Fréttablaðið - 30.03.2023, Page 28
arnartomas@frettabladid.is
Velgengni spunaspilsins Dungeons
& Dragons virðist engan enda ætla
að taka eftir að pottormarnir í
Stranger Things komu nörda
iðjunni kirfilega fyrir í poppkúlt
úrnum. Um helgina verður ný kvik
mynd byggð á spilinu frumsýnd í
kvikmyndahúsum landsins og eðli
lega kraumar í nördaheimum.
„Það er mikil stemning fyrir
þessu,“ segir Tinna Hallsdóttir, erki
njörður hjá Hlutkesti, samtökum
spunaspilara á Íslandi. „Við verðum
hópur sem fer á vegum Hlutkestis
saman sem verður mjög gaman.“
Dungeons & Dragons myndin frá
árinu 2000 er ekki í hávegum höfð
og segist Tinna sjálf hafa forðast
eftir fremsta megni að sjá hana.
Ráin fyrir nýju myndina er því ekk
ert sérstaklega há.
En hvað e r e rk injörður inn
spenntastur að sjá?
„Mig langar virkilega mikið að sjá
mimic (ísl. gervill),“ segir Tinna og
vísar til eins þekktasta skrímslis
ins úr heimi Dungeons & Dragons,
gervilsins sem getur brugðið sér í
ham veraldlegra hluta. „Ef ég fengi
að sjá þennan klassíska sem breyt
ist úr fjársjóðskistu í skrímsli þá
er ég ánægð. Mér þætti líka gaman
að sjá owlbear (ísl. uglubjörn) en
ég held ég hafi einmitt séð slíkan í
stiklunni fyrir myndina.“
Frumsýning myndarinnar er
ákveðinn forsmekkur að spuna
spilamóti sem Hlutkesti stendur
fyrir í apríl.
„Það hefur verið rosa mikil
gróska í spunaspilum í samfélag
inu, ekki bara Dungeons & Dra
gons heldur alls konar,“ segir Tinna.
„Við verðum með heilsdagsmót
22. apríl þar sem fólk á öllum aldri
getur skráð sig í hóp til að spila. Við
hvetjum fólk til að fylgjast með á
heimasíðu Hlutkestis!“ n
Við verðum með
heilsdagsmót 22. apríl
þar sem fólk á öllum
aldri getur skráð sig í
hóp til að spila.
Tinna
Hallsdóttir,
erkinjörður hjá
Hlutkesti
Í hljóðprufunni kemur
einmitt Taylor Hawk-
ins inn og spyr hvort
það sé einhver séns að
leyfa honum og band-
inu hans að vera á
gestalista kvöldsins.
Franz Gunnars-
son, skipuleggj-
andi messunnar
Taylor Hawkins verður minnst
á Foo Fightersmessu sem
haldin verður á Húrra á laugar
daginn. Skipuleggjandi mess
unnar á góða sögu að segja af
trommaranum ástsæla.
arnartomas@frettabladid.is
„Ég hef verið að gera rokkmessur
í dágóðan tíma með hinum ýmsu
böndum þar sem er verið að heiðra
hin og þessi bönd,“ segir Franz
Gunnarsson, skipuleggjandi Foo
Fightersmessu sem haldin verður
á Húrra um helgina. „Foo Fighters
hafa auðvitað verið mjög lengi verið
á listanum.
Trommari Foo Fighters, Taylor
Hawkins, féll frá fyrir um ári síðan
í ferðalagi sveitarinnar um Suður
Ameríku. Í kjölfarið var hlaðið í stóra
og stjörnum prýdda minningartón
leika sem haldnir voru á Englandi og
í Bandaríkjunum þar sem minning
trommarans ástkæra var heiðruð.
„Þá fannst okkur kominn tími á
að vera með smá tribute hérna fyrir
kappann á litla Íslandi,“ segir Franz
og bendir á að sveitin hafi verið
dugleg að koma hingað til lands í
gegnum tíðina. „Ég hef farið á þó
nokkra tónleika með þeim sjálfur
og þeir hafa alltaf skilað sínu, bæði
þegar þeir voru að koma fyrst fram
og eftir að þeir urðu stærri. Þeir hafa
aldrei gefið neitt eftir og eru alveg
frábært tónleikaband.“
Lausir við stæla
Franz segir þá í Foo Fighters einkar
jarðbundnar stórstjörnur.
„Einu sinni þegar ég var með
eina af þessum rokkmessum, sem
var haldin til heiðurs Nirvana, þá
voru Foo Fighters einmitt að spila
í Egilshöllinni,“ rifjar hann upp. „Í
hljóðprufunni kemur einmitt Tay
lor Hawkins inn og spyr hvort það
sé einhver séns að leyfa honum og
bandinu hans að vera á gestalista
kvöldsins því að söngvarinn í hans
bandi hefði nú verið viðloðandi
sveitina sem við værum að heiðra.“
Það þótti ekki tiltökumál að koma
sjálfri Foo Fighters á gestalistann en
sveitin endaði þó á að koma ekki.
Það gerði hins vegar faðir forsprakk
ans Dave Grohl, James Grohl.
„Grohl eldri var þá að flakka með
syni sínum út um allan heim og var
mjög hress,“ segir Franz um James
sem gerði meðal annars mikla lukku
í Bláa lóninu. „Hann fékk áritað plak
at frá okkur fyrir son sinn.“
Þeir hljóma nú eins og ansi hóg-
værar rokkstjörnur!
„Þarna fékk maður einmitt smjör
þefinn af því hvað þessir kappar eru
Jarðbundnu rokkstjörnurnar heiðraðar á Húrra
Taylor Hawkins
féll frá í mars í
fyrra.
Fréttablaðið/
Getty
Frá tónleikum
Foo Fighters á
Secret Solstice.
Fréttablaðið/
andri Marinó
Erkinjörðurinn spenntastur fyrir gervlum og uglubjörnum
jarðbundnir,“ segir Franz. „Það er
það sem maður kann svo vel við, að
þeir eru lausir við alla stæla. Það var
svo mikill húmor í þessu öllu saman
að sveit af þeirra stærðargráðu væri
að reyna að smygla sér inn á gesta
listann. Það er því sjálfsagt að við
heiðrum mann eins og Hawkins af
fullum krafti.“
Rifist um lagavalið
Eins og fyrri rokkmessur eru tónleik
arnir á laugardaginn vel mannaðir.
Ásamt Franz koma þar fram Einar
Vilberg, Skúli Gíslason, Elvar Bragi
Kristjónsson og Hálfdán Árnason.
Katalógur Foo Fighters er þó orðinn
ansi stór og eiga messumennirnir úr
vöndu að velja fyrir settlista laugar
dagsins.
„Þetta verður bara þverskurður af
helstu lögum sveitarinnar frá byrjun
og fram til dagsins í dag,“ segir Franz.
„Við reynum að stikla á stóru en það
hefur verið rifist um það innan sveit
arinnar hvað við ætlum að taka. Það
er auðvitað ekki hægt að taka allt því
annars værum við þarna í tvo daga
samfleytt.“
Hver verður þá lendingin?
„Ég get lofað bæði kanónum og
einhverju sjaldgæfara fyrir allra
hörðustu aðdáendurna,“ segir
Franz. „Foo Fighters er með stærri
hljómsveitum í heiminum og hún á
dyggan aðdáendahóp hérna heima.
Við vonumst til að gera þetta sóma
samlega enda engir aukvisar í band
inu.“ n
Ráin er ekkert sérstaklega há fyrir Chris Pine og félaga.
20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 30. mARs 2023
fiMMTUDAGUR