AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 26
E.G.Aspelund. Viðbyggingin við dómhúsið í Gautaborg. Tvær efri myndir: fyrri tillögur (1920-1925). Neðsta mynd: endanleg útlitsteikning (1934). í hvert burðarbil, þannig að þeir líkt og vísuðu að miðju aðalbyggingarinnar, þar sem er sameiginlegur inngangurfyrir bæði húsin. Samræmt lita-og efnisval styrkir þá skynjun að gamli og nýi hlutinn séu ein heild. Hlutfallakerfi eldri forhliðareryfirfærtáviðbygg- ingunaog endurskapaðáóhlutbundinn hátt. Láréttar áherslulínur koma fram í hæðarsetningu gluggaopa og þverbandaog lóðréttu böndin endurspegla hrynj- andi veggsúlnanna í gamla húsinu. Hin tvö reglukerf- in eru, hvort um sig, svar síns tíma við sígildu við- fangsefni byggingarlistar, því að deila rúmtaki húss upp í smærri einingar og með því móti brúað bilið milli mælikvarða mannsins og byggingarheildarinnar. Ennfremur segja þau hvort sína sögu um tengsl útlits og uppbyggingar, þar sem annars vegar eru súlur og þverhlað en hins vegar hliðstæða þess í nútíma- byggingartækni.burðargrindin.Viðbygging Aspe- lunds er dæmi um merkilegan þróunarferil hugmynd- ar, frá vélrænni endurtekningu yfir í margslungið sam- spil, þar sem stílgerðum ólíkra tímabila er stillt saman í jafnvægi, sem þó felur í sér innri spennu. Gamla húsið og afsprengi þess.viðbyggingin, eru líkt og full- trúar ólíkra kynslóða innan sömu fjölskyldu. Ólík um margt en engu að síður náskyld, tvær raddir er lýsa sömu hugsun hvor með sínu tungutaki. Hér hafa verið nefnd þrjú dæmi um merkar viðbygg- ingar, en sá listi gæti verið langur. Eftir því sem fleiri tilvik eru skoðuð kemur betur í Ijós að hönnun við- bygginga, líkt og önnur listræn sköpun, verður seint bundin í fastar reglur. Úrlausnin verður að mótast af aðstæðum í hverju tilviki. Það að endurtaka beint stíl- gerð eldra húss í nýrri viðbyggingu getur átt rétt á sér í ákveðnum tilfellum. Þetta kann að virðast auð- veld leið til að tryggja farsæla aðlögun, en við nánari skoðun felur hún I sér ýmsar hættur. Þannig getur bókstafleg endurgerð raskað meir stærðarhlutföllum og sjónrænu vægi þess húss sem byggt er við en nýbygging í ólíkustum stíl. Annar galli við þessa að- gerð er ekki verður með auðveldu móti greint í sundur hvað er nýtt og hvað er gamalt, viðbyggingin nær ekki að verða heiðarlegur vitnisburður um samtíma sinn. í mörgum tilvikum er nákvæm endurgerð tækni- legra útfærsluatriða ómöguleg, og þá vaknar spurningin hvar eigi að draga mörkin milli raunveru- legra fornminja og eftirgerðar. Önnur leið, og ef til vill farsælli, er sú að leita samsvörunar gamals og nýs í samræmdu efnisvali, hlutföllum, mælikvarðajita- notkun og/eða formgerð, en láta stíl og útfærslu atriði bera einkenni samtímans. Með því móti verður auð- velt að greina að rithönd hverrar kynslóðar, auk þess sem svigrúm gefst til frjálsrar túlkunar innan vissra marka. Viðbyggingin nær þá að öðlast líf sem sjálfstætt hugverk, jafnframt því að mynda hluta af stærri heild. Hversu vel tekst til í hverju tilviki hlýtur öðru fremur að ráðast af listrænu innsæi þess er teiknar. Tvö atriði vil ég nefna í lokin, sem miklu skipta. Vel heppnuð viðbygging verður ekki til nema með nákvæmri skoðun og greiningu á því sem fyrir er. Eins verður að hafa í huga, að bygging er ekki list nema hún sé á einhvern hátt afurð skapandi hugs- unar á hverjum tíma. Um það vitna dæmin sem nefnd eru að ofan. ■ HEIMILDIR: 1. Ahlberg, Hákon. Gunnar Aspelund Arkitekt, 1885-1940. Byggmastaren, Stockholm, 1950. 2. Gunnlaugur Halldórsson. Fyrirlestur á kvöldfundi A.í. 7.2. 1978. Arktíöindi. 3. Hjörleifur Stefánsson, o.fl. Kvosin. Byggingarsaga miöbæjar Reykjavíkur. Torfusamtökin, Reykjavík, 1987. 4. Vilhjálmur P. Gíslason. Bessastaöir, þættir úr sögu höfuöbóls. Norðri, Akureyri, 1947. 5. Þorsteinn Gunnarsson/Línuhönnun hf. Bessastaöir. Úttekt á byggingum. 1989. Ljósrit. 24

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.