Skessuhorn - 29.03.2023, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202322
Ægir Örn Sveinsson er Seyð
firðingur í grunninn og starfaði
lengst af við forritun. Fyrir um
fimmtán árum síðan fann hann
guðfræðina kalla á sig og hóf þá
nám. Hann er nú útskrifaður guð
fræðingur og nýtekinn við sem
prestur í Ólafsvíkur og Ingjalds
hólsprestakalli á Snæfellsnesi.
Hann flutti því til Ólafsvíkur í
byrjun marsmánaðar frá Kópavogi
ásamt eiginkonu sinni til sex ára,
Paulu Nerenberg Sveinsson. Paula
er frá Argentínu en máttur Inter
netsins leiddi þau saman. Hún segir
smábæjarlífið á Íslandi eiga vel við
sig en hún kann vel við kyrrðina
og öryggið sem fylgir smærri sam
félögum. Blaðamaður Skessuhorns
hitti hjónin í Ólafsvíkurkirkju og
fékk að heyra þeirra sögu.
Kennari, forritari
og prestur
Ægir er fæddur í Vestmannaeyjum
og var ungur strákur þegar gaus
árið 1973, en þá flúði fjölskyldan
upp á land og fór aldrei aftur til
Eyja. Fjölskyldan settist í kjöl
farið að á Seyðisfirði eftir stutta
viðkomu í Reykjavík. „Ég segist
alltaf vera Seyðfirðingur og tala
um Seyðisfjörð sem heima,“ segir
Ægir. Aðspurður segist hann hafa
tekið virkan þátt í kirkjustarfi þar
sem barn. „Á mínum uppvaxtar
árum var virkt barna og æskulýðs
starf í kirkjunni á Seyðisfirði og ég
fór yfirleitt líka í sumarbúðir Þjóð
kirkjunnar á Eiðum. Þaðan kemur
mín tenging við kirkjuna og kristna
trú,“ segir Ægir sem þó sá ekki
fyrir sér þá að verða prestur. „Það
er allskonar fólk sem hefur áhrif á
mann í gegnum lífið. Ég var með
flottan kennara í grunnskóla og
vildi verða kennari eins og hann.
Eftir grunnskóla fór ég þess vegna
í Menntaskólann í Reykjavík með
það í huga að verða kennari. Ég fór
svo í Kennaraháskólann og klár
aði námið þar en entist ekki lengi
í kennslu. Ég er svolítill eilífðar
stúdent, algjör Georg, og er með
nokkrar háskólagráður. Mig lang
aði að prófa að skipta um vettvang
og fór þá að læra tölvunarfræði
en ég hef unnið við upplýsinga
tækni stærstan hluta af mínum ferli,
aðallega við forritun,“ segir Ægir.
Fann köllun
Ægir vann sem forritari hjá ýmsum
fyrirtækjum, nú síðast hjá Norður
áli á Grundartanga sem hann fer
fögrum orðum um. „Norðurál er
flott fyrirtæki og skemmtilegur
vinnustaður. Þannig að það var alls
ekki það að ég væri ekki að njóta
mín í vinnunni. En fyrir svona 15
árum dró vinur minn mig með sér
á biblíulestur í Lindakirkju. Ég hef
verið að lesa og hugsa um guðfræði
síðan ég var tíu ára og verið virkur í
að iðka trú mína. Á biblíulestrinum
sköpuðust umræður og mér fannst
þetta svo gaman og fannst eins og ég
hefði eitthvað að gefa. Upp frá þessu
kviknaði hugmyndin að læra guð
fræði. Ég heyrði að erfitt væri að fá
vinnu sem prestur þar sem yfirleitt
eru margir um brauðið og þess
vegna erfitt að komast að óreyndur.
Ég fann samt þessa köllun og dreif
mig í guðfræðinám meðfram forrit
uninni, ég var einhver tíu ár að klára
námið en þetta hafðist á endanum,“
segir Ægir með brosi á vör.
Að kynnast samfélaginu
Í desember síðastliðnum sótti Ægir
um starf sóknarprests í Ólafsvíkur
og Ingjaldshólssókn. Í byrjun árs
hafði hann fengið starfið og flutti
til Ólafsvíkur nú í byrjun marsmán
aðar. „Hér er búið að taka ofsalega
vel á móti okkur og við finnum fyrir
miklum hlýhug og vinsemd. Þetta
samfélag er kannski ekki mjög ólíkt
því sem ég bjó í á Seyðisfirði að
stærð. Sem prestur í svona sam
félagi nær maður að kynnast og
tengjast söfnuðinum sínum mun
betur en prestar á höfuðborgar
svæðinu. Þar er svolítið útilokað
að þekkja öll sín sóknarbörn en hér
er það alveg hægt,“ segir Ægir sem
hefur verið að kynnast samfélaginu
undanfarnar vikur en Ólafsvíkur
kirkja og Ingjaldshólskirkja tilheyra
hans embætti. „Ég byrjaði á því að
kynnast sóknarnefndum kirknanna.
Svo er ég búinn að halda messur
í báðum kirkjunum og fékk að sjá
nokkur andlit í messukaffinu. Við
hjónin ákváðum svo bæði að fara
í kirkjukórinn til að kynnast fólki
betur. Kórinn er mjög skemmti
legur en mér finnst rosalega gaman
að syngja og hef sungið í nokkrum
kórum. Kórinn hérna syngur ekki
bara í messum, hér eru líka tón
leikar, stundum er farið í söngferða
lög og eitthvað fleira skemmtilegt.
Það er gaman að kynnast fólki í
gegnum sameiginlegt áhugamál en
svo er þetta auðvitað líka tenging
við kirkjuna þó ég sé í öðru hlut
verki í messum. Ég er samt ekki
prestur á kóræfingum, þá er ég bara
einn af hópnum,“ segir Ægir.
Menningarmunurinn
Ægir kynntist eiginkonu sinni á
netinu en Paula er frá Buenos Aires
í Argentínu. Paula segir Ísland og
Argentínu mjög ólík lönd. „Þegar
við vorum búin að spjalla í einhvern
tíma bað hann mig um að koma til
Íslands. Fyrir mér var Ísland mjög
framandi svo ég byrjaði að gúggla
landið,“ segir Paula. „En í Arg
entínu eru formlegri siðir svo ég
sagði honum að hann þyrfti fyrst
að koma til mín og hitta foreldra
mína. Hann kom þá í heimsókn til
Argentínu. Það er mikill munur á
menningunni í þessum löndum og
við hlæjum oft að því þegar hann
kom fyrst heim til okkar. Í Arg
entínu er siður að fara ekki úr úti
skónum inni á heimilum, ég veit
sjálf ekki af hverju það er. En þegar
Ægir kom fyrst í heimsókn fór
hann úr skónum og kom sér vel
fyrir í sófanum. Við vorum svolítið
hissa á þessu og mamma sagði við
mig; „honum hlýtur að líða svona
svakalega vel hjá okkur,“,“ segir
Paula og hlær.
Giftu sig eftir mánuð
Heimsóknin gekk vel og í fram
haldinu ákvað parið að Paula myndi
dvelja á Íslandi í þrjá mánuði.
„Ég vildi sjá til hvernig mér litist
á þetta allt saman. Það leið svo
ekki nema mánuður þangað til við
vorum orðin gift, svo þetta gerð
ist mjög hratt. Brúðkaupið var
smátt en við buðum bara fjórum í
athöfnina. Ég vaknaði samt daginn
eftir brúðkaupið í áfalli og hugs
aði „Ó nei, hvað var ég að gera.“
Ægir hafði samt engar áhyggjur og
ég var fljót að jafna mig. Við erum
búin að vera gift í sex og hálft ár
núna en mér líður mjög vel hér og
er yfir mig hamingjusöm þó þetta
hafi verið mikið að melta í byrjun.
Menningarsjokkið var mikið enda
var þetta stór ákvörðun. Ég kom
líka til landsins í lok september
og kom því beint í veturinn, það
var svolítið erfitt. Ægir var samt
mjög stuðningsríkur og með tíð
og tíma lærði ég íslensku, fór í
háskóla, tók ökupróf, fékk kenni
tölu og gat byrjað að vinna,“ segir
Paula en hún lærði íslensku við
Háskóla Íslands og vefforritun við
Tækniskólann.
Fór úr gyðingdómi
í kristna trú
Paula er fædd gyðingur en ákvað
að skipta yfir í kristna trú 19 ára
sem var fjölskyldu hennar erfitt.
„Mamma talaði ekki við mig í viku
og ég held hún hafi næstum fengið
hjartaáfall. Hún sá svo hvað kirkjan
var að gera mér gott og kemur í dag
stundum með mér í messu,“ segir
Paula en fjölskylda hennar eru
gyðingar langt aftur í ættir. „For
feðrum mínum tókst einhverjum á
sínum tíma að flýja inn í skóg frá
stríðinu. Afi minn var frá Rúmeníu
og þegar hann kom til Argentínu
neitaði hann að tala rúmensku þar
sem illa hafði verið farið með hann
þar. Mamma veit svo t.d. ekki hvort
hún eigi systkini í Rúmeníu en
saga fjölskyldunnar er stór og mikil
tengd trúnni, þess vegna var þetta
henni erfitt þegar ég skipti um trú.
Það æxlaðist út frá því að ég byrj
aði að skoða Biblíuna en mér var
ekki leyft að lesa hana þegar ég
var yngri. Mér fannst trúin áhuga
verð og prufaði svo að fara í kirkju.
Þegar ég skipti um trú hét ég því
að ég myndi giftast presti,“ segir
Paula og hlær. „Þess vegna var það
frekar fyndið þegar ég kynntist Ægi
og komst að því að hann vildi verða
prestur.“ Ægir bætir við: „Það er
gaman að sameinast í trúnni en
ég æfi allar mínar predikanir fyrir
hana og hún segir mér svo hvort
þær séu nógu áhugaverðar.“
Stolt af Ægi
Paula segist horfa með aðdáun
til Ægis en hann sýndi mikla
þrautseigju í náminu og missti
aldrei sjónar af markmiðinu. „Hann
er mjög góður forritari og mér
fannst ótrúlegt að hann vildi skilja
við þessa miklu þekkingu sem hann
var búin að byggja upp í forritunar
geiranum. Ægir er mjög ákveðinn
og hann var alltaf einbeittur á að ná
sínu markmiði þó námið hafi tekið
langan tíma. Ég er mjög stolt af
honum en hann er mikil fyrirmynd
og sýnir okkur að við eigum að
fylgja okkar draumum eftir. Ég er
ekki góð í að setja mér markmið og
fylgja þeim eftir en það er hvetjandi
að fylgjast með Ægi,“ segir Paula.
Koma úr ólíkum menningarheimum en
sameinast í forritun og kristinni trú
Rætt við séra Ægir Örn Sveinsson og Paula Nerenberg Sveinsson, prestshjón í Ólafsvík
Séra Ægir Örn Sveinsson og Paula Nerenberg Sveinsson í Ólafsvíkurkirkju. Ljósm. sþ.
Ægir og Paula við Iguazú fossana í Argentínu. Ljósm. aðsend.