AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1994, Qupperneq 12
HJORLEIFUR STEFANSSON ARKITEKT HUGLEIÐING UM BYGGINGAR OG VIÐBYGGINGAR Um allmargra ára skeið hefur undirritaður fengist við verndun og viðgerðir gamalla húsa. Oftast hefur verið um að ræða hús sem friðuð eru skv. þjóðminjalögum, þ.e.a.s. hús sem vernduð eru vegna menningarsögu- legs gildis þeirra. Hlutverk mitt hefur verið að meta ástand húsanna og segja til um viðgerð og endur- bætur á þeim. Oftar en ekki háttar svo til að viðkom- andi hús er í mikilli vanhirðu og auk þess hefur húsið breyst af ótal orsökum frá þeirri mynd sem það hafði nýbyggt. Þessar breytingar eru jafnfjölbreyttar og orsakir þeirra erumargar. Undantekningalítið hefurnotkun hússins breyst í tímans rás, oftar en ekki hafa verið reistar viðbyggingar við húsið, það stækkað með ýmsum aðferðum og notkun hússins hefur haft f för með sér slit sem fyrr eða síðar kallaði á endurnýjun byggingarhluta og þá voru þeir oft gerðir öðruvísi en í upphafi. Þegar fjallað er um viðgerð friðaðs húss eða meiri- háttar endurbætur sem nauðsynlegar eru, þá þarf viðkomandi arkitekt að setja sig inn í allar aðstæður, brjóta sögu hússins og ummyndanir þess til mergjar. Aðeins þannig er hægt að taka markvissar ákvarðanir um viðgerðina og tryggja að menningarsögulegt gildi hússins varðveitist sem best. Við vinnu af þessu tagi hefur það oft reynst gagnleg aðferð að skilja tilvist hússins nokkuð öðrum skilningi en venjulegt er meðal arkitekta eða í daglegu tali manna.Þegar saga þessara húsa er skoðuð má nefnilega tala um byggingarferli hússins frá fyrstu skóflustungu til nútíðar. Byggingarferlinum lýkuralls ekki þegar húsið er fullbyggt. Þá verða auðvitað þáttaskil, húsið er tekið í notkun. Samtfmis hefst hins vegar víxlverkun hússins og þeirrar starfsemi sem í því fer fram. Starfsemin lagar sig að húsinu en jafnframt er húsið lagað að starfseminni. Hugtakið „upprunalegt ástand húss“ verður gagns- lítið séð frá þessum sjónarhóli. Það vísar reyndar til hússins nýreists, en til þess ástands er ekki hægt að færa húsið aftur. Væri það hægt myndi það jafnframt hafa í för með sér að húsið yrði rúið öllum ummerkjum um sögu þess. Hús í uþprunalegu ástandi er án sögu. Gamalt hús sem meðhöndlað er með þeim hætti að öll ummerki eftir umgengni og notkun kyn- slóðanna eru afmáð hefur afar takmarkað menningar- sögulegt gildi. Viðbygging er heiti á byggingu sem bætt er við hús eftir að það hefur verið tekið í notkun og heitið felur í sér það gildismat að húsið sjálft sé aðalatriðið, hitt sé minniháttar viðbót.Oftast hefur það líka verið þann- ig í tímans rás, að viðbyggingar eru litlar í hlutfalli við stærð hússins sem þær tengjast. Dæmi eru um hið gagnstæða, en engu að síður er talað um viðbygg- ingu. Ef viðbyggingarhugtakið er skoðað út frá því sjónarmiði að byggingarferlið nái til alls notkunartíma hússins, þá er viðbyggingin afleiðing af þeirri víxl- verkun hússins og þeirrar starfsemi sem í því fer fram eins og nefnt var hér að framan. Viðbyggingin er afleiðing þess að starfsemi í húsinu þarfnast aukins rýmis. Hið hefðbundna viðfangsefni arkitekta, að teikna hús, hvetur ekki beinlínis til þess að þeir líti á húsið sem samfellt byggingarferli eins og lýst er hér að framan. þeirra hlutverk hefur verið að móta húsið að þeirri starfsemi sem því er ætlað að hýsa á þeirri stundu sem ákvörðun um bygginguna er tekin. Þegar húsið er fullbyggt er hlutverki arkitektsins lokið. Þá er notkun hússins hins vegar að hefjast og þar með þátttaka hússins í menningarsamfélaginu. Saga þess byrjar. Á æviferli eins manns verða ef til vill ekki miklar umbreytingar á venjulegu húsi að jafnaði. Víst eru Skýringarmynd af þróun Fjalarkattarins, Aðalstræti 8, byggingarferli í 2 aldir. Um 1750. Um 1878. Um 1882. Um 1885.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.