Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 11

Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 11 SK ES SU H O R N 2 02 3 Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 Auglýsing um afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar um athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu Á 232. fundi sveitarstjórnar, þann 9. mars 2023, var tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar. Tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 15. júlí 2022 með fresti til að skila inn umsögnum og athugasemdum til og með 26. ágúst 2022. Alls bárust umsagnir og athugasemdir frá 17 aðilum á auglýsingartímanum. Samþykkt sveitarstjórnar ásamt afgreiðslu og umsögn um athugasemdir er hægt að nálgast á heimasíðu Dalabyggðar: www.dalir.is Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning SK ES SU H O R N 2 02 3 Skírdagur Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 16 Flutt verður Stabat Mater e. Pergolesi Heiðdís Hanna Sigurðardóttir og Kristín Sveins dóttir syngja ásamt konum úr Kór Akraneskirkju. Frá Betaníu til Emmaus Í Hallgrímskirkju í Saurbæ verður helgihald dag hvern í dymbilviku og um páska, undir yfirskriftinni frá Betaníu til Emmaus, auk hins hefðbundna helgihalds á skírdag, föstudaginn langa og páskadag. Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og aurbæjarprestakall D gsetning Garða- og Saurb jarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjarprestakall Helgihald í dymbilviku og páska Akraneskirkja 6. príl skírdagur Kvöldguðsþjónusta með Getsemanestund kl. 20 9. apríl páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 Hallgrímskirkja í Saurbæ 1. apríl laugardagur fyrir pálmasunnudag Síðdegisguðsþjónusta kl. 18.00 með minningu smurningar Jesú í Betaníu. 2. apríl pálmasunnudagur Íhugun um Pálmavið kl. 18.00. 3. apríl mánudagur í dymbilviku Guðsþjónusta með íhugun um iðrun og fyrirgefningu kl. 18.00. 4. apríl þriðjudagur í dymbilviku Íhugun um vatnið og skírnina kl. 18.00. 5. apríl miðvikudagur í dymbilviku Fjórtán stöðvar krossferilsins kl. 18.00. Íhuganir um krossferilsmyndir Önnu G. Torfadóttur og kross – og upprisumyndir Gunnars J. Straumland. 6. apríl skírdagur Fermingarmessa kl. 11.00 Fermdir verða: Marteinn Bóas Maríasson Páll Andrés Þorgeirsson Íhugun um síðustu kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna. kl. 18.00 7.apríl föstudagurinn langi Lestur passíusálmanna og tónlistarflutningur kl. 13 Dagskráin stendur fram eftir degi, fólk getur komið og farið að vild. 8. apríl hinn helgi laugardagur Kvöldbænir með lestri 50. Passíusálms kl. 18.00 Páskanæturvaka kl. 23.00 9. apríl páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 08.00 Morgunverður að lokinni guðsþjónustu í Saurbæjarhúsi 10.apríl annar páskadagur Emmausmessa Göngumessa (ef veður leyfir ) kl. 16.00 Hefst við kirkjuna. Auðveld ganga sem hentar flestum Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) kynnti í byrjun síðustu viku nýja tillögu þess efnis að tekið verði upp kílómetragjald í stað núverandi tekjuöflunar ríkissjóðs af eldsneyti á ökutæki. FÍB hefur þróað reikni­ formúlu fyrir kílómetragjald sem endurspeglar raunveruleg afnot allra ökutækja af vegakerfinu en mætir um leið þörf fyrir orkuskipti í samgöngum. Kílómetragjaldið geti jafnframt komið í stað kostnaðar­ samra áforma um sérstaka gjald­ töku vegna nýframkvæmda, svo sem í jarðgangagerð. Á vefsíðu FÍB, fib.is, er reiknivél sem gerir bíl­ eigendum kleift að sjá hvernig kíló­ metragjald kemur út fyrir tilteknar bifreiðar miðað við notkun þeirra. Í tillögunum er lagt til að kíló­ metragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti öku­ tækja. Með kílómetragjaldi myndu eigendur rafmagnsbíla byrja að borga fyrir afnot af vegakerfinu, en greiða þó mun lægra gjald en eig­ endur mengandi ökutækja. Þannig leggur FÍB til að gjald á hvern ekinn kílómetra fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkom­ andi bíls. Endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið og álag hans á vegakerfið. Þrátt fyrir að gjaldtaka hefjist á notkun rafmagnsbíla er kílómetragjaldið hugsað sem hvati til orkuskipta í samgöngum. Losun koltvísýrings (CO2) frá ökutækjum er því stór áhrifaþáttur í gjaldinu; engin eða lítil losun þýðir lægra gjald og meiri losun hærra gjald. Þyngd ökutækja hafi mest að segja um slit vegakerfisins og tekur kíló­ metragjaldið því einnig mið af þeim þætti. Fram kom í kynningu FÍB að kostnaður af því að nota bílinn verði lítið breyttur fyrir langflesta bíleig­ endur því skattar á eldsneyti og bif­ reiðagjald myndu falla niður við upptöku kílómetragjaldsins. Þeim sem taka þátt í kostnaði við vega­ samgöngur mun hins vegar fjölga. Loks leggur FÍB til að Skatturinn sjái um innheimtu gjaldsins hjá eig­ endum ökutækja, ýmist í samræmi við áætlun eða álestur af kílómetra­ mælum bifreiða. Innheimta verði með svipuðu sniði og fyrir rafmagn og hita í húsum. Tillögur FÍB voru talsvert til umræðu í vikunni sem leið. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telji tillögurnar vera í anda þeirrar vinnu sem ráðuneytið hefði unnið að til að einfalda innheimtu gjald­ töku vegna umferðar. Þá hefur Vilhjálmur Árnason, formaður samgöngunefndar Alþingis, sömuleiðis fagnað tillögum FÍB og því að bifreiðaeigendur sjálfir komi með svona tillögur og hugsi í lausnum. mm Lagt til að kílómetragjald endurspegli notkun bifreiða Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.