Skessuhorn - 29.03.2023, Side 10

Skessuhorn - 29.03.2023, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202310 Barnamenningarhátíðin OK verður haldin dagana 8.­13. maí næst­ komandi. Hátíðin fer milli svæða á Vesturlandi með stuðningi SSV og verður nú haldin í Borgarfirði og nágrenni. Á barnamenningar­ hátíðinni er fagnað allri menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn í lífi þeirra og verkefnum. Listaskóli Borgar­ fjarðar sér um skipulagið og framkvæmdina í samstarfi við fjöl­ marga aðila, bæði skóla og fyrir­ tæki. Dagskráin er í hraðri mótun og áhersla lögð á að verkefni barna og ungmenna séu í sviðsljósinu. Þetta er júróvisjón­vikan og því upplagt að leggja hreinlega alla vik­ una undir menningu og skemmtun með börnum sínum. Í tilkynningu vegna undir­ búnings hátíðarinnar segir að fram hafið komið frábærar hugmyndir um verkefni og þó ekki sé hægt að framkvæma allt sem stungið hefur verið upp á að þessu sinni þá verður safnað í sarpinn og geymt til betri tíma. „Gefið verður út Barnablað í samvinnu við Skessuhorn með völdu efni þar sem sögur, myndir og ljóð barna á svæðinu fá aukna athygli. Viðburðir verða í leik­ skólum og skólum. Þannig munu t.d. nemendur úr söngleikjadeild tónlistarskólans bjóða leikskólum brot úr sýningunni Dýrin í Hálsa­ skógi. Grunnskólarnir verða með opið hús þar sem afrakstri vetrar­ ins verður fagnað. Í boði verða líka kvikmyndasýningar í Óðali í sam­ starfi við Bíó Paradís, tónleikar með frumsömdum verkum, frum­ sýning og tónleikar sem byggja m.a. á mjög forvitnilegum stein­ trompet frá Páli á Húsafelli sem hann gaf nemanda tónlistarskól­ ans og öðrum náttúrusprottnum hljóðfærum Páls í Reykholti, sýning og sýningarleiðsögn fyrir börn í Safnahúsinu, listsýning í Geirabakaríi auk lokahátíðar í Hjálmakletti laugardaginn 13. maí þar sem ýmsir einstaklingar og hópar á öllum aldri koma fram.“ Nafn hátíðarinnar, OK, er valið vegna þess hve tengingar við orðið eru fjölbreyttar og líka hrífandi. OK er fjallið okkar allra, smátt í fjallahringnum en mikilvægt eins og börnin. OK, eins og börnin, tengist líka samvisku einstaklinga. Jökull þess er horfinn og minnir okkur þannig á ábyrgð samfélags­ ins og framtíð barna okkar. Orðið OK merkir líka byrði og það minnir á fallega sögu um byrði. Maður nokkur gekk fram á ungan dreng með yngra barn á bakinu. „Þetta er þung byrði fyrir ungan dreng“ sagði maður við drenginn. Drengurinn leit upp og brosti um leið og hann sagði „Þetta er ekki byrði – þetta er systir mín“. Skilaboðin eru skýr og falleg og gætu allt eins átt við nátt­ úruna sem allir þurfa að læra að umgangast eins og „systur“ okkar. OK er svo líka oft lesið ókei sem merkir „allt í lagi“ sem felur í sér skilaboð um létta og jákvæða lund og var skemmtilega undirstrikað í undankeppni júróvisjón núna í vor í samnefndu lagi. Auglýst verður eftir efni í barna­ blaðið og allar ábendingar um inn­ tak hátíðarinnar eða framkvæmd­ ina eru vel þegnar. Senda má póst á tonlistarskoli@borgarbyggd.is.“ -fréttatilkynning Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa kallað eftir hugmyndum að hátíðum á svæðum á Vesturlandi þar sem listahátíðir eru alla jafnan ekki að fara fram og uppfylla skil­ yrði sem sett eru í verkefninu. „Listahátíðir á Vesturlandi“ er hluti af áhersluverkefninu „Menningar­ gróska“ og er sett fram til að efla framboð á faglegum listahátíðum í landshlutanum. Er þetta liður í að uppfylla markmið Sóknaráætlunar Vesturlands um að auka hlutdeild skapandi atvinnugreina í atvinnulífi svæðisins og að Vesturland verði þekkt fyrir ríkt menningarstarf með öflugri markaðssetningu. Fram kemur á heimasíðu SSV að verkefnið sé útfært þannig að gerður er samningur við aðila sem hyggjast efna til listahátíðar árið 2024, en skuldbinda sig til að undirbúa og skipuleggja sín verk­ efni með t.d. gerð fjármagns­ og verkáætlana, skoðana á samskonar hátíðum og svo framvegis. Valin verða að hámarki þrjú verkefni til þátttöku og munu þau fá á bilinu 500­800 þúsund krónur í verkið. Auk þess munu ráðgjafar SSV veita ráðgjöf í ferlinu. Markmiðið er að haustið 2023 verði tilbúið handrit að listahátíð sem má nýta til frekari fjármögnunar og umsóknar í Upp­ byggingarsjóð Vesturlands 2024. Þau skilyrði sem verkefnin verða að uppfylla eru: Sé grasrótarhátíð, (þ.e. hafi ekki farið fram áður), með sérhæfðum listgreinum, t.d. sviðs­ listir, myndlist, uppistand, hlað­ varp o.s.fv., séu ekki bæjarhátíðir eða íþróttaviðburðir, sveitarfélög og stofnanir í opinberum rekstri hafa ekki rétt á þátttöku, kostur er að hugað sé að barnamenningu, hafi verkefnastjórnanda og/eða list­ rænan stjórnanda sem hefur hlotið menntun og/eða reynslu í viðkom­ andi listgrein. Loks er æskilegt að með framkvæmd viðburðarins skapist atvinnu­ og viðskiptatæki­ færi fyrir ferðaþjónustaðila á starfs­ svæði hátíðanna og að ekki verði farið í beina samkeppni við aðrar listahátíðir eða menningarviðburði á Vesturlandi. Skipaður verður starfshópur á vegum SSV sem annast val og samningagerð við verkefnastjóra hátíðanna. Hópurinn áskilur sér þann rétt að hafna öllum inn­ sendum umsóknum. Tengiliður SSV er Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi. vaks Áhöfnin á Sigurvin, nýjasta björgunar skipi landsins, ákvað á föstudaginn að koma við í tveimur höfnum vestanlands á siglingu sinni frá Reykjavík til Siglufjarðar. Fyrst var komið við í Akranes­ höfn þar sem siglt var í einn hring fyrir Guðmund St Valdimars­ son ljósmyndara. Næst var för­ inni heitið til Rifs þar sem Lífs­ bjargarmenn tóku vel á móti félögum sínum. Var nýja skipið skoðað og síðan boðið í kaffi og pönnukökur í björgunarsveitarhús­ inu, áður en förinni var fram haldið norður. Í áhöfn skipsins var meðal annarra Kolbeinn Óttars­ son Proppé fyrrum þingmaður og blaðamaður á Skessuhorni, en nú björgunarsveitarmaður á Siglu­ firði. Eftir viðkomu í Rifi var næsta höfn Bolungarvík en komið var til Siglufjarðar á laugardaginn. Skipið er annað í röðinni af 13 skipum sem Slysavarna félagið Landsbjörg er að láta smíða í Finnlandi. Fyrstur var Þór frá Vestmannaeyjum sem kom til landsins fyrr í vetur, nú Siguvin en þriðja skipið í röðinni mun hafa aðsetur í Reykjavíkurhöfn og kemur næsta haust. mm Kalla eftir hugmyndum að hátíðum á Vesturlandi árið 2024 Barnamenningarhátíðin OK fer fram í maí Jökullinn Ok í ofanverðum Borgarfirði, sem á í vök að verjast sem slíkur. Sigurvin kom við í tveimur höfnum á Vesturlandi Tekinn var hringur í Akraneshöfn fyrir Guðmund St Valdimarsson ljósmyndara. Sigurvin komið til Rifs. Þar er til staðar í höfninni björgunarskipið Björgin sem smíðað var 1988 í Havant í Bretlandi. Telja verður líklegt að í þessari lotu endur- nýjunar björgunarskipaflota Landsbjargar muni röðin koma að Lífsbjörgu, enda oft sem reynir á mikilvægi öflugs björgunarskips á þeim slóðum. Ljósm. af. Eftir hádegi á laugardag kom skipið til hafnar á Siglufirði. Mikil hátíðahöld voru á Siglufirði í tilefni þessa. Ljósm. Landsbjörg.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.