Skessuhorn - 29.03.2023, Síða 26

Skessuhorn - 29.03.2023, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 202326 Það styttist í vorið og blaðamaður Skessuhorns skellti sér í bíltúr og á rúnt­ inn á Akranesi eftir hádegi á fimmtudaginn. Myndavélin var með í för og fest á filmu fólk, dýr og hluti á ferð um bæinn. Svo er bara að vona að vorið komi sem fyrst en allavega var ágætis veður og ekki annað að sjá að það væri kominn vorhugur í flesta, bæði menn og dýr. vaks Rúntað um Skagann Myndasyrpa Lena, Sandra og Carmen voru að leika sér í aparólunni í Brekkó. Heppinn AK 25 hafði það náðugt í höfninni. María Helga Guðmundsdóttir og Kátur sem er af Coton de Tuléar kyni. Lalli vélstjóri og eigandi Villa AK 33 var að gera við vélina í bátnum. Víkingur AK 100 var í höfn og líklega búinn að fara í sína síðustu veiðiferð á loðnuvertíðinni. Selma Rögnvaldsdóttir var í göngutúr með Laxa og Húgó sem vildi ekki vera með á myndinni. Jói, Jón og Mummi voru í heimsókn hjá Hinna rakara. Elísabet Lillý var ánægð í sólinni á leikskólanum Garðaseli. Schäfer hundurinn Fenrir var með eiganda sínum í vinnunni. Helena Guttormsdóttir var létt í lund við Langasand. Axel í Axelsbúð var að gera við hjól fyrir sumarið. Ragna Dís og Heimir í versluninni Nínu voru ánægð með inniveðrið. Þessir kátu krakkar úr Grundaskóla voru að bíða eftir strætó.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.