Fréttablaðið - 30.03.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
halldór
Frá degi til dags
Leiðtogar
þeirra allra
eru svo
forhertir
afturhalds-
seggir að
fullkomin
óvissa
er um á
hvaða öld
þeir lifa.
Við verð-
um að búa
þannig um
hnútana
að dyrnar
geti verið
opnar fyrir
erlendri
fjárfestingu
í íslenskum
grænum
lausnum.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Markmið stjórnvalda í loftslagsmálum og um full orku-
skipti kalla á skýra sýn og nýja nálgun sem mun byggja
á markmiðum fyrir einstaka geira atvinnulífsins,
aukinni áherslu á loftslagshagstjórn og forgangsröðun í
þágu loftslagsmarkmiða á öllum sviðum samfélagsins.
Mikilvægt er að tryggja samstarf ríkis, sveitarfélaga
og atvinnulífs til þess að ná framangreindum mark-
miðum.
Við þurfum að fjárfesta í nýsköpun til þess að finna
nýjar lausnir en einnig að innleiða þekktar lausnir til að
leysa vandamálin sem við stöndum frammi fyrir.
Í gær fór fram nýsköpunarráðstefna á Siglufirði. Að
ráðstefnunni stóðu Eimur og Norðanátt sem bæði
eru nýsköpunarverkefni sem ráðuneytið hefur styrkt
ásamt viðeigandi landshlutasamtökum og fyrir-
tækjum.
Ráðuneytið hefur auk þess gerst aðili að nýsköpunar-
verkefnunum Bláma, Orkídeu, Eygló og Gleipni. Allt
eru þetta verkefni sem ganga út á að virkja hugvitið
um land allt til þess að leita grænna lausna við þeim
áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.
Það á jafnt við um orkuskiptin, sem við ætlum okkur
að klára, og um virkjun hugvitsins að enginn landshluti
má sitja eftir. Áskoranirnar í loftslagsmálunum eru
einfaldlega af þeirri stærðargráðu að það þurfa allir að
leggjast á eitt og vinna saman við að leita lausna.
Bankað á dyrnar
Í desember síðastliðnum tók stýrihópur um eflingu
umhverfis- og loftslagsvænna nýfjárfestinga – Græni
dregillinn – til starfa. Markmiðið er að bæta ferla
og þjónustu, allt frá hugmynd að rekstri. Þá er stýri-
hópnum ætlað að vera svokallað „one stop shop“ fyrir
grænar erlendar nýfjárfestingar.
Við Íslendingar höfum lengi verið í þeirri stöðu að
þurfa að sækja erlenda fjárfestingu til landsins. Sér-
staða okkar í orkumálum, metnaðarfull markmið
ríkisstjórnarinnar og íslenskt hugvit veldur því að nú er
bankað á dyrnar hjá okkur. Við verðum að búa þannig
um hnútana að dyrnar geti verið opnar fyrir erlendri
fjárfestingu í íslenskum grænum lausnum. Nýsköpun
og hugvit um land allt eru lykilþættir í sókninni sem
fram undan er. n
Grænar lausnir
Guðlaugur
Þór Þórðarson
umhverfis-,
orku- og loftslags-
ráðherra
ser@frettabladid.is
Dellur
Íslendingar eru delluþjóð í orði
og æði. Þeim finnst gjarnan
best að fylgja hjörðinni, hvort
heldur er í háttum eða hugar-
fari. Það er enda erfitt að búa í
fámenninu og skera sig úr, vera
öðruvísi og annarskyns.
Og þetta á ekki síst við um
talsmátann. Það apa allir allt
upp eftir öðrum. Þess vegna er
allt „geggjað“ á Íslandi og hefur
verið um árabil. Og ef það er
ekki „geggjað“ er það alveg
„ógeðslega“ flott.
En svo kemur að því að
landinn gefst upp á einsleitni
orðanna og fer að fálma
eftir einhverju nýju sem má
tönnlast á næstu árin.
Tryllt
Nú er farið að bera á nýjasta
orðinu.
Og það er „tryllt“. Fast-
eignasalar, svo einhverjir séu
nefndir, eru byrjaðir að skipta
út orðinu „geggjað útsýni“ og
„geggjaður garður“ í „tryllt
útsýni“ og „trylltan garð“.
Það var og.
Auðvitað eru f lestir lands-
menn fyrir lifandis löngu
orðnir hundleiðir á orðskríp-
inu „geggjað“ yfir alla hluti í
lífinu, en hvort þessi arftaki
á tungu þeirra fari betur í
munni en þetta ofnotaðasta
orð á eyjunni í norðri, skal
ósagt látið.
En það var samt „tryllt
gaman“ að skrifa þennan
pistil. n
Fjölmörgum þjóðríkjum sem stæra sig af
því að búa við lýðræði – og gott ef ekki
einhver mannréttindi – er í reyndinni
stjórnað af hættulegum hrokagikkjum
sem svífast einskis við að sanka að sér
völdum til að hylja slóð spillingar og siðleysis.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels,
er dæmi um dreissugan ofstopamann af þessu
tagi. Hann fer fyrir einni hættulegustu aftur-
haldsstjórn sem setið hefur að völdum í landinu
um áraraðir – og er þar raunar af nógu að taka í
rysjóttri sögu þjóðanna fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Netanjahú hrökklaðist frá völdum fyrir fáum
árum vegna spillingarmála eftir að hafa verið
þaulsætinn á stóli forsætisráðherra í Ísrael, en
náði valdataumunum á nýjan leik undir lokin á
síðasta ári með fulltingi hægrisinnuðustu flokka
landsins.
Og leiðtogar þeirra allra eru svo forhertir
afturhaldsseggir að fullkomin óvissa er um á
hvaða öld þeir lifa. Itamar Ben-Gvir, leiðtogi
Gyðinglegs valds, hefur verið ákærður fyrir
hatursorðræðu og er einbeittur stuðningsmaður
hryðjuverkasamtaka strangtrúaðra gyðinga.
Aryeh Deri sem leiðir rétttrúnaðarflokkinn
Shas, hefur verið fundinn sekur um skattsvik,
mútuþægni og fjársvik. Bezalel Smotrich fer
fyrir Trúarlega zíonistaflokknum og berst fyrir
aðskilnaði gyðinga og araba á fæðingardeildum
og er alræmdur fyrir þau orð sín að Palestínu-
menn séu ekki til. Loks þarf að nefna Avi Maoz,
formann Noam-flokksins sem vill leggja af
gleðigöngur í landinu og talar gegn því að konur
fái jöfn tækifæri á við karla í hernum.
Fimmta íhaldið í þessari stæku stjórn er svo
auðvitað karlpungurinn Netanjahú sem bítur
höfuðið af skömminni í svikum og prettum.
Hann er klappaður upp af þessum forpokuðu
fjórmenningum sem að ofan eru taldir og
freistar þess nú með bellibrögðum að draga úr
völdum dómstóla í landinu og auka völd sín á
þeirra kostnað.
Það myndi merkja að ríkissaksóknari landsins
gæti ekki lengur lýst því yfir að forsætisráðherra
landsins sé vanhæfur til að gegna starfi sínu, en
þar með yrði erfiðara að bola svikamanni úr
embætti sem hefur ítrekað verið sakaður um
spillingu og fjársvik.
Þessu fyrirhugaða valdaráni og árás á lýðræðið
í landinu hefur verið svarað með viðamestu og
fjölmennustu mótmælum í sögu Ísraels. Það er
vel.
En við blasir hins vegar hugmyndafræði
hægra íhaldsins, að taka sér dómsvald í bland
við framkvæmdavaldið og sulla raunar þrískipt-
ingu valdsins saman í einn súran graut.
Það eru svona karlar sem heiminum stendur
hætta af. Þeim stendur ógn af lýðræði. n
Hrokagikkir
Kynntu þér
dreifingu
Fréttablaðsins
Skannaðu kóðann í
snjalltækinu þínu
Nánari upplýsingar
www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing
10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARs 2023
FIMMTuDAGuR