Fréttablaðið - 30.03.2023, Síða 16
Fyrstu skartgrip-
irnir sem ég eign-
aðist voru í skírnargjöf,
það var kross og arm-
band áletrað með nafn-
inu mínu.
Unnur Eir Björnsdóttir
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Unnur Eir Björnsdóttir
gullsmíðameistari hefur
einstaklega fallegan og fág-
aðan smekk þegar kemur að
hönnun skartgripa. Hönnun
hennar hefur vakið athygli
fyrir form og áferð, mjúkar
línur eru áberandi í forminu.
Unnur er fjölskyldumanneskja,
gift með þrjú börn og elsta barnið
hennar fermdist einmitt um
síðustu helgi. Unnur starfar hjá
Meba sem er fjölskyldufyrirtæki,
en segja má að hún hafi alist upp
innan um skartgripi frá fyrst tíð og
þannig kviknaði áhugi hennar á
því að læra gullsmíði.
„Ég ólst upp innan um skartgripi
og úr. Afi og amma stofnuðu Meba,
eða Magnús E. Baldvinsson eins og
það hét þá. Þegar mamma og pabbi
koma inn í reksturinn og verslunin
flytur í Kringluna breyttu þau
nafninu í Meba. Ég varði miklum
tíma þar með þeim í uppvextinum,
sem var dásamlegur tími. Ætli
áhuginn hafi ekki komið strax þá,
ég var með miklar skoðanir á hvað
mér þætti fallegt og hvernig ég
vildi hafa gripina. Fannst sömu-
leiðis áhugavert að fylgjast með
verkstæðisvinnunni og vildi geta
skapað mitt eigið,“ segir Unnur.
Fyrstu skartgripirnir skírnargjöf
Unnur man vel eftir fyrsta skart-
gripnum sem hún eignaðist og
sömuleiðis veit hún vel hvenær
hún fékk fyrsta skartgripinn sinn.
„Fyrstu skartgripirnir sem ég
eignaðist voru í skírnargjöf, það
var kross og armband áletrað með
nafninu mínu. En skartgripurinn
sem ég eignaðist fyrst sem ég man
eftir eru skartgripirnir sem ég fékk
í fermingargjöf, þríkrossinn frá
ömmu og afa og gullhringur frá
systkinum mínum.“
Unnur segir að skartgripirnir
hennar hafi mikið tilfinningalegt
gildi fyrir hana og séu persónu-
legir munir sem geyma minningar.
„Skartgripir eru svo persónulegir.
Trúlofunarhringurinn minn er
náttúrulega í miklu uppáhaldi
sem og hringurinn sem ég erfði
eftir ömmu mína. Man eftir mér
sem lítilli stelpu horfa dáleidd á
hringinn og nú í dag fylgja margar
minningar þessum hring,“ segir
Unnur dreymin á svipinn.
Unnur hefur einstaklega þægi-
lega nærveru, er jákvæð að eðlis-
fari og bjartsýn og það má segja að
það skíni í gegn í hönnun hennar.
Einnig er hún afar vandvirk og hún
segist þar af leiðandi stundum vera
svolítið smámunasöm.
Sköpunarkrafturinn hefur ávallt
Persónulegir skartgripir sem geyma minningar
Unnur Eir
gullsmíða-
meistari sækir
innblásturinn
í hönnuninni
mest í dag-
lega lífið sem
og náttúruna.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
verið til staðar hjá Unni. „Ég sæki
innblásturinn mest í daglega lífið
og náttúruna. Ekki er annað hægt
en að fyllast eldmóð þegar maður
keyrir um og ferðast í kringum fal-
lega landið okkar.“
Innblástur frá Dimmalimm
Þegar Unnur er spurð hvort hún
muni eftir fyrsta skartgripnum
sem hún hannaði segir hún
að verkefnin hafi verið mörg í
náminu. „Ég vann mörg hönn-
unarverkefni þegar ég var í CSM
í London en það var eitt verkefni
sem ég þróaði svo áfram og er
orðið hluti af minni línu í dag.
Það er hringur sem ég vann út frá
ævintýrinu Dimmalimm eftir
Mugg. Tók mjúkar línur svansins
sem ég mótaði sem hring, í miðju
hringsins þar sem svanshöfuðið
endar í raun festi í ég stein í „kór-
ónu“ Dimma limmar.“
Aðspurð segir Unnur að skart-
gripir séu aftur að koma inn sem
vinsælar fermingargjafir. „Hérna
áður fyrr voru skartgripir mikið
gefnir. Fyrir svona 10 til 15 árum
held ég sirka, tíminn líður svo
hratt, þá varð vinsælla að gefa
fermingarbörnum pening. En í
dag finnst mér svo yndislegt að
heyra að fermingarbörn óski sér
að fá gjafir líka. Það er gaman að
fá pakka. Þannig að það að gefa
skartgrip er að aukast aftur og
þá bæði fyrir stúlkur og drengi,“
segir Unnur og bætir við að það sé
ánægjulegt að sjá hversu margir
drengir óski sér ákveðinna skart-
gripa sem þeim finnst fallegt að
bera.
Það má segja að skartgripatískan
fari í hringi, rétt eins og fatatískan.
Einu sinni var það gullið, svo hvíta-
gull og síðan var silfrið vinsælast.
Unnur er spurð hvað hún telji vera
það heitasta í dag. „Gyllti liturinn
er vinsælastur í dag. Þá ýmist ekta
gull eða gullhúðað silfur,“ segir
Unnur að lokum. n
Draumur nefnist þetta armband.
Draumur. Hálsmenið er hluti af
skartgripalínu Unnar.
Eyrnarlokkar sem heita Dimma. Eyrnalokkar úr Draumalínunni.
Hringurinn Dimma limm sem Unnur hannaði á sínum tíma. Tók mjúkar línur
svansins sem hún mótaði sem hring, í miðju hringsins þar sem svanshöfuðið
endar í raun festi hún stein í „kórónu“ Dimmalimmar.
4 kynningarblað A L LT 30. mars 2023 FIMMTUDAGUR