Fréttablaðið - 30.03.2023, Síða 22
Besta deild karla fer af stað
þann 10. apríl en þetta er í
annað sinn sem deildin er
með þessu fyrirkomulagi.
Spilaðir verða 22 leikir og
að þeim umferðum loknum
er deildinni skipt upp í tvo
hluta, eru þá spilaðir fimm
leikir. Fréttablaðið mun á
næstu dögum spá í spilin.
hordur@frettabladid.is
Félögin sem berjast munu við falldrauginn
Spá FréttablaðSinS – Besta deildin |
9. Keflavík
n Lykilmaður:
Nacho Heras
n Þjálfari: Sigurður
Ragnar Eyjólfsson
n Heimavöllur: HS Orku-völlurinn
n Íslandsmeistarar: 4 sinnum
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálf-
ari Keflavíkur, stimplaði sig inn á
síðustu leiktíð sem einn færasti
þjálfari deildarinnar. Sigurður setti
þá saman nýtt lið og gerði það
frábærlega, sama vinna er fyrir
höndum í ár en samheldni virðist
vera í Keflavík og Sigurður leiðir
hjörðina áfram.
Gríðarlegar mannabreytingar
eru á milli ára og allir bestu leik-
menn Keflavíkur eru farnir á
braut, nægir þar að nefna Patrik
Johannesen, Adam Ægi Pálsson
og Sindra Kristin Ólafsson. Það
verður þrautin þyngri fyrir Sigurð
Ragnar að setja saman nýtt lið en
það hefur verið ágætis uppgangur
í leik liðsins í vetur. Allt þarf að
smella svo Keflavík nái þessu
níunda sæti en það er vel gerlegt
miðað við liðin sem eru að keppa
við Keflavík um að halda sér í
deildinni.
Komnir
Jordan Smylie
Marley Blair
Mathias Rosenörn
Sami Kamel
Daníel Gylfason
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Viktor Andri Hafþórsson
Farnir
Adam Ægir Pálsson
Dani Hatakka
Joey Gibbs
Kian Williams
Patrik Johannesen
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Adam Árni Róbertsson
10. HK
n Lykilmaður: Leifur
Andri Leifsson
n Þjálfari: Ómar Ingi
Guðmundsson
n Heimavöllur: Kórinn
n Íslandsmeistarar: Aldrei
HK er komið aftur upp í deild
þeirra bestu og mun mikið mæða
á hinum unga þjálfara, Ómari Inga
Guðmundssyni. Þessi spennandi
þjálfari tók við þjálfun HK í upp-
hafi síðasta tímabils þegar Brynjar
Björn Gunnarsson sagði starfi sínu
lausu. Ómar stýrði HK upp í Bestu
deildina og lét liðið spila skemmti-
legan fótbolta.
HK er með sterkan kjarna sem
hefur verið styrktur lítillega í
vetur, liðið sárvantar framherja
sem tryggir 10–15 mörk og mögu-
leiki er á að HK sæki slíkan mann
áður en tímabilið byrjar.
HK hefur sótt tvo spennandi
erlenda leikmenn en miðju-
maðurinn Marciano Aziz raðaði
inn mörkum fyrir Aftureldingu í
Lengjudeildinni í fyrra og varnar-
maðurinn Ahmad Faqa kom á láni
frá AIK í Svíþjóð og er ætlað að
binda varnarleikinn saman. Harðir
HK-ingar hafa áhyggjur af mark-
varðarstöðunni en Arnar Freyr
Ólafsson hefur varið mark liðsins
undanfarin ár.
Komnir
Marciano Aziz
Ahmad Faqa (á láni)
Atli Hrafn Andrason
Atli Þór Jónasson
Brynjar Snær Pálsson
Farnir
Stefán Ingi Sigurðarson
Ásgeir Marteinsson
Bjarni Gunnarsson
Bjarni Páll Linnet Runólfsson
Bruno Soares til Þýskalands
11. Fram
n Lykilmaður:
Guðmundur
Magnússon
n Þjálfari: Jón Sveinsson
n Heimavöllur: Framvöllur,
Úlfarsárdal
n Íslandsmeistarar: 18 sinnum
Framarar þurfa að óttast fall-
drauginn í sumar en eftir frábært
tímabil í fyrra er hætt við því að
heilkennið sem fylgir oft öðru
tímabili í efstu deild banki upp
á. Fram hefur misst meira en
liðið hefur sótt og gæti það verið
áhyggjuefni.
Varnarleikur liðsins var ansi
slakur á síðustu leiktíð og fékk
liðið á sig 63 mörk í 27 leikjum,
aðeins liðin sem féllu úr deildinni
fengu fleiri mörk á sig.
Fram hefur fengið þrjá leikmenn
til sín í vetur en allir eiga það sam-
eiginlegt að vera óskrifað blað í
efstu deild, Adam Örn Arnarson
hefur reynslu úr atvinnumennsku
en hann lék með Breiðabliki og
Leikni á síðustu leiktíð og fann
ekki sitt besta form.
Fram hefur misst mikilvæga
leikmenn og nægir þar að nefna
Alex Frey Elísson og Almar
Ormarsson sem áttu stóran þátt í
því að Fram vegnaði vel á síðustu
leiktíð. Guðmundur Magnússon
skoraði sautján mörk á síðustu
leiktíð og óvíst er hvort hann geti
haldið uppteknum hætti.
Komnir
Adam Örn Arnarson
Aron Jóhannsson
Orri Sigurjónsson
Farnir
Almarr Ormarsson
Gunnar Gunnarsson
Indriði Áki Þorláksson
Jesús Yendis
Alex Freyr Elísson
12. Fylkir
n Lykilmaður: Ólafur
Kristófer Helgason
n Þjálfari: Rúnar Páll
Sigmundsson
n Heimavöllur: Fylkisvöllur
n Íslandsmeistarar: Aldrei
Appelsínugula liðið í Árbænum
er aftur mætt í deild þeirra bestu
en liðið vann Lengjudeildina á
sannfærandi hátt á síðustu leiktíð.
Í vetur hefur hins vegar Fylkir ekki
styrkst mikið. Nokkrir leikmenn
hafa bæst í hópinn en erfitt er að
sjá einhvern þeirra breyta miklu.
Emil Ásmundsson sem var á láni
hjá Fylki á síðustu leiktíð gekk
endanlega í raðir félagsins og gæti
orðið lykilmaður.
Stærsti hausverkur Fylkis gæti
orðið að skora mörk en þrátt fyrir
markaveislu í næstefstu deild er
Fylkir ekki með neinn framherja
sem hefur sannað ágæti sitt í
efstu deild á undanförnum árum.
Rúnar Páll Sigmundsson er
reyndur í deildinni og það gæti
hjálpað Fylki en allt þarf að smella
svo liðið fari ekki beint niður á
nýjan leik. Rúnar er þekktastur
fyrir afrek sín sem þjálfari
Stjörnunnar en hann er nú á leið
inn í sitt annað heila tímabil sem
þjálfari liðsins.
Sterkur kjarni af heimamönnum
er í Fylki sem gæti orðið styrkur
liðsins í sumar en það getur
orðið á brattann að sækja þar sem
breiddin er lítil.
Komnir
Elís Rafn Björnsson
Emil Ásmundsson
Jón Ívan Rivine
Ólafur Karl Finsen
Pétur Bjarnason
Farinn
Ásgeir Börkur Ásgeirsson
Eftir gott gengi í fyrra spáir Fréttablaðið því að Fram falli úr Bestu deildinni í sumar. FréttaBLaðið/Ernir
14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARs 2023
FiMMtUDAGUr