagnar eins og lög gera ráð fyrir. Ábendingar og/eða athugasemdir varðandi skipulagslýsinguna skulu vera skrif- legar og berast skipulagsfulltrúa til og með 6. janúar 2023 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið: skipulag@stykkisholmur.is. Stykkishólmi 9. desember 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi 340 STYKKISHOLMUR, SÍMI 433 8100 NETFANG: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.