Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Setjum upp Ærslabelgi um allt land aerslabelgir.is / aerslabelgir@hreinirgardar.is / 571-2000 Skannaðu kóðann fyrir frekari upplýsingar „Hagnýting vindorku,­ fræðslu­ og kynnisferð,“ er yfirskrift Noregs­ ferðar sem stefnt er að í lok apríl fyrir sveitarstjórnarfólk hér á landi. Það er sendiráð Íslands í Noregi sem stendur fyrir skipulagningu ferðarinnar ásamt Grænvangi, en það er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um lofts­ lagsmál og grænar lausnir. Hlut­ verk Grænvangs er m.a. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við markmið um kolefnis­ hlutlaust Ísland árið 2040. Sveitarfélögum á landssvæðum, þar sem vindorkuver eru í undir­ búningi, býðst að slást í för með Noregsförum og panta þátttöku, en þó á eigin kostnað. Í ferðinni verður leitast við að kynnast reynslu Norðmanna af nýtingu vindorku þar í landi. Erindi þessa efnis var m.a. lagt fram og afgreitt í byggðarráði Borgarbyggðar 16. mars sl. Í bókun af fundinum segir: „Um er að ræða málefni sem á komandi misserum mun kalla á vandaða stefnumótun og aðra ákvarðanatöku af hálfu sveitar­ félagsins. Byggðarráð leggur til að fjórir fulltrúar taki þátt í ferðinni fyrir hönd sveitarfélagsins.“ Samkvæmt kynningu um væntan lega ferð er markmið hennar að veita sveitarstjórnar­ fólki innsýn í orkumál í Noregi og varpa ljósi á ólík viðfangsefni og reynslu, allt frá stefnumótun og löggjöf til innleiðingar og rekst­ urs vindorkuvera frá sjónarhorni ólíkra hagaðila. Vindorkuver verða heimsótt og kynningar fara fram af hálfu lykilaðila í norsku vindorku umhverfi, þar á meðal frá fyrirtækjum á borð við Stats­ kraft (norska Lands virkjunin) og vindmyllufyrirtækjum á borð við Vestas, Zephyr, Zero og fleiri. mm Þiggja þátttöku í fræðsluferð til Noregs til að kynna sér nýtingu vindorku Vindmyllur skammt frá Stavanger í Noregi. Ljósm. Bjørn Sigurdsøn, NTB scanpix. Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og deiliskipulags Garðaflóa, deiliskipulags Höfðasels og deiliskipulags Grjótkelduflóa, skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðal- og deiliskipulag Garðaflóa Fyrirhuguð Aðalskipulagsbreyting tekur til nýs deiliskipulags Garðaflóa um uppbyggingu athafnasvæðis, sbr. skipulagslýsingu. Deiliskipulag Höfðasel Fyrirhugað nýtt skipulag tekur til núverandi iðnaðarsvæðis í Höfðaseli sbr. skipulagslýsingu. Deiliskipulag Grjótkelduflóa Fyrirhugað nýtt deiliskipulag tekur til athafnasvæðis í Grjótkelduflóa og Kirkjutungu norðan Berjadalsár, sbr. skipulagslýsingu. Lýsinguna má nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4. Ábendingar varðandi skipulagslýsingu eiga að vera skriflegar og berast fyrir 14. apríl 2023 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar Akranes.is Skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags Garðaflóa og deiliskipulags Höfðasels og Grjótkelduflóa á Akrnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.