Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202320
Aðalfundur Kúabændafélagsins
Baulu, sem nær frá sunnanverðu
Snæfellsnesi, um Mýrar og Borgar
fjörð norðan Skarðsheiðar, var
haldinn mánudaginn 20. mars í
Félagsheimilinu Lyngbrekku. Á
dagskrá voru hefðbundin aðal
fundarstörf en þegar henni lauk
var Baula og BúVest með sam
eiginlegan fræðslufund þar sem
Guðmundur Jóhannesson sér
fræðingur hjá RML og Jón Hjalti
Eiríksson lektor hjá LbhÍ héldu
fyrir lestra um skýrsluhald naut
griparæktarinnar, erfðamengis
úrval og fýsileika þess að kyn
greina nautasæði. Einnig skýrði
Jón Gíslason formaður BúVest frá
breytingum á skipulagi sæðinga
starfsemi á landinu. Félögum í
Baulu voru veittar viðurkenningar
fyrir afurðahæstu kýr, afurðahæstu
bú og hæst dæmdu kýr fyrir árið
2022.
Afurðahæstu kúabúin árið 2022
voru:
Nr. 1. Stakkhamar með 8.910 kg/
árskú
Nr. 2. Snorrastaðir með 8.007 kg/
árskú
Nr. 3. Lundur með 7.595 kg/árskú.
Afurðahæstu kýr 2022 voru:
Nr. 1. Gæfa frá Snorrastöðum
12.708 kg mjólk
Nr. 2. Sanda frá Hvanneyri 12.520
kg mjólk
Nr. 3. Heimsálfa frá Snorrastöðum
11.943 kg mjólk
Hæst dæmdu kýr 2022 voru:
Nr. 1. Þraut frá Lundi með 299,6 stig
Nr. 2. Ljóma frá Stakkhamri með
287,4 stig
Nr. 3. Brúða frá Stakkhamri með
283,4 stig
mm/ Ljósm. Egill Gunnarsson
Deildarfundur Vesturlands
deildar Auðhumlu svf, kúabænda
félags sem nær frá Kjalarnesi, um
allan Borgarfjörð, Mýrar og Snæ
fellsnes, var haldinn 21. mars sl.
að Hótel Hamri. Rædd voru mál
efni Auðhumlu svf og MS ehf og
farið yfir ársreikninga félagsins.
Að venju voru veittar viðurkenn
ingar til bænda sem höfðu fram
leitt úrvalsmjólk á árinu 2022.
Þeir voru: Gunnlaugsstaðir, Furu
brekka, SyðriKnarrartunga, Nýja
Búð, Bakki og Miðdalur.
Fram kom á fundinum að
efnahalli, það er mismunur á sölu
á fitu og próteini, hefur eilítið rétt
af, þar sem sala á próteinríkum
vörum hefur aukist undanfarið.
Mjólkursala á síðasta ári fór fram
úr söluspá. Vænst er meiri sölu
á yfirstandandi ári og vegur þar
þungt fjölgun ferðamanna. Miklar
hagræðingar hafa orðið í mjólkur
iðnaðinum og er það nýjasta að
finna í Mysuafurðum á Sauðár
króki þar sem búið er að setja upp
etanólverksmiðju sem mun vinna
hreint etanól úr því sem fellur til
við vinnslu annarra vörutegunda
hjá MS sem hingað til hefur farið
í súginn. Aðalfundur Auðhumlu
verður síðan haldinn 28. apríl nk. í
Reykjavík.
lb
Þriðja mótið í Vesturlandsdeildinni
í hestaíþróttum fór fram á miðviku
daginn í liðinni viku. Staðan í liða
og einstaklingskeppninni er orðin
verulega spennandi. Keppt var í
gæðingalist en þar spinna kepp
endur saman æfingum og gang
tegundum. Sigurvegari kvölds
ins var Jakob Svavar Sigurðsson
en hann var fenginn sem villi
köttur fyrir lið Laxárholts. Sigur
vegari í liðakeppninni var lið Upp
steypu sem átti þrjá keppendur í A
úrslitum. Næsta mót verður svo á
skírdag, 6. apríl, en þá verður þá
keppt í fimmgangi.
iss
Hér koma efstu fimm knapar í
gæðingalistinni:
Nr. 1. Jakob Svavar Sigurðsson og
Hrefna frá Fákshólum 7,77
Nr. 2. Guðmar Þór Pétursson og
Sókrates frá Skáney 7,67
Nr. 3. Randi Holaker og Þytur frá
Skáney 7,37
Nr. 4. Elvar Logi Friðriksson og
Teningur frá Viðvöllum Fremri 7,17
Nr. 5. Haukur Bjarnason og Ísar frá
Skáney 7,03
Staðan í liðakeppninni
eftir þrjú mót:
Nr. 1. Uppsteypa 121
Nr. 2. Söðulsholt/Hergill 107
Nr. 3. Laxárholt 100,5
Nr. 4. Hestaland 84,5
Nr. 5. Berg 50,5
Nr. 6. Team hestbak 50,5
Fimm efstu í einstaklings
keppninni eftir þrjú mót:
Nr. 1. Guðmar Þór Pétursson 25 stig
Nr. 2. Haukur Bjarnason 19 stig
Nr. 3. Friðdóra Friðriksdóttir 18 stig
Nr. 45. Iðunn Svansdóttir 14 stig
Nr. 45. Randi Holaker 14. stig.
Villikötturinn og Uppsteypa sigurvegarar kvöldsins
Jakob Svavar og Hrefna. Lið Uppsteypu var að vonum í skýjunum með góðan árangur.
Vesturlandsdeild
Auðhumlu hélt
aðalfund sinn
Mynd af bændum sem framleiddu úrvalsmjólk á árinu 2022 og voru mættir
á fundinn. F.v. Ágúst Guðjónsson stjórnarformaður Auðhumlu svf, Ólöf Ósk
Guðmundsdóttir og Hafþór Finnbogason Miðdal, Þórunn Kjartansdóttir f.h. Nýju
Búðar, Birgir Aðalsteinsson og Ásthildur Skjaldardóttir á Bakka og Jóhannes Hr.
Símonarson framkvæmdastjóri Auðhumlu svf. Ljósm. jhs.
Kúabændur í Baulu héldu aðalfund sinn
Verðlaunahafar. F.v. Björn Ingi Ólafsson fjósameistari á Hvanneyri, Kristín
Gunnarsdóttir á Lundi, Kristján Ágúst Magnússon á Snorrastöðum, Laufey
Bjarnadóttir á Stakkhamri, Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri og Símon
Bergur Sigurgeirsson á Lundi.
Góð mæting var á fundinn.