Skessuhorn - 29.03.2023, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 9
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Setjum upp
Ærslabelgi
um allt land
aerslabelgir.is / aerslabelgir@hreinirgardar.is / 571-2000
Skannaðu
kóðann
fyrir
frekari
upplýsingar
„Hagnýting vindorku, fræðslu og
kynnisferð,“ er yfirskrift Noregs
ferðar sem stefnt er að í lok apríl
fyrir sveitarstjórnarfólk hér á landi.
Það er sendiráð Íslands í Noregi
sem stendur fyrir skipulagningu
ferðarinnar ásamt Grænvangi,
en það er samstarfsvettvangur
atvinnulífs og stjórnvalda um lofts
lagsmál og grænar lausnir. Hlut
verk Grænvangs er m.a. að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda og
styðja við markmið um kolefnis
hlutlaust Ísland árið 2040.
Sveitarfélögum á landssvæðum,
þar sem vindorkuver eru í undir
búningi, býðst að slást í för með
Noregsförum og panta þátttöku,
en þó á eigin kostnað. Í ferðinni
verður leitast við að kynnast
reynslu Norðmanna af nýtingu
vindorku þar í landi. Erindi þessa
efnis var m.a. lagt fram og afgreitt
í byggðarráði Borgarbyggðar
16. mars sl. Í bókun af fundinum
segir: „Um er að ræða málefni sem
á komandi misserum mun kalla
á vandaða stefnumótun og aðra
ákvarðanatöku af hálfu sveitar
félagsins. Byggðarráð leggur til að
fjórir fulltrúar taki þátt í ferðinni
fyrir hönd sveitarfélagsins.“
Samkvæmt kynningu um
væntan lega ferð er markmið
hennar að veita sveitarstjórnar
fólki innsýn í orkumál í Noregi og
varpa ljósi á ólík viðfangsefni og
reynslu, allt frá stefnumótun og
löggjöf til innleiðingar og rekst
urs vindorkuvera frá sjónarhorni
ólíkra hagaðila. Vindorkuver
verða heimsótt og kynningar fara
fram af hálfu lykilaðila í norsku
vindorku umhverfi, þar á meðal
frá fyrirtækjum á borð við Stats
kraft (norska Lands virkjunin) og
vindmyllufyrirtækjum á borð við
Vestas, Zephyr, Zero og fleiri.
mm
Þiggja þátttöku í fræðsluferð til Noregs
til að kynna sér nýtingu vindorku
Vindmyllur skammt frá Stavanger í Noregi. Ljósm. Bjørn Sigurdsøn, NTB scanpix.
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingar vegna
fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og
deiliskipulags Garðaflóa, deiliskipulags Höfðasels og
deiliskipulags Grjótkelduflóa, skv. 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.
Aðal- og deiliskipulag Garðaflóa
Fyrirhuguð Aðalskipulagsbreyting tekur til nýs deiliskipulags
Garðaflóa um uppbyggingu athafnasvæðis, sbr. skipulagslýsingu.
Deiliskipulag Höfðasel
Fyrirhugað nýtt skipulag tekur til núverandi iðnaðarsvæðis í
Höfðaseli sbr. skipulagslýsingu.
Deiliskipulag Grjótkelduflóa
Fyrirhugað nýtt deiliskipulag tekur til athafnasvæðis í
Grjótkelduflóa og Kirkjutungu norðan Berjadalsár, sbr.
skipulagslýsingu.
Lýsinguna má nálgast á heimasíðu Akraneskaupstaðar
www.akranes.is og í þjónustuveri kaupstaðarins að Dalbraut 4.
Ábendingar varðandi skipulagslýsingu eiga að vera skriflegar og
berast fyrir 14. apríl 2023 í þjónustuver Akraneskaupstaðar
Dalbraut 4 eða á netfangið skipulag@akranes.is
Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar
Akranes.is
Skipulagslýsing vegna aðal- og deiliskipulags
Garðaflóa og deiliskipulags Höfðasels og
Grjótkelduflóa á Akrnesi