AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 14

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Side 14
keppni áriö 1934. Landsbankann teiknaði upphaf- lega danskur arkitekt, Thuren að nafni, og var hann byggður úr tilhöggnu grágrýti. Eftir brunann árið 1914 teiknaði Guðjón Samúelsson stækkun hússins úr steinsteypu í samastíl og upphaflega húsið. Um 1930 teiknaði Guðjón enn frekari stækkun hússins og enn f sama stíl. Þetta líkaði ekki yngri arkitektunum og þeir komu þvf til leiðar að haldin var samkepþni um nýja viðbyggingu. Þá samkeppni vann Gunnlaugur eins og fyrr segir. Óhætt er að fullyrða að viðbygg- ingin var smekkleg og hófleg. Hún var gerð af tillits- semi við upphaflega húsið. Byggingarferlið hélt hins vegar áfram og tók ekkert tillit til hugmyndafræðinnar um viðbygginguna sem skyldi tjá ný viðhorf en vera þó hæversk gagnvart upphaflega húsinu. Nú var það viðbyggingin sem var látin vaxa stig af stigi. Áfram var sama arkitekt falið að annast nýjar viðbyggingar og nú kaus hann að stækka þá viðbyggingu sem hann hafði áður teiknað. Nú virðist sem viðhorf hans hafi breyst að því leyti að hann taldi ekki lengur nauðsynlegt að láta viðbygginguna við viðbygginguna skera sig frá henni og tjá enn ný og breytt viðhorf. Upphaflega viðbyggingin var stækkuð í áföngum og hætti smám saman að vera smekkleg og hófleg. Hún hætti að vera tillitssöm við upphaflega húsið. Landsbankinn eignaðist smám saman önnur hús við Hafnarstræti sem hann tengdi við hús sín við Austurstræti og gerði þau að „viðbyggingum“. Þessi hús voru Ingólfshvoll og Edinborg. Ingólfshvoll var að lokum rifinn og viðbygging Gunnlaugs stækkuð sem því nam. Edin- borg, sem var karakterríkt klassískt hús, var eyði- lögð og flött út í anda viðbyggingar við viðbyggingu við viðbyggingu. Margt hefur síðan gerst á þessum viðbyggingarvett- Viðbygging Gunnlaugs Halldórssonar við Landsbanka íslands, teikning 1934. __________ vangi í Reykjavík en í aðalatriðum hefur stefnan þó verið sú, að hver arkitekt tjáir sjálfan sig í þeim við- byggingum sem hann teiknar, hvað sem tautar og raular. í þau skipti sem arkitekinn tjáir sig opinber- lega og segir hvað fyrir honum vakir við mótun bygg- ingarinnar, þá er það yfirleitt hástemmt tal um list- sköpun og táknrænt gildi, og erfitt getur verið að skilja samhengi milli orða hans og byggingarinnar. Hann á það jafnvel til að segja að viðbyggingin eigi að falla sem best að upphaflega húsinu enda þótt það blasi við hverjum manni að hún geri það alls ekki. Þessi mótsagnakennda stefna, ef stefnu má kalla, hefur tekist misvel en að langmestu leyti þó illa. Lát- leysi og tillitssemi við upphaflegt hús hafa sjaldan verið talin dyggð. Nefna má undantekningar frá þess- ari reglu, en þær eru fáar. Nýlega var markað nýtt spor í viðbyggingarfílósófíu íslenskra arkitekta þegar reist var viðbygging við Iðnó. Iðnó er friðað hús samkvæmt þjóðminjalögum og er talið hafa sérstakt menningarsögulegt gildi. Ekki þarf að fjölyrða um viðbygginguna, hana þekkja líklega flestir lesendur þessa tímarits. Því miður er ekki því til að dreifa að arkitekt hússins hafi gert opin- berlega grein fyrir hugmyndum sínum með viðbygg- ingunni eða hafi skýrt þá hugsun sem að baki hennar býr og því er líklega erfiðara að fjalla um hana en ella og hætt við að höfundi hennar verði gerðar upp skoðanir. Á það verður að hætta. Þrátt fyrir þetta verður nefnilega að telja réttmætt að draga vissar ályktanir af gerð viðbyggingarinnar um viðhorf og stefnu arkitektsins. Meðal þess sem mestaforvitni vekurersú staðreynd, að þessi sérstaka viðbygging er ekki sþrottin af þörf fyrir aukið húsrými. Að því leyti er hún einstök. Ekki hefur enn verið ákveðið um notkun hússins. Stefnt var að því um tíma a.m.k. að hægt yrði að stunda leiklist í einhverju formi í húsinu, en engin ákvörðun hefur þó verið tekin um notkunina. Um tíma var stefnt að því að einnig yrði rekið þar veitingahús, en engar ákvarðanir eða skuldbindingar voru teknar. Viðbygg- ing sem ekki á rætur sínar í þörf á auknu húsrými er óneitanlega nýlunda. Líklegt verður þó að telja að arkitektinn hafi talið að ef til þess kæmi að ákveðin starfsemi myndi flytjast í húsið yrði þörf á auknu hús- rými og byggingarnefnd hússins hefur fallist á að best væri því að reisa viðbygginguna án þess þó að hafa tekið ákvörðun um notkunina. /r.y/iny rr7- ry A4 M

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.