Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2023, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.03.2023, Qupperneq 20
Ég vil hjálpa Íslend- ingum að týna ekki dýrmætum menningar- arfi sínum og munstur- þekkingu heldur láta hann ganga í endurnýjun lífdaga í nútímafatnaði. Þýski hönnuðurinn Frieda Roolf hannar flíkur og fylgi- hluti undir nafninu Fríða fína. Í nútíma fatnaði hefur hún gömul íslensk munstur til vegs og virðingar.  thordisg@frettabladid.is „Ég hef alltaf heillast af gömlum íslenskum og norskum munstrum. Fyrsta árið sem ég bjó á Íslandi fékk ég gefins Íslensku sjóna­ bókina sem geymir forn íslensk munstur og fann að ég vildi vinna með þau og gera þeim hærra undir höfði. Ég vil hjálpa Íslendingum að tapa ekki dýrmætum menningar­ arfi sínum og munsturþekkingu heldur láta hann ganga í endurnýj­ un lífdaga með því að nota hann á nútímafatnað sem hægt er að nota bæði hvunndags og spari.“ Þetta segir Frieda Roolf, þýskur hönnuður og innanhússarkitekt sem flutti til Íslands fyrir sex árum. Hún vinnur mestmegnis í búningahönnun fyrir kvikmynda­ bransann, oftast fyrir bandarískt bíó og sjónvarp, nú síðast fyrir sjónvarpsseríuna Wheel of time fyrir Amazon. „Í kvikmyndabransanum vinnur maður kannski sleitulaust í sjö mánuði en mig vantaði að vinna með eitthvað annað þegar ekkert væri að gera þess á milli. Ég var yfir mig heilluð af þessum gömlu, fallegu munstrum og þótti leiðinlegt að finna enga notkun þeirra hér á landi, nema á þjóð­ búningum og gömlum útsaum í Góða hirðinum sem reyndist þá annað hvort sænskur eða norskur. Ég hafði líka bara séð krakka í lopapeysum og búningum með munstri í bóndastíl og fannst mikilvægt að brúa bil fortíðar til nútímans með líflegum krakka­ peysum með útsaumi og bróderíi til að nota hvunndags eða spari.“ Leiðinlegt þegar allir eru eins Frieda var að vinna að búningum fyrir tökur á þáttum sem fram fóru í Tékklandi þegar hún kynnti sér útsaumsvélar sem taka við munstrum á stafrænan hátt og úr varð að tékknesk samstarfs­ kona hennar prófaði að sauma flík sem þær unnu í sameiningu með útsaumi sem Frieda hannaði úr fornu, íslensku munstri. Í kjölfarið hannaði og saumaði Frieda gríðar­ fallegan telpnakjól sem minnir á skautbúning. „Ég fann svartan velúrkjól í H&M, úr svipuðu efni og notað er í suma íslensku þjóðbúningana, og hreinlega varð að prófa að sauma í hann gamalt íslenskt munstur til að sjá hvernig hann liti út. Ég stúdera munstrin út frá gömlum myndum og gef mér leyfi til að nota liti sem eru heppilegri fyrir börn. Ég elska þennan kjól sem ég gaf barna­ barni mannsins míns og hef nú hannað og saumað velúrpeysu með sama munstri á faldinum,“ segir Frieda sem hannar undir nafninu Fríða fína. „Ég hanna flíkurnar í anda 101 Reykjavík, fyrir nútímabörn því ég veit að ekki allir fíla að setja börnin sín í gamaldags sveitamúnd eringu. Ísland er fámenn eyja og fyrir mig sem Þjóðverja var skrýtið að sjá hvernig íslenska þjóðin vildi klæða sig eins og heildin. Þannig eru allar konur á mínum aldri með eins húfur og eins er því farið með krakkana, litaúrval í verslunum er mestmegnis brúnir og bleikir tónar, og helst í stíl við mömmu og pabba. Það finnst mér ógeðslega leiðinlegt. Krakkar sem hafa fengið peysurnar mínar elska þær, ekki síst vegna litanna og munstranna,“ segir Frieda. „Ég er líka pínu að vinna með Ástin, sjórinn og fjöllin halda mér á Íslandi Íslensk munstur fortíðar eiga fullt erindi í tískufatnað nútímafólks. Glæsilegur bekkur með gömlum út- saumi á glænýrri peysu frá Friedu.Hér má sjá gamla íslenska útsaumsfígúru sem minnir á nútíma róbótavíking. Frieda saumar allar peysurnar sjálf og notar til þess litrík og lífræn efni. krakkann í sjálfri mér. Ég nýt þess að setja efnin saman, finna réttu munstrin og liti sem tóna skemmti­ lega saman, og maðurinn minn skilur ekkert í því hvernig ég fer að því. Honum þykir útkoman bæði frískandi og flott, og tekur jafnan fram að honum hefði aldrei hugkvæmst að raða þessum litum saman.“ Made in Iceland, ekki Kína Frieda er með vinnustofu í húsi að Saurbæ á Strönd í Hvalfirði, en annan hvern föstudag, til að mynda á morgun, er hún í Kirsu­ berjatrénu á Vesturgötu þar sem hún selur íslensku munsturflík­ urnar sínar. „Ég veit að Íslendingar leggja ekki í vana sinn að fara í Kirsu­ berjatréð til að kaupa barnaföt, en einhvers staðar þarf ég að byrja. Mér finnst mikilvægt að fatnaðurinn sé heimagerður frá grunni, og í Kirsuberjatréð koma margir erlendir ferðamenn sem tala sérstaklega um að þeir kunni að meta að flíkurnar séu ekki merktar: Made in China. Ég sauma allan fatnaðinn sjálf og þótt ég hafi byrjað með barnaföt hef ég nú fært út kvíarnar því inn kemur fullorðið fólk sem segir: „Mig langar líka í svona“,“ segir Frieda kát. Efni til saumaskapsins flytur hún inn frá Þýskalandi. „Því mér leiðast þessir trend­ litir sem öllu ráða núna. Allt að 90 prósent efnanna minna eru lífræn en alls ekki allt því stundum finnst mér litur svo fallegur að ég stenst ekki að kaupa hann,“ segir hún og hlær. Frieda segir íslensku munstrin að mörgu leyti einstök. „Eitt af því sem einkennir gömlu munstrin er lítil fígúra sem lítur út eins og nútíma róbóta­ víkingur. Hann er afskaplega sætur og nútímalegur, og krakkarnir eru yfir sig hrifnir af honum. Einnig er þar lítill dreki sem börnum þykir heillandi. Ég vil því leggja mitt af mörkum til að landsmenn endur­ uppgötvi sína merkilegu arfleifð í stað þess að eltast við útlend trend á Instagram og það leynir sér ekki að börnin hrífast af íslenska víkingaróbótanum, drekanum, litunum og fleiru, rétt eins og hinir fullorðnu af gömlu munstrunum.“ Hver einasta flík Friedu er ein­ stök og engin eins. „Mér finnst ótrúlega spennandi að vinna með fólki og að sér­ pöntunum. Ég á til fullt af töfrandi fallegum litum og hægt er að velja hvaða munstur sem er.“ Friður og ró í Hvalfirði Það var náttúran sem togaði Friedu til Íslands. „Ég kom til Íslands því ég þráði að hafa fjöll og sjó í kringum mig. Ég held ég sé líka pínu skrýtin, og það er maðurinn minn líka. Við erum að gera upp afar spenn­ andi hús frá gömlu fiskeldi við Hvalfjarðarströnd, hálfgerðan verksmiðjukubb sem við erum að breyta, byggja og bæta. Að ganga út um dyr þess er dásamlegt. Þar blasa við Botnssúlur og hafið er aðeins þrjá metra frá húsinu. Þarna finn ég frið og fegurð. Maðurinn minn er svo algjör snillingur í að byggja og með mig sem útlærðan innanhússarkitekt eru hæg heima­ tökin að búa til eitthvað alveg sérstakt saman,“ segir Frieda sem talar nær lýtalausa íslensku. „Maðurinn minn er íslenskur sem talar enga þýsku og heima tölum við því miður alltaf saman á ensku. Mig langar að verða enn betri í íslenskunni og æfi mig með því að tala við hundana okkar tvo, köttinn og hænurnar, og næst vill maðurinn fá geitur á bæinn.“ Frieda unir hag sínum vel á Íslandi en segir veðrið hafa verið erfitt og kalt í vetur. „Áður en ég kom til Íslands gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu tré eru mér mikilvæg. Ég elska að vera í skógi með 100 metra há tré allt í kring, en það er lítið um slíkt á Íslandi. Skóglendi hér á landi er aðeins 0,5 prósent af því sem var við landnám og ég vil hjálpa til við að breyta landinu til fyrra horfs. Þess vegna gróðurset ég tré fyrir hverjar 5.000 krónur sem ég sel í samstarfi við skógræktarverkefnið One tree planted á Norðurlandi og Austfjörðum. Mér finnst mikil­ vægt að gera ekki bara eitthvað út í loftið og vil leggja mitt af mörkum,“ segir Frieda sem er líka búin að gróðursetja 400 tré heima í Saurbæ. „Það gefur svo mikið að hafa tré. Dýralífið verður ríkulegra, landið meira lifandi og ekki eins vindasamt, að ógleymdri yndis­ legri gróðurangan og sitthverju til að vinna með,“ segir Frieda, alsæl í Hvalfirðinum. „Það er ástin sem heldur mér á Íslandi. Ég kom upphaflega til að læra að keyra hundasleða sem ég og gerði á Suðurlandi. Ég var svo á leið til Kanada þegar ég hitti manninn minn, Ómar Hafliðason, snilling með meiru. Ómar getur allt, hann er rafeindavirki, pípari, kafari og kann svo ótalmargt fleira. Við pössum líka silunga fyrir mann og Ómar finnur leiðir til að fá meira súrefni í vatnið. Saman getum við því gert svo margt og mikið sjálf, sem gerir allt einfaldara. Okkur langar að fá leyfi til að setja silunga í vatn sem er hér fyrir framan húsið og leyfa fjöl­ skyldum að koma og veiða. Eins og sést er því stundum mikið í gangi hjá okkur og það er alltaf gaman; aldrei leiðinlegt.“ Fylgist með Friedu á Instagram @fri.dafina n Fyrsti kjóllinn sem Frieda saumaði með gömlu íslensku munstri. Slaufa með sægrænum dreka sem er gamalt íslenskt útsaumsmunstur. Frieda kom fyrst til Íslands til að læra að keyra hundasleða en svo birtist ástin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 8 kynningarblað A L LT 30. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.