Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 27

Skessuhorn - 29.03.2023, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2023 27 Krossgáta Skessuhorns Ýkjur Loforð Auðn Skúm Tónn Fjar- stæða Eirð Sæla Skæði Rasa Loðna Fuglinn Montinn Glóir Hvílt Dvelur Kusk Reykur Tónn Kropp Skel Spil Státinn Ennþá Njóla Korn 3 Lit- verp Sérhlj. Dramb Krumla Stía Pár Lágt hljóð Her- menn 1001 Slabb Erindi Áætlun Röð Alltaf Dvöl Tölur Virðir Hlé 5 Hár Hestur 6 Afi Reið Harma Kvika Gribba Veð Stöng Ólm Sk.st. Röð Sníkjur Tínir Veisla Lúin 9 7 Vaskur Heimili Einn Ráfa Á nefi Spurn Samhlj. Sjó Natni Þegar Óhóf Ljós- ker Hæla Hug- aðar Fisk Hæla Faðma 2 Spjall Stoð Ávani 8 Köggul Krydd Erfiði Lokka Hermir 4 Lænu Risa Slúðra Flýti Eysil Unga Sk.st. Utan Hróp Kvað Tví- böku Nóa Losa 1 Dyggar Rödd Góð 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar­ orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn ­ krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vik­ unni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Lausn á síðustu krossgátu var: „Af góðum hug koma góð ráð.“ Heppinn þátttakandi var Þórunn Erla Sighvats, Dalsflöt 9, Akranesi. F Y R N S K A S P U R U L L O F A R T R A N A Á N A I R I S Á R A A U R A N U S L R Ú S Í N U R T R A U S T F E G R A Ð I Ð A R A N A I R P A I H A M S T R A R O K I A N N A R S K U G U M U P P N Á A T A L R Í R Á P H Ó L M U R L Á Ð Ó S Í N K A M L A R L V L Á R I Í A T F E R L I B A T K L Ó N A T I N N Á T Í A A G A A F L E I T U S G Á G R I P I N Ö F Ó L K T Á R S T R A X S P A R A S Ó T A R I S I I N N A H R A P A U Ð N A N U N D M A R R P R A N G A A F G Ó Ð U M H U G K O M A G Ó Ð R Á Ð Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fisk­ veiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvóta­ setja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síð­ asta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rök­ stuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á hrognkelsum/grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvóta­ setja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjó­ menn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá. Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta. Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerf­ inu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2% þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvóta­ setningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi strandveiði­ kerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda hrognkelsaveiðar! Styðjum sjávarbyggðirnar. Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fisk­ veiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana. Hver er þá munurinn á því að krefj­ ast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkis­ stjórn? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetningu og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er varaþingmaður VG í NV kördæmi. Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Pennagrein Senjórítur er kvennakór á höfuð­ borgarsvæðinu skipaður konum sem eru 60 ára og eldri og er sú elsta í hópnum 95 ára. Stjórn­ andi kórsins er Agouta Joo sem kom frá Ungverjalandi og hefur auðgað tónlistarlíf Íslendinga síð­ ustu þrjá áratugi. Um næstsíðustu helgi lögðu Senjórítur land undir fót og héldu í Borgarnes, nærri 60 manna hópur. „Senjórítur áttu yndislega daga í Borgarnesi og við höfðum það dýrðlega gott á Hótel Borgarnesi. Það voru stífar æfingar frá því við mættum á laugardagsmorgni alveg fram að „happy hour.“ Þá áttum við notalega samverustund þar sem starfsfólk hótelsins stjanaði við okkur. Síðan tók við dásam­ legur kvöldverður sem var reiddur fram af fagmennsku og kvöldvaka þar sem við öll; kórinn, stjórnandi og eiginmaður hennar Vilberg tón­ listarskólastjóri skemmtum okkur konunglega. Takk Borgarnes og Hótel Borgarnes,“ segir í tilkynn­ ingu frá kórnum. mm Senjórítur áttu góða helgi í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.