Skessuhorn - 29.03.2023, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 20232
Kona á þrítugsaldri féll niður í gilið
við fossinn Glym í Hvalfirði síð
astliðinn miðvikudagsmorgun og
lést. Klukkan hálf ellefu um morg
uninn barst lögreglu tilkynning
um að erlendur ferðamaður hefði
fallið niður í gilið. Lögreglan ásamt
sjúkraliði og fjölmennu liði frá
björgunarsveitum fór á vettvang
ásamt því að þyrla Landhelgisgæsl
unnar var kölluð út.
Aðstæður í gilinu til að komast að
vettvangi voru afar erfiðar og krefj
andi, eins og sjá má á meðfylgj
andi mynd. Mikill ís var í gilinu og
hætta á hruni yfir björgunarsveitar
fólk. Tryggja þurfti gönguleiðina
og koma börum áleiðis á staðinn.
Því miður var konan látin þegar
björgunar fólk kom á vettvang.
Konan hafði verið ásamt maka
sínum á gönguferð upp með gil
inu að ofanverðu við Glym og
fallið fram af brúninni. Fallið var
mjög hátt og ljóst að konan lést
samstundis. Aðgerðum á vettvangi
lauk ekki fyrr en um klukkan 17.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Vesturlandi vinnur að rannsókn
málsins. Lögreglan á Vesturlandi
vill koma á framfæri þökkum til
allra þeirra sem komu að björg
unaraðgerðum.
Bregðast þarf við
Arnar Már Ólafsson ferðamála
stjóri sagði í útvarpsfréttum Bylgj
unnar síðastliðinn föstudag að
skoða þurfi öryggismál víða á land
inu og þar á meðal á gönguleiðinni
að fossinum Glymi.
„Það þarf að bregðast við alls
staðar þar sem fyrirséð er að öryggi
ferðamanna sé stefnt í hættu. Til
dæmis á þessu svæði sem um ræðir
þá er yfir vetrartímann fyrirséð
að gönguleiðin upp að fossinum
þarna austan megin við ána sé mjög
varhugaverð,“ sagði Arnar Már í
viðtali á Bylgjunni. Bætti hann við
að bregðast verði hratt við. „Ég
ætla að hóa saman öllum hlutað
eigandi aðilum sem koma að þessu
máli. Bæði landeigendum, sveitar
félögum, Björgunarfélagi Akra
ness, Lögreglunni á Vesturlandi
og Landsbjörgu. Ræða þetta sam
eiginlega og sjá hvað við þurfum
að gera núna til að stuðla að auknu
öryggi þarna á staðnum,“ sagði
ferðamálastjóri.
Unnið hefur verið
að bættu aðgengi
Í kjölfar banaslyssins í síðustu viku
leitaði Skessuhorn viðbragða hjá
Lindu Björk Pálsdóttur sveitar
stjóra Hvalfjararðarsveitar. Í kjölfar
slyssins hafa vaknað umræður um
öryggi við Glym en frá árinu 2014
hafa orðið 26 skráð slys á svæðinu.
Glymur er næsthæsti foss landsins,
alls 198 metra hár og er í Botnsá.
Aðgengi að honum er mjög erfitt
en engu að síður leitar mikill fjöldi
ferða og göngufólks að honum
eins og slysatölur gefa vissulega til
kynna.
Linda Björk segir að það sé afar
sorglegt að svona hafi farið. Um
leið vottar hún aðstandendum
samúð og vill þakka öllu björgunar
sveitarfólki, sem og öðrum, sem
komu að björgunarstörfum á
svæðinu, fyrir þeirra mikilvægu
vinnu og aðkomu við þessar erfiðu
aðstæður.
En kemur það til greina að
banna fólki að ganga á Glym yfir
vetrartímann eins og gert hefur
verið til að mynda með Kirkjufell
í Grundarfirði? „Svæðið er í einka
eigu og ekki á forræði sveitar
félagsins en sveitarfélagið hefur
unnið að því í góðu samstarfi við
landeigendur að bæta aðgengi og
öryggi á svæðinu mörg undanfarin
ár. En við Glym eru krefjandi
aðstæður, jafnvel við bestu mögu
legu aðstæður.“ Linda segir að
frá árinu 2014 hafi heildarfjárhæð
styrkveitinga frá Framkvæmda
sjóði ferðamannastaða til svæðis
ins numið tæplega 16,5 milljónum
króna til endurbóta og viðhalds
gönguleiðar upp að Glymi.
Einnig til bætingar aðkomuleiða
fyrir neyðarhjálp auk vinnu með
öryggi á ferðamannastað þar sem
Björgunar félag Akraness hefur m.a.
aðstoðað við að útfæra.
„Meðal verkefna má nefna
endurbætur á stíg að Þvottahelli
með aðstoð sjálfboðaliða, lokun
draugastíga/villustíga, þrepagerð
á krefjandi stöðum gönguleiðar
innar, með uppsetningu merki
staura, leiðbeiningarspjalda, skilta
og merkinga auk kaðla og staura
sem settir hafa verið niður á krefj
andi stöðum gönguleiðarinnar.
Einnig hefur aðkomu að útsýnis
stöðum vestan gljúfursins verið
bætt, ræsisgerð og hreinsun grjóts
á gönguleiðinni ásamt drögum að
öryggisáætlun sem nú er í yfirlestri
hjá Ferðamálastofu.“
Fólki er heimil för
á eigin ábyrgð
Drumburinn yfir ána austan megin
er tekinn niður á haustin til að
takmarka umferð og þá er einnig
upplýsingaskilti við bílastæðið þar
sem fólk er varað við því að fara
þarna yfir vetrartímann. Það virð
ist ekki vera nóg, en hvað meira
er hægt að gera? „Á skiltinu við
bílastæðið, sem er bæði á íslensku
og á ensku, kemur skýrt fram að
fólki er heimil för um svæðið á eigin
ábyrgð. Þar kemur líka fram að
víða er fallhætta, sérstaklega þegar
er hált, snjór eða bleyta. Á skiltinu
segir jafnframt að leiðin að Glym
sé ekki hættulaus þar sem bergið sé
víða laust í sér.“ Linda segir einnig
að á skiltinu komi fram að göngu
menn ferðist á eigin ábyrgð ásamt
því að fram kemur að staurinn
liggi yfir ána frá vori fram á haust
en hann sé tekinn niður á veturna
vegna hálkuhættu á stígnum vegna
snjóa, íss og aurbleytu og flóða sem
gætu brotið hann.
mm/vaks
Blaðið í
dymbilviku
SKESSUHORN: Næsta
tölublað af Skessuhorni kemur
út degi fyrr en venjulega, þ.e.
á þriðjudaginn. Það er gert til
að blaðið nái til allra áskrif
enda í tæka tíð fyrir páska.
Skilafrestur auglýsinga er í
síðasta lagi á hádegi á mánu
daginn, helst þó fyrir helgi.
Ábendingar um fréttir og að
sendar greinar þurfa að ber
ast í síðasta lagi um helgina
á skessuhorn@skessuhorn.is
Fyrsta blað eftir páska kemur
út miðvikudaginn 12. apríl.
Minnt er á símann 4335500.
-mm
Stígar lagaðir í
Klapparholti
AKRANES: Skógræktin
Klapparholt norðan við
Garðalund er friðsæll og
skemmtilegur skógarreitur
með fjölbreyttum gróðri og
miklu fuglalífi. Oft hefur
verið talað um að bæta mætti
stígana í Klapparholti vegna
bleytu. Að sögn Jóns Arnars
Sverrissonar garðyrkjustjóra
er nú verið að vinna að því að
setja góðan ofaníburð á þann
kafla þar sem mesta bleytan er.
Þannig að vonandi verður fært
um allan reitinn framvegis.
Einnig stendur til að fjölga
bekkjum í reitnum. -vaks
Hættustig
enn í gildi
AUSTURLAND: Þrjú snjó
flóð féllu í og við Neskaup
stað að morgni mánudags, þar
af tvö í byggð. Eitt flóðið féll
á íbúðablokk og á þrjú íbúðar
hús. Enginn slasaðist alvarlega
en um tíu manns þurftu að
leita sér aðhlynningar. Í kjölfar
flóðanna var fjöldi húsa rýmd
og fjöldahjálpastöð opnuð í
félagsheimilinu Egilsbúð á
Neskaupstað. Fyrsta flóðið
féll yfir veginn inn í Nes
kaupstað og þegar Skessuhorn
fór í prentun í gær var enn
ekki hægt að komast land
leiðina til Neskaupstaðar.
Varðskipið Þór kom á Nes
kaupstað aðfaranótt þriðju
dags með mannskap og vistir.
Á Seyðisfirði voru hús rýmd
sunnan og norðan fjarðar
ins vegna snjóflóðahættu og
fjöldahjálparstöð opnuð í
Herðubreið. Einnig voru hús
rýmd á Eskifirði í varúðar
skyni. -gbþ
Til minnis
Í dag, miðvikudaginn 29. mars,
er alþjóðlegur dagur hafmeyj-
unnar. Því leggjum við til að
sem flestir skelli sér í fjöruferð á
þessum degi og skimi eftir þeim.
Næsta föstudag er svo alþjóð-
legur dagur Eiffel turnsins í París
svo það er spurning hvað er
hægt að gera þá í tilefni dags-
ins, kannski skoða gömul póst-
kort. Allir dagar hafa einhverju
að minnast en þessar gagn-
legu upplýsingar er að finna á
national today.com.
Veðurhorfur
Á fimmtudag eru líkur á aust-
lægri átt 13-20 m/s, en hæg-
ari suðvestanlands. Rigning eða
slydda með köflum og hiti 1 til 7
stig, en snjókoma norðaustan til
með hita nálægt frostmarki. Tals-
verð slydda eða snjókoma aust-
ast á landinu. Á föstudag má
búast við minnkandi austanátt,
5-15 m/s eftir hádegi. Rigning
eða slydda með köflum á vestan-
verðu landinu, en samfelld snjó-
koma eða rigning á Suðaust-
urlandi og Austfjörðum. Hiti
breytist lítið. Á laugardag eru
líkur á austlægri eða breytilegri
átt 5-13 og skúrir eða él. Hiti 0 til
8 stig. Á sunnudag verður norð-
læg átt og él, en úrkomulítið um
landið sunnanvert. Kólnar í veðri.
Vestlendingur
vikunnar
Vignir Maríasson missti vinstri
hendina eftir árekstur í Skolladal
í Hálsasveit 27. október síðast-
liðinn. Hann sagði Skessuhorni
sögu sína ásamt konu sinni Páley
Gestsdóttur og dóttur þeirra
Elísabetu Páley Vignisdóttur.
Þau og fjölskyldan öll, sem tekist
hefur á við breytt líf eftir slysið,
eru Vestlendingar vikunnar að
þessu sinni.
Kona lést eftir fall við Glym
Aðstæður í gilinu voru erfiðar og krefjandi síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. Landsbjörg.
Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri
Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Hvalfjarðarsveitar.