Skessuhorn - 29.03.2023, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202310
Barnamenningarhátíðin OK verður
haldin dagana 8.13. maí næst
komandi. Hátíðin fer milli svæða
á Vesturlandi með stuðningi SSV
og verður nú haldin í Borgarfirði
og nágrenni. Á barnamenningar
hátíðinni er fagnað allri menningu
barna, menningu með börnum og
menningu fyrir börn í lífi þeirra
og verkefnum. Listaskóli Borgar
fjarðar sér um skipulagið og
framkvæmdina í samstarfi við fjöl
marga aðila, bæði skóla og fyrir
tæki. Dagskráin er í hraðri mótun
og áhersla lögð á að verkefni barna
og ungmenna séu í sviðsljósinu.
Þetta er júróvisjónvikan og því
upplagt að leggja hreinlega alla vik
una undir menningu og skemmtun
með börnum sínum.
Í tilkynningu vegna undir
búnings hátíðarinnar segir að fram
hafið komið frábærar hugmyndir
um verkefni og þó ekki sé hægt að
framkvæma allt sem stungið hefur
verið upp á að þessu sinni þá verður
safnað í sarpinn og geymt til betri
tíma.
„Gefið verður út Barnablað í
samvinnu við Skessuhorn með
völdu efni þar sem sögur, myndir
og ljóð barna á svæðinu fá aukna
athygli. Viðburðir verða í leik
skólum og skólum. Þannig munu
t.d. nemendur úr söngleikjadeild
tónlistarskólans bjóða leikskólum
brot úr sýningunni Dýrin í Hálsa
skógi. Grunnskólarnir verða með
opið hús þar sem afrakstri vetrar
ins verður fagnað. Í boði verða líka
kvikmyndasýningar í Óðali í sam
starfi við Bíó Paradís, tónleikar
með frumsömdum verkum, frum
sýning og tónleikar sem byggja
m.a. á mjög forvitnilegum stein
trompet frá Páli á Húsafelli sem
hann gaf nemanda tónlistarskól
ans og öðrum náttúrusprottnum
hljóðfærum Páls í Reykholti,
sýning og sýningarleiðsögn fyrir
börn í Safnahúsinu, listsýning í
Geirabakaríi auk lokahátíðar í
Hjálmakletti laugardaginn 13. maí
þar sem ýmsir einstaklingar og
hópar á öllum aldri koma fram.“
Nafn hátíðarinnar, OK, er valið
vegna þess hve tengingar við orðið
eru fjölbreyttar og líka hrífandi.
OK er fjallið okkar allra, smátt í
fjallahringnum en mikilvægt eins
og börnin. OK, eins og börnin,
tengist líka samvisku einstaklinga.
Jökull þess er horfinn og minnir
okkur þannig á ábyrgð samfélags
ins og framtíð barna okkar.
Orðið OK merkir líka byrði
og það minnir á fallega sögu um
byrði. Maður nokkur gekk fram
á ungan dreng með yngra barn á
bakinu. „Þetta er þung byrði fyrir
ungan dreng“ sagði maður við
drenginn. Drengurinn leit upp
og brosti um leið og hann sagði
„Þetta er ekki byrði – þetta er
systir mín“. Skilaboðin eru skýr og
falleg og gætu allt eins átt við nátt
úruna sem allir þurfa að læra að
umgangast eins og „systur“ okkar.
OK er svo líka oft lesið ókei sem
merkir „allt í lagi“ sem felur í sér
skilaboð um létta og jákvæða lund
og var skemmtilega undirstrikað í
undankeppni júróvisjón núna í vor
í samnefndu lagi.
Auglýst verður eftir efni í barna
blaðið og allar ábendingar um inn
tak hátíðarinnar eða framkvæmd
ina eru vel þegnar. Senda má póst á
tonlistarskoli@borgarbyggd.is.“
-fréttatilkynning
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
hafa kallað eftir hugmyndum að
hátíðum á svæðum á Vesturlandi
þar sem listahátíðir eru alla jafnan
ekki að fara fram og uppfylla skil
yrði sem sett eru í verkefninu.
„Listahátíðir á Vesturlandi“ er hluti
af áhersluverkefninu „Menningar
gróska“ og er sett fram til að efla
framboð á faglegum listahátíðum í
landshlutanum. Er þetta liður í að
uppfylla markmið Sóknaráætlunar
Vesturlands um að auka hlutdeild
skapandi atvinnugreina í atvinnulífi
svæðisins og að Vesturland verði
þekkt fyrir ríkt menningarstarf með
öflugri markaðssetningu.
Fram kemur á heimasíðu SSV
að verkefnið sé útfært þannig að
gerður er samningur við aðila
sem hyggjast efna til listahátíðar
árið 2024, en skuldbinda sig til að
undirbúa og skipuleggja sín verk
efni með t.d. gerð fjármagns og
verkáætlana, skoðana á samskonar
hátíðum og svo framvegis. Valin
verða að hámarki þrjú verkefni til
þátttöku og munu þau fá á bilinu
500800 þúsund krónur í verkið.
Auk þess munu ráðgjafar SSV veita
ráðgjöf í ferlinu. Markmiðið er að
haustið 2023 verði tilbúið handrit
að listahátíð sem má nýta til frekari
fjármögnunar og umsóknar í Upp
byggingarsjóð Vesturlands 2024.
Þau skilyrði sem verkefnin verða
að uppfylla eru: Sé grasrótarhátíð,
(þ.e. hafi ekki farið fram áður), með
sérhæfðum listgreinum, t.d. sviðs
listir, myndlist, uppistand, hlað
varp o.s.fv., séu ekki bæjarhátíðir
eða íþróttaviðburðir, sveitarfélög
og stofnanir í opinberum rekstri
hafa ekki rétt á þátttöku, kostur er
að hugað sé að barnamenningu,
hafi verkefnastjórnanda og/eða list
rænan stjórnanda sem hefur hlotið
menntun og/eða reynslu í viðkom
andi listgrein. Loks er æskilegt
að með framkvæmd viðburðarins
skapist atvinnu og viðskiptatæki
færi fyrir ferðaþjónustaðila á starfs
svæði hátíðanna og að ekki verði
farið í beina samkeppni við aðrar
listahátíðir eða menningarviðburði
á Vesturlandi.
Skipaður verður starfshópur
á vegum SSV sem annast val og
samningagerð við verkefnastjóra
hátíðanna. Hópurinn áskilur sér
þann rétt að hafna öllum inn
sendum umsóknum. Tengiliður
SSV er Sigursteinn Sigurðsson
menningarfulltrúi.
vaks
Áhöfnin á Sigurvin, nýjasta
björgunar skipi landsins, ákvað á
föstudaginn að koma við í tveimur
höfnum vestanlands á siglingu
sinni frá Reykjavík til Siglufjarðar.
Fyrst var komið við í Akranes
höfn þar sem siglt var í einn hring
fyrir Guðmund St Valdimars
son ljósmyndara. Næst var för
inni heitið til Rifs þar sem Lífs
bjargarmenn tóku vel á móti
félögum sínum. Var nýja skipið
skoðað og síðan boðið í kaffi og
pönnukökur í björgunarsveitarhús
inu, áður en förinni var fram
haldið norður. Í áhöfn skipsins var
meðal annarra Kolbeinn Óttars
son Proppé fyrrum þingmaður og
blaðamaður á Skessuhorni, en nú
björgunarsveitarmaður á Siglu
firði. Eftir viðkomu í Rifi var næsta
höfn Bolungarvík en komið var til
Siglufjarðar á laugardaginn.
Skipið er annað í röðinni af 13
skipum sem Slysavarna félagið
Landsbjörg er að láta smíða í
Finnlandi. Fyrstur var Þór frá
Vestmannaeyjum sem kom til
landsins fyrr í vetur, nú Siguvin
en þriðja skipið í röðinni mun
hafa aðsetur í Reykjavíkurhöfn og
kemur næsta haust.
mm
Kalla eftir hugmyndum að
hátíðum á Vesturlandi árið 2024
Barnamenningarhátíðin
OK fer fram í maí
Jökullinn Ok í ofanverðum Borgarfirði, sem á í vök að verjast sem slíkur.
Sigurvin kom við
í tveimur höfnum
á Vesturlandi
Tekinn var hringur í Akraneshöfn fyrir Guðmund St Valdimarsson ljósmyndara.
Sigurvin komið til Rifs. Þar er til staðar í höfninni björgunarskipið Björgin sem
smíðað var 1988 í Havant í Bretlandi. Telja verður líklegt að í þessari lotu endur-
nýjunar björgunarskipaflota Landsbjargar muni röðin koma að Lífsbjörgu, enda
oft sem reynir á mikilvægi öflugs björgunarskips á þeim slóðum. Ljósm. af.
Eftir hádegi á laugardag kom skipið til hafnar á Siglufirði. Mikil hátíðahöld voru á
Siglufirði í tilefni þessa. Ljósm. Landsbjörg.