Skessuhorn - 29.03.2023, Side 1

Skessuhorn - 29.03.2023, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 26. árg. 29. mars 2023 - kr. 950 í lausasölu Pop up viðburður fór fram í Listahúsi Borgarness síðastliðinn laugardag þar sem alþjóðlegur hópur listamanna sameinuðu krafta sína. Hópurinn samanstendur af bandaríska listmálaranum Michelle Bird, franska kökumeistaranum Aurore Pelier Cady og fjölskyldunni sem skapar Bonís heiminn þar sem svissneskt og íslenskt blóð flæðir saman. Á myndinni eru frá vinstri: Michelle Bird, Sigurður Ó.L. Bragason og Tinna Royal sem m.a. var útnefnd listamaður Akraness 2020. Ljósm. sþ. A L H L I ÐA MÁLNINGARÞJÓNUSTA 896-5801 mvc.is carl@mvc.is 25 ÁR 1998–2023 Loðnan hefur nú gengið inn á grunnsævið til hrygningar og lauk því veiðum um síðustu helgi. Flest ef ekki öll útgerðarfyrirtækin náðu að veiða upp í kvótann á vertíðinni enda voru aðstæður eins og best verður á kosið, einkum nú undir það síðasta þegar loðnan var verðmest. Að sögn Garðars Á Svavars sonar, forstöðumanns uppsjávar vinnslu og útgerðar hjá Brimi, eru menn þar á bæ hæstánægðir með hvernig gekk. „Þetta var frábær vertíð hjá okkur og allt hefur gengið upp; veðrið var frábært, góð veiði og vinnslan gekk vel bæði á Akranesi og Vopnafirði,“ segir Garðar í sam­ tali við Skessuhorn. Á mánudaginn var verið að frysta síðustu hrognin á Vopnafirði. Brim hefur yfir að ráða um 18% af heildar kvótanum í loðnu og náðist að veiða upp í hann allan. „Við höfum náð 56 þúsund tonnum frá áramótum á skipunum Svani, Víkingi, Venus og þá eigum við einnig helmings hlut í Guðrúnu Þorkelsdóttir, sem við höfum notað til veiðanna.“ Vel gekk að fá mannskap til hrognafrystingar á Akranesi jafn­ vel þótt fyrirvarinn hafi verið skammur. Áður en loðnukvótinn var aukinn í febrúar var jafnvel útlit fyrir að Brim myndi einungis frysta hrogn á Vopnafirði á vertíðinni. Garðar segir að gott fólk hafi komið til starfa í frystinguna og þar líkt og í bræðslunni hafi verið unnið á vöktum síðustu vikurnar, en síð­ ast var landað smá slatta, eða 700 tonnum, úr Svani um helgina. Á Akranesi og Vopnafirði voru skorin um fimm þúsund tonn af hrognum, en endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir. „Við hjá Brimi erum einfald­ lega alsæl með hvernig gekk og þakklát fyrir hörkugóðan mann­ skap sem kom til starfa. Fram­ leiðslan í ár var með mesta móti og líklega um metframleiðslu að ræða innan fyrirtækisins,“ segir Garðar Á Svavarsson. mm Frábærri loðnuvertíð lokið hjá Brimi Fermingargjöfin stækkar í Arion Þú færð allt að 12.000 kr. til viðbótar frá okkur. Í samstarfi við Stefni Á laugardaginn var verið að dæla úr Víkingi en síðastur til löndunar á þessari loðnuvertíð var Svanur sem kom með um 700 tonn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.