Skessuhorn - 29.03.2023, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 15
Fundur með foreldrum barna sem
stunda nám í Laugargerðisskóla í
Eyja og Miklaholtshreppi fór fram
síðastliðinn fimmtudag. Þar kynnti
stjórn foreldrafélagsins hugmyndir
sínar sem miða að því að koma í
veg fyrir að skólanum verði lokað.
Skessuhorn greindi frá því í lok síð
asta mánaðar að 20. febrúar síðast
liðinn hefði sveitarstjórn tekið
ákvörðun um að loka skólanum
eftir yfirstandandi skólaár, næðust
samningar við annað sveitar félag
um skólaþjónustu. Íbúar í Eyja
og Miklaholtshreppi voru 1. mars
síðastliðinn 117 og því er sveitar
félagið eitt af þeim fámennari á
landinu sem enn reka grunnskóla.
Ellefu einkareknir
skólar til
Hugmyndir foreldrafélagsins eru á
þá leið að stofnað verði einkahluta
félag sem kaupa myndi skólahús
næðið og reka áfram grunnskóla
í Laugargerði. Einkahlutafélagið
yrði stofnað af foreldrum en jafn
framt opið öllum þeim sem vilja
taka þátt. Nú eru 18 nemendur í
skólanum en enginn mun útskrifast
næsta vor og þrír nemendur munu
bætast við næsta vetur sem vitað
er um. Samkvæmt þessum hug
myndum yrði skólinn þá einkarek
inn en ellefu slíkir grunnskólar eru
á landinu í fjórum sveitarfélögum,
sjö þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Í
flestum einkareknum skólum borga
nemendur skólagjöld en ekki er
áætlað að innheimta skólagjöld fyrir
nemendur Laugargerðisskóla.
Nýta svæðið til
uppbyggingar
Fram kom á fundinum að foreldra
félagið vill sjá börnunum sínum
fyrir menntun á heimaslóðum og
stuðla að frekari uppbyggingu á
svæðinu. Félagið sér fyrir sér mikla
möguleika með því að stofna til
reksturs sem fjárhagslega gæti stutt
við starf grunnskólans. Á svæðinu
er gott íþróttahús, tjaldsvæði og
útivistarsvæði. Skólahúsnæðinu
fylgir 25 hektara land þar sem
m.a. eru skipulagðar ellefu lóðir
og hesthúsahverfi með reiðhöll en
skipulagið er nú í auglýsingaferli
hjá sveitarfélaginu. Bróðurpartur
lóðarinnar er svo óskipulagt svæði
og sér foreldrafélagið þar fyrir sér
möguleika á uppbyggingu.
Ýmsar hugmyndir eru uppi
um hvernig hægt verði að nýta
byggingarnar. Nefnt var far
fuglaheimili, sumarbúðir og lista
mannasetur sem dæmi. Gert er ráð
fyrir meiri nýtingu á sundlaug og
íþróttahúsi samhliða tjaldsvæðinu,
m.a. með viðburðahaldi. Foreldra
félagið vill gera umhverfið heill
andi fyrir barnafjölskyldur, byggja
upp skólann og skapa fleiri störf.
Fram kom á fundinum að ljóst
sé að ráðast þarf í framkvæmdir á
skólabyggingunni. Áætlun þar að
lútandi er í undirbúningi svo sem
um hvað gera þurfi og í hvaða
tímaröð. Brýnt yrði að hefja
framkvæmdir sem fyrst og stefna
á að nauðsynlegustu verkþáttum
verði lokið á næstu fimm árum.
Hugmyndir foreldrafélagsins eru
á frumstigi en ekki er langt síðan
sveitarstjórn tók þá ákvörðun að
stefna að lokun skólans. Foreldra
félagið ákvað því að bregðast við.
Til að skólastarf haldi áfram í hús
næðinu næsta haust þarf ferlið því
að ganga hratt fyrir sig. Sveitar
stjórn hefur þegar verið kynnt
málið og segja talsmenn foreldra
félagsins samtalið hafa verið á
jákvæðum nótum. Sveitarstjórn
hefur þó ekki gefið formlega út
hvort húsnæðið sé falt. Ekkert er
því fast í hendi um framtíð skóla
starfsins, en foreldrafélagið vonast
eftir faglegu samstarfi um þróun
mála í jákvæða átt.
Hreppsnefnd Eyja og
Miklaholtshrepps var boðuð til
fundar í gær, þriðjudag, en honum
var ekki lokið þegar Skessuhorn fór
í prentun.
sþ
Pottar
Heitir og kaldir
Lok
og festingar
trefjar.is
Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði
Eldstæði
í þremur stærðum
Hafðu samband
sala@trefjar.is
550 0100
Góðar
stundir
Sauna
tilbúin til notkunar
Verð frá
1.167.000 kr.
Verð frá
220.150 kr.
Sindraskel
tilvalin í ferðaþjónustuna Aukahlutir
Tröppur, yfirbreiðslur o.fl.
Foreldrafélag Laugargerðisskóla vill stofna
einkahlutafélag og kaupa skólahúsnæðið
Laugargerðisskóli. Ljósm. sþ. Svipmynd af foreldrafundinum. Ljósm. sþ.