Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2022, Page 25

Skessuhorn - 14.12.2022, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2022 25 Pennagrein Pennagrein Allir íslensku háskólarnir sóttu um styrki í verkefnið Samstarf háskóla sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra, setti á laggir í haust. Stefnt er að því að úthluta allt að einum milljarði króna á þessu ári og sambærilegri upphæð árið 2023 en með þessu er háskólunum veittur fjárhagslegur hvati til að stofna til öflugs samstarfs sín á milli. Alls bárust 48 umsóknir. Sótt var um styrki fyrir samtals 2.850 m.kr. og eru þeir á bilinu 4 til 204 m.kr. og getur stuðningurinn því samsvarað 35% af umbeðnum styrkjum. Matshópur skipaður af ráðherra skv. reglum um úthlut- anir styrkja vegna samstarfs háskóla vinnur nú að mati umsókna og stefnt er að því að tilkynna um úthlutanir fyrir árslok. „Úthlutun samstarfsstyrkja er ætlað að styðja við stefnumörkun á háskólastigi. Í því skyni eru 12 áherslur tilgreindar sem samstarfs- verkefnum er ætlað að styðja við. Allar umsóknir sem bárust snúa að a.m.k. einni áherslu en flestar styðja þær við aukin gæði háskóla á einn eða annan hátt. Þá leggja mörg samstarfsverkefna áherslu á STEAM greinar, nám óháð stað- setningu og aukna nýtingu rann- sóknainnviða,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. mm Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ásamt áætlun um fjárheimildir fyrir árin 2024 til 2026 var samþykkt í sveitarstjórn miðvikudaginn 7. des- ember. Í þeirri áætlun sem nú hefur verið samþykkt var lögð höfuð áhersla á að undirbyggja sókn í sveitarfélaginu. Stöðugt framboð á nýjum lóðum bæði fyrir almenning og atvinnulíf, endurnýjun grunn- skóla, stækkun leikskóla, upp- bygging íþróttamannvirkja og gatnagerð rísa hæst í þeim áformum. Allt eru þetta fjárfestingar sem eru til þess fallnar að styrkja lífskjör og bæta búsetuskilyrði í Borgarbyggð. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er sterk en afgangur af rekstri er lít- ill. Þó freistandi hafi verið að lækka álögur á íbúa í fjárhagsáætlun fyrir 2023 varð sú ákvörðun ofan á að treysta afkomu og fjárhagsgrunn sveitarfélagsins. Þar vegur þungt að framundan er veruleg fjárfestingar- þörf og fyrir liggja metnaðarfull uppbyggingaráform sem góð sam- staða hefur verið um. Framundan er vinna þar sem allt kapp verður lagt á að tekjur hækki umfram kostnað og hugað að einföldun bæði rekstrar og eignsafns. Þá er mikilvægt að stöð- ugt endurmat sé á nýtingu tækifæra til hagræðingar og skynsamlegrar ráðstöfunar fjármuna. Ljóst er að til að viðhalda jafnvægi í rekstri næstu árin samhliða áformum um fjár- festingar er nauðsynlegt að standa vörð um tekjustofna sveitarfélagsins. Verkefnið framundan er að treysta og einfalda reksturinn Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er viðkvæmt og rekstrarkostnaður eykst frá ári til árs. Laun og launa- tengd gjöld eru langstærsti kostn- aðurliðurinn í rekstri sveitarfélags- ins. Á yfirstandandi ári má ætla að um 56,4% af öllum tekjum sveitar- félagsins hafi verið ráðstafað í laun. Krafan um gæði þjónustu eykst í kjarnastarfsemi sveitarfélagsins og mikilvægt er að sveitarfélagið hafi getu til þess að standast þær kröfur sem bæði íbúar og star- fólk gerir til umhverfisins. Svig- rúm og geta sveitarfélagsins til að sinna verkefnum og viðhaldi sem falla ekki undir kjarnastarfsemi og lögbundna þjónustu er ekki mikil. Framsóknarflokkurinn væntir góðs samstarfs innan sveitar- stjórnar og við íbúa um það verk- efni að treysta og einfalda rekstur sveitarfélagsins með áherslu á kjarnastarfsemi og grunnþjón- ustu. Framsækni er nauðsynleg til að takast á við nýjar áskoranir og byggja upp til framtíðar. Mikil- vægt er að skýr framtíðarsýn liggi fyrir til grundvallar ákvarðan með heildarhagsmuni íbúa að leiðar- ljósi. Þannig höldum við áfram að bæta þjónustu við íbúa en getum um leið fjárfest í auknum lífs- gæðum. Gatnagerð og hönnun árið 2023 Þá er öllum ljóst að lítið má út af bregða varðandi afkomu sveitar- félagsins til að draga verði veru- lega úr fjárfestingum. Á sama hátt má segja að ef vel tekst til í rekstri þá geti skapast svigrúm til að taka enn stærri skref í fjárfestingum og lækka álögur á íbúa. Fjárfestingar þurfa að taka mið af aðstæðum á fjármagnsmarkaði og vinnumark- aði. Miðað við þá áætlun sem nú liggur fyrir fer skuldaviðmið sam- kvæmt reglugerð hæst í 112% í lok tímabilsins en það stendur nú í kringum 65%. Samkvæmt við- miðum eftirlitsnefndar með fjár- málum sveitar félaga skal það vera undir 150%. Ef þau áform sem lagt er upp með ganga eftir verður rekstur A og B hluta sveitarfélagsins hallalaus á árinu 2024 en lítilsháttar halli árin 2025 og 2026. Aðstæður í dag eru ekki hag- felldar til að ráðast í verulega lán- töku. Áform sveitarfélagsins taka mið af því að árið 2023 og 2024 verði lagt kapp á að ljúka grunn- vinnu svo ráðast megi í fjárfestingar þegar aðstæður skapast. Mikilvægt er að vanda vel til allrar grunn- vinnu, hönnunar og skipulags en það er ein aðal forsenda fyrir því að kostnaðaráætlanir standist. Það þýðir samt ekki að mikilvægum verkefnum verði slegið á frest og á árinu 2023 en gert er ráð fyrir fjár- festingum og framkvæmdum fyrir 566 m.kr. Þar er helst að nefna að 333 m.kr verður varið í húsnæðis- mál og 226 m.kr. gatna- og stíga- gerð. Næg verkefni bíða og inni í fjár- festingaráætlun þessa kjörtímabils eru meðal annars stækkun leikskól- ans Uglukletts, endurnýjun Grunn- skóla Borgarfjarðar á Kleppjárns- reykjum, bygging knatthúss í Borg- arnesi, endurbætur slökkvistöðvar, gatnagerð, fyrsti áfangi að stækkun íþróttahúss ásamt því sem jafnt og þétt verður viðhaldið framboði á lóðum. Sú áætlun sem nú hefur verið samþykkt var unninn í þéttu og góðu samstarfi allra fulltrúa í sveit- arstjórn. Vinna sem hefur ein- kennst af mikilli samstöðu, góðu samtali og sameiginlegum vilja til að stefna á uppbyggingu og vöxt í sveitarfélaginu. Fulltrúar Fram- sóknar í sveitarstjórn eru bjarstýnir og fullir tilhlökkunar að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni sem miða öll að því að gera gott samfélag enn betra. Guðveig Lind Eyglóardóttir Höfundur er oddviti Framsóknar í Borgarbyggð Við sem búum úti á landi vitum að til þess að tryggja að sem flest land- svæði séu í byggð þá verðum við að þjónusta þau og samgöngur verða að vera í lagi til að mannlíf fái þrif- ist. Því miður hafa allt of mörg svæði hér í kjördæminu verið nán- ast gleymd þegar kemur að nýfram- kvæmdum og viðhaldi. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að koma samgöngum framar í forgangsröð- ina. Aðferðarfræði Vegagerðar- innar við að forgangsraða vega- framkvæmdum er ekki að virka hér í Norðvesturkjördæmi, það sjá allir. Skógarstrandarvegur, hinn gleymdi vegur númer 54 í vegakerfi Íslands, gegnir lykilhlutverki í því að tengja saman Dali og Snæfells- nes, en þessi vegur er nánast óak- andi. Ég ætti að vita það enda ekki farið ófáar ferðir um hann á leið minni um kjördæmið. Það er nán- ast furðulegt að hugsa til þess að Skógarstrandavegur er eini stofn- vegur á Vesturlandi sem er án bund- ins slitlags og sá lengsti á láglendi landsins alls sem þannig háttar til um. Nú eru að verða þrjú ár síðan ég lagði fram þingsályktunar tillögu um hagkvæmnisathugun á upp- byggingu Skógarstrandarvegar á Alþingi. Því miður hefur ekkert gerst þó einstaka þingmenn hafi gert sitt besta til að minna á málið. Það er ekki eins og heimamenn hafi ekki gert sitt ítrasta til að vekja athygli á þessu en stjórnvöld virð- ast ekki hafa neinn áhuga á mál- inu. Í samgönguáætlun Vesturlands sem samþykkt var af öllum sveitar- félögum í landshlutanum árið 2017 er lögð rík áhersla á uppbyggingu vegarins um Skógarströnd. Þá vildu sveitarstjórnarmenn hraða fram- kvæmdum enda stóraukin umferð ferðamanna um veginn til viðbótar við heimamenn og há slysatíðni var að þrýsta á um að framkvæmdum yrði flýtt eins og kostur er. Einn hættulegasti vegur landsins Félagi minn í Miðflokknum, Ólafur Guðmundsson ráðgjafi í umferðar- öryggismálum, vann úttekt fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi árið 2019 um veginn. Þar kom fram að umferð Skógarstrandarveg hefði aukist jafnt og þétt. Um leið hafði slysatíðni hækkað umtalsvert og eins og ástand hans er núna er hann beinlínis varasamur ef ekki hættu- legur. Fyrri athuganir höfðu sýnt hann vera einn þriggja hættuleg- ustu vegarkafla landsins. Vegurinn um Skógarströnd hefur mikla þýðingu fyrir íbúa á svæðinu sem um áratugaskeið hafa búið við slæma malarvegi. Víða á svæðinu er stundaður landbúnaður og ferða- þjónusta vex hratt og margir hafa metnaðarfull áform þar. Allir vita að með bættum samgöngum skap- ast ýmis tækifæri varðandi samstarf Snæfellinga og Dalamanna. Auk þess myndi Dalabyggð njóta góðs af þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem leggur leið sína um Snæfells- nes og skemmtileg hringleið opn- ast sem án efa eykur arðsemi fram- kvæmdanna. Þá er rétt að benda á að í tillögum um aðgerðir til upp- byggingar innviða í kjölfar óveð- urs í desember 2019 var lagt til að Heydalur og Laxárdalsvegur yrðu lagðir bundnu slitlagi þannig að þeir gætu nýst frekar sem varaleið þegar Holtavörðuheiði og Bratta- brekka lokast. Vegurinn um Skógarströnd tengir þessa tvo vegi saman og því mikilvægt að hugað sé að upp- byggingu hans þegar styrkja á varaleið fyrir áðurnefnda fjallvegi. Því er mikilvægt að hönnun endur- bóta, kostnaðar- og verkáætlun að nýjum Skógarstrandarvegi liggi fyrir sem fyrst. Sigurður Páll Jónsson. Höf. er fyrsti varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Allir íslenskir háskólar áhugasamir um aukið samstarf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Er Skógarstrandarvegur týndur og tröllum gefinn? Áfram veginn í Borgarbyggð – sveitarfélag í sókn www.skessuhorn.is Fréttaveita Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.