Skessuhorn - 29.03.2023, Side 14

Skessuhorn - 29.03.2023, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202314 Á þriðjudagskvöld í liðinni viku var boðað til bændafundar í Loga­ landi í Borgarfirði. Að fundinum stóð fjallskilanefnd Rauðs gilsréttar annars vegar en hins vegar fjallskilanefnd upprekstrar Þverár­ réttar. Þessar afréttarnefndir eru skipaðar bændum sem reka á afrétti Arnarvatnsheiðar og upprekstrar­ svæði Þverárréttar sem nær allt upp á Holtavörðuheiði, en fénu sem þar gengur er smalað og því réttað í Þverárrétt og Fljótstungurétt. Sauðfjárveikivarnargirðingu á Lambatungum á Arnarvatnsheiði, milli afrétta, hefur ekki verið haldið við síðustu árin og fé hefur því átt greiða leið á milli. Bændur sunnan Hvítár hafa því á síðustu árum á hverju hausti sótt sífellt fleira fé í Þverárrétt, allt upp í 700 að hausti. Mun færra fé hefur hins vegar leitað suður fyrir. Á undanförnum árum hefur fé á báðum afréttum fækkað umtalsvert og því er nú til umræðu jafnvel að hætta að keyra fé á Arnarvatnsheiði og þar með leggja Fljótstungurétt af. Til að svo geti orðið þarf að endurgirða sauð­ fjárveikivarnargirðingu sem ekki hefur verið haldið við. Fé bænda í Reykholtsdal og Hálsasveit yrði þá sleppt á afrétt úr innanverðri Þverárhlíð og því smalað til réttar í Þverárrétt ásamt fé bænda úr Stafholtstungum, Þverárhlíð og Hvítár síðu. Leita leiða til að fækka dagsverkum Rétt er að ítreka að fundurinn í Logalandi var einungis til kynn­ ingar og til að opna fyrir umræður um málið. Áratuga­ og jafnvel aldahefð er fyrir núverandi fyrir­ komulagi fjallskila og því ekki sjálfgefið að slíkar breytingar séu kynntar með það fyrir augum að taka strax gildi. En í ljósi þess að sauðfjárbændum hefur verið að fækka mjög á undanförnum árum liggur fyrir að bændur verða að leita hagræðingar í rekstri og fækka dagsverkum við göngur og leitir. Þverárrétt var steypt upp og tekin í notkun 1961. Þessi fyrrum fjárflesta rétt landsins er stór og gæti hæglega rúmað allt fé af báðum fyrrgreindum afréttum. Steypan í henni er hins vegar orðin léleg og þarfnast réttin mik­ ils viðhalds. Fljótstungurétt er þó sýnu bágbornara mannvirki. Hún er elsta fjárrétt landsins sem enn er í notkun, hlaðin úr hraungrjóti og krefst þess að árlega sé gengið með hleðslum í réttarveggjum. Bændum er því ljóst að kostnaðarsamt verður að ráðast í endurbætur á báðum þessum réttum og því hefur nú verið opnað fyrir hugmyndir um að sameina afréttinn. Fækkun sauðfjár hefur leitt til þess að vinna við göngur og réttir hefur færst á færri hendur og dags­ verk orðin býsna mörg við þau bú sem eftir eru í rekstri. Á fundinum í Logalandi var almennt tekið vel undir sjónarmið um nauðsyn þess að leita hagræðingar. Þó eru einhverjir á móti fyrirhuguðum breytingum. Allir voru þó sammála um að frum­ skilyrði væri að girt verði upp fyrrum varnargirðing á Lamba­ tungum. Samþykkt var ályktun frá Árna B Bragasyni: „Fundur upp­ rekstrarfélags Rauðsgilsréttar og Þverárafréttar upprekstrar lýsir yfir miklum vilja til þess að fyrrverandi varnarlínugirðing sem var á milli afréttanna verði endurreist á svip­ uðum slóðum eða á öðrum stað sem henta þykir betur. Jafnframt er bent á að MAST hefur látið undir höfuð leggjast að hreinsa upp þessa fyrrverandi varnarlínugirðingu.“ Mikil fækkun á síðustu árum Á undanförnum árum hefur fé fækkað á báðum afréttum. Fram kom á fundinum að fækkun á Þverár réttarafrétti hafi á síðasta ári verið meiri en sem nemur öllu fénu sem nú er ekið á afrétt á Arnarvatns­ heiði. Þangað er farið með fé af níu bæjum og ljóst að þeim mun fækka enn frekar. Sömuleiðis hefur umtalsverð fækkun orðið á Þverár­ réttarafrétti. Landið þar getur því hæglega tekið við því þeim kindum sem bættust við af Arnarvatns­ heiðar afréttinum ef þessi tillaga verður samþykkt, sömuleiðis nægt rými í Þverárrétt. Fram kom að girðingar á Þverárréttarafrétti eru að stórum hluta í lagi, að undanskil­ inni girðingunni milli afréttanna á Arnarvatnsheiði. mm Á fundi skipulags­ og umhverfis­ ráðs Akraneskaupstaðar á mánu­ daginn í síðustu viku fóru Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri á umhverfis­ og skipulagssviði og Lárus Ársælsson hjá Mannviti yfir valkosti vegna viðhalds á ytra byrði Akraneshallar, en þak hallarinnar hefur ryðgað talsvert á undan­ förnum árum. Tveir valkostir hafa verið skoðaðir. Annars vegar er um að ræða hefðbundið viðhald á ytra byrði þar sem áætlaður kostnaður er um 240 milljónir króna miðað við óeinangrað hús. Hins vegar er um að ræða endurnýjun á ytra byrði og einangrun hússins þar sem gert er ráð fyrir að Akraneshöllin verði upphituð en þar er áætlaður kostn­ aður næstum helmingi hærri eða 460 milljónir króna. Skipulags­ og umhverfisráð fól Ásbirni að vinna málið áfram en ráðið áréttaði einnig að mikil­ vægt væri að tryggja samráð við bæjar stjórn í heild sinni ásamt hagsmunaaðilum þegar endanleg ákvörðun verður tekin. vaks Skoða viðhald á ytra byrði Akraneshallar Ræða hagræðingu og mögulega fækkun afrétta Fjárrekstur af Arnarvatnsheiði. Fé á heimleið úr Þverárrétt. Svipmynd úr Fljótstungurétt, elstu rétt landsins sem enn er í notkun.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.